Skírnir - 01.01.1925, Side 220
206
Nolseyjar-Páll, þjóðhetja Færeyinga.
[Skirnir-
að hann hafi safnað færeyskum kvæðum í æsku, en því miður er
það kvæðasafn glatað. Hann kvað og hafa verið hinn mesti skemmt-
anarmaður við dansa og ágætur söngmaður.
Ekki var Páll fyr úr grasi vaxlnn, en útþráin greip 'nann.
Hann vildi iangt út í heim til þess að reyna mátt slnn og megin,.
en þess var enginn kostur meðan faðir hans lifði. En hann dó
þegar Páll stóð á tvítugu. og hjeldu honum þá engin bönd.
Rjeðst hann þá í farmennsku og varð brátt st/rimaður á einu
skipi konungsverzlunarinnar. Áður en hann fór að heiman hafði
hann lært nokkuð í siglingafræði hjá bókara einum við verzlunina,
sem bar skyn á slíka hluti. Reyndist hann frá upphafi hinn vask-
asti sjómaður og allra manna ósjerhlífnastur, er háska bar að hönd-
um. En ekki undi hann iengi vistinni f þjónustu verzlunarinnar,.
og er sagt, að hann hafi ráðist úr skipinu vegna þess, að hann
vildi hvorki hilma yfir nje taka þátt í sviksamlegu atferli skip-
stjóra. Það hafði verið venja á skipum verzlunarinnar að ef kornfarm-
urinn reyndist þyngri en farmseðill sagði til, þá skyldi skipstjóri
og stýrimaður eiga afganginn. Páll varð þess nú var, að skipstjóri-
helti ediki og vatni í kornið til þess að þyngja það. Hann á að
hafa kært þessi svik fyrir verzlunarstjóranum, en ekki er kunnugt,
hvort sú kæra hafði nokkurn árangur. Svik og prettir þrifust
altaf vel í skjóli einokunarinnar.
Eftir þetta má heita að Páll hverfi úr sögunni í næstum því
10 ár. Mönnum er kunnugt, að hann var um stund sjóliðsmaður
á enska flotanum, en leiddist herþjónustan og strauk. Sagt er og
að hann hafi verið í Marseille á Frakklandi 1793, einmitt um þær
mundir sem Loðvík 16. var hálshögginn í Paris, og seinna á hann
að hafa komið til Parísar á þessum miklu ófriðarárum. Má nærri
geta, að margar hugsanir hafa vaknað hjá hinum gáfaða og Btór-
huga Færeying, er kom beint úr eiturlofti hinnar færeysku ein-
okunarholu út í hina háskalegu en hreinsandl hvirfilbyljl hinn-
ar miklu byltingar. Loks vita menn, að Páll komst til Amerfku
og gerðist þar skipstjóri auðugs kaupmanns og var árum Baman í
förum. Þá var ófriður mikill um öll höf, og eru margar sögur um
viðureign Páis við sjóræningja. En flestar eru þær mjög æfin-
týrakendar, enda engar aðrar heimildir fyrir þeim en munn-
mæli, og verða þær því ekki sagðar hjer. Loks varð heimþrá hans
í'íkari en svo, að hann yndi lengur í siglingum, og sneri hann þá
heim skömmu fyrir aldaraótin 1800. Þá fyrst hefst saga hans.