Skírnir - 01.01.1925, Page 221
Sklrnir]
Nolseyjar-Páll. þjóðketja Pæreyinga
207
IV.
Það er mikill skaði, að oss skuli svo fátt kunnugt um œvr
Páls og athafnir meðan hann var í förum. Það eitt er víst, að
hann hefir hlotið að afla sjer mikillar og víðtækrar menntunar.
Það má og óhætt fullyrða, að hugur hans hefir jafnan verið heima
x Færeyjum og honum hefir runnið eymd og niðurlæging landa
sinna til rifja. Hann hefir heitstrengt að beita öllum sínum kröpt-
um til þess að rjetta við hag þeirra, enda er hann ekki fyr kom-
inn heim, en liann gerist foringi þeirra á öllum sviðum.
Páll var einn af þeim fáu mönnum, sem leggja allt á gjörva
hönd. Hanu var ágætur bóndi og sjómaður, hugvitsmaður og
skáld. En þar að auki hafði hann þann undraverða hæfileika,
sem sjaldgæfastur er í öllum löndum og á öllum öldum, að hann gat
vakið aðra menn til starfs og framkvæmda og rniðlað þeim nokkru af
þeim eldhug og karlmannslund, sem í sjálfum honum bjö. Hann rjetti.
færeyskan almúga úr horkengnum — í svip að minnsta kosti — og
mundi flestum hafa reynzt það verk ekki vandalaust. Hann hefir og
vafalaust verið hinn slungnastl og ísmeygilegasti samningamaður,
og nægir að benda á það eitt, að þessi umkomulausi færeyski
sjómaður talaði svo máli sínu við dönsku stjórnina, að við sjálft
lá, að Færeyjum yrði veitt verzlunarfrelsi. Og loks voru allir
þessir hæfiieikar sprottnir úr góðum jarðvegi. Hann hafðl ósjer-
plægni brautryðjandans og einfalda, áttavissa rjettlætistilfinning.
Yegna þess, að ekki or tóm til að segja frá öðru hjer, en bar-
áttu Páls móti einokunlnni og embættisiýðnum í Færeyjum, verð-
ur hjer aðeins minnzt lauslega á umbótaviðleitni hans á öðrum svið-
um. Hann gerðist bóndi nokkru eptir að hann var kominn heim
aptur, og tók þegar upp ýmsar nýjungar í jarðrækt. Sat hann
jörð sína svo vel, að konunglega landbúnaðarfjelagið í Kaupmanna-
höfn samþykkti að gefa honum heiðurspening úr silfri að launum.
En hann dó áður en sá peuingur kom í hans hendur. Páll gerði
og miklar umbætur á bátalagi Færeyinga, og reyndust hans bátar
miklu sjófærari en hinir eldri. Ennfremur tók hann upp nýtt og
hagkvæmara snið á seglutn, en áður hafði tíðkast. Hann smíðaði
og rokka af nýrri gerð, en ekki vildu Færpyingar aðhyllast þá
nýbreytni hans og hjeldu þeir sínu gamla rokklagi, þó að það væri
verra. Loks auðnaðist Páli fyrstum manna að flytja bóluefni til
Færeyja. Höfðu áður verið gerðar tilraunir til að flytja það þang-
að á glösum, en þær tilraunir höfðu ekki lánast. En nú hafði
Páll þá aðferð, að eitt sinn, er hann sigldl frá Kaupmannahöfn til