Skírnir - 01.01.1925, Síða 219
Skirnir]
Nolseyjar-Páll, þjóðhetja Færeyinga,
205
rótum og skaut embœttislyðnum slíkum skelk í bringu, að hann
skalf eins og strá í vindi. Þótti mönnun varla einleikið, að slíkt
skylda gerast < svo friðsömu landi sem Færeyjum. Sá var þó eng-
inn kunnáttumaður, sem veðrlnu rjeð, heldur ólæröur færeyskur
almúgamaður. En hann var gæddur svo fátíðum og fjölhæfum
gáfum, að hann á engan sinn líka í sögu Færeyinga nema Sverri
konung.
Páll Pálsson var fæddur í Nolsey árið 1766, og kenndi hann
sig síðar við fæðingarey sina og nefndi sig Nolsöe, en Færeyingar
kalla hann jafnan Nolsoyar-Pál. Hann var vel ættaður í allar
kynkvíslir og höfðu margir forfeður hans og frændur verið bændur
góðir og sjósóknarar, þjóðhagasmiðir og sumir skáldmæltir. Alla
þá hæfiieika erfði Páll í ríkum mæli. Faðir hans var atorkumað-
ur mikill og ágætur bitasmiður, en kallaður nokkuð harðlyndur.
Súsanna móðir hans var og hinn mesti skörungur og var jafnvel
stundum formaður á nótabát. En þar að aukl var hún hagorö,
og sagt er að Páll hafi erft vitsmuni sína og skáldskapargáfu frá
henni.
Litið vita menn um æsku lians og uppvöxt annað en það, að
hann var snemma orðhvatur og námfús og ljet fjúka í kviðlingum.
Óvíst, er, hvort hann hefir notið einhverrar fræðslu í latínuskólan-
um í Þórshöfn, sem þá var í hinni mestu niðurlægingu og kom-
inn að fótum fram. Var skólinn lagður niður að fullu 1807, og
hafði þá enginn lærisveinn verið þar síðan 1794. Hitt er tallð
líklegra, að hann hafi fengiö nokkra tilsögn hjá einum föðurbræðra
sinna, sem hafði verið í latínuskólanum um tíma og var maöur vel
viti borlnn og skáldmæltur. Páli var komið fyrir á heimili land-
fögetans um stutta stund til náms. Er þá sagt að eitt sinn hafi
einn bræðra hans spurt hann, hvernig honum líkaði vistin hjá fó-
geta. Páll ljet lítt yfir því, og kvað það óliku skemtilegra að
fást við flyðrur, en að kúra yfir skrift og reikningi. »En víst er
það, Jakob bróðir, að bæði pabbi og fógetinn skulu verða þess vís-
ari, að Páll hsflr lært að skrifa.« Annars mun Páll hafa fengið
beztu fræðsluna í heimahúsum, svo sem önnur Færeyjabörn. Kvöld-
setur og dansar Færeyiuga hafa öldum saman haldið lífinu í þjóð-
erni þeirra. Þar var tæpast stafur á bók settur fyr en í lok 18.
aldar. En Hndir innlendra þjóðfræða streymdu frá kynslóð til
til kynslóðar, og þegar ritöld þeirra hófst urðu æfintýri og dans-
kvæði grundvöllur hinna ungu bókmenta, Um Pál er það sagt,