Skírnir - 01.01.1925, Síða 223
Skírnir]
Nolseyjar-Páll, þjóðhetja Pæreyinga.
20»
úr flakinu. Hjálpuðu bræður hans honura dyggilega við smíðina,
því að þeir voru flestir góðir smiðir. Sjálfur kunni liann allt að
vinna, sem þurfti til þess að gera hafskip úr garði, því að hann
var jafnhagur á trje og járn, seglgerðarmaður góður og kaðlari.
Yfirvöldin tóku þegar að ókyrrast og yfast við þessari ískyggilegu
nýjung, en Páll sagði þeim, að hann ætlaði sjer að láta sldpið
ganga til fiskjar. Annars væri tilgangur sinn sá einn, að kenna
Færeyingum sjómennsku. Það er þó vafalaust, að hann hefir frá
upphafi hugsað sjer að láta skipið fara einnig í kaupferðir. Hann ætl-
aði sjer að flytja út þær færeyskar vörur, sem ekki voru einokaðar,
en hugðist hins vegar að fá leyfi veizlunarnefndarinnar til þess að
flytja til Færeyja slíkar nauðsynjavörur, sem optast var hörgull á
hjá verzluninni. Hitt kom honum aldrei til hugar, að reka iaun-
verzlun.
Páll gaf skipi sínu nafnið j>Eoyndin« (tilraunin), og nefndu
Færeyingar það venjulega síðan JiRoyndina fríðu«. Þegar er það
var fullgert, sigldi hann því tii Bergen (1805) og síðar á hinu
sama ári til Kaupmannahafnar. I bæði skiptin hafði hann með-
ferðis dálítinn farm af færeyskum steinkolum, en þau voru ekki
bannvara. Heldur leizt yfirvöldunum og verziunarnefndinni llla á
þessa nýbreytni, en ijetu þó kyrt, Þegar Páll kom til Hafnar,
leitaði hann þegar til veizlunarnefndarinnar og spurðist fyrir um,
hvort hún vildi eigi ferma skipið með nauðsynjavörum, því að þá
var skortur á mörgu í Færeyjum. Ekki leizt nefndinni að verða
við þeim tilmælum, og varð Páll að snúa slyppur heimleiðis. Hon-
ura var aðeins leyft að hafa með sjer skipsvistir.
Ekki ljet Páll þó hugfallast að heldur, og bjó hann enn skip
sitt hið næsta ár og fermdi það með leyfilegri vöru. En þegar
hann var seglbúinn, iagði Mörch verzlunarstjóri farbann á skip
hans. Þess verður að gefa, að þá var engum Færeyingi leyft að
fara úr iandi nerna með leyfi yfirvaldanna, enda gátu þau neitað
mönnum um leiðarbrjef eptir vild. Mörch var ungur í embœttinu
og mun hafa viljað sýna rögg af sjer. En Páll benti á, að verzl-
unarnefndin hefði alls eigi amazt við ferðum sínum hið fyrra sumar-
ið, og virti hann því bann verzlunarstjóra að engu. Mörch skrif-
aði þá verzlunarnefndinni og kærði Pál fytir þetta »djarflega brot
á tilskipunum konungs«. Verzlunarnefndin ritaði þá rentukamm-
erinu og lagði tii, að Páli yrði bannaðar allar kaupferðir ))frá og
til Færeyja«, en þó skyldi konum leyft að sigla tómu skipi heim
aptur! Rentukammerið fjelist á þetta, og var Páli síðan tilkynnt
14