Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 224
210
Nolseyjar-Páll, þjóðhetja Pæreyinga.
[Skírnir
þessi ályktun. Haun var þá kominn til Hafnar, og brást liann
þegar við og ritaði rentukammerinu 20. júní og mótmælti þessum
aðförum. Iíveðst hann ekki hafa vitað, að það mundi teljast
glæpur gegti stjórninni, þótt liann flytti á skipi sínu peysur og
iýsi og fisk, sem konungur hefði leyft Færeyingum að verzla með
að frjálsu. Hann bendir og á, að verzlunarnefndinni hefði verið
inuan handar að banna sjer í fyrra allar kaupferðir frá Færeyjum,
en það hafi hún ekki gert, og þess vegna hafi hann ekkert mark
getað tekið á banni verzlutrarstjórans í Færeyjum. — Nokkrum
dögum síðar færir Páll sig upp á skaptið og fer nú fram á við
rentukammerið, að sjer leyfist framvegis að flytja færeysk kol og
harðfisk frá Færeyjum til Kaupn.iannahafnar. Rentukammerið varð
vel við þessum tilmælum og veitti honum leyfið.
Það er tæpast vafamál, að þessi heppilegu úrslit málsins hafa
að mestu leyti verið Páli sjálfum að þakka. Hann var bæði ein-
arður og mjúkur í samningum og virðist hafa haft óvenjulega
gáfu til þess að telja aðra menn á sitt mál. Framkvæmdir hans
tóku nú að vekja eptirtekt meðal Dana. Þá komu út í Kaupmanna-
höfn tvö dagblöð, ))Berlingske Tidende« og »Dagen«. »Dagen«
var frjálslynt blað, og birtist þar um þessar mundir grein um
Pál, þar sem farið var hlnum lofsamiegustu ummæium um starf-
semi hans. En ekki bætti sú grein fyrir honum hjá verzlunar-
nefndinni.
Páll var þó ekki enn þá ánægður með erindislokin, og bauðst
hann þá enn á n/ til að flytja vörur fyrir verzlunina til Fær-
eyja. Verzlunarnefndin hafnaði því boði þverlega, en Páli þótti
illt að sigla með kjölfestu eina saman heimleiðls, og þess vegna
fór hann þess á leit, að sjer leyfðist að flytja nokkrar vörur til
Færeyja fyrir sjálfan sig. Auðvitað þurfti nefndin langan tíma
til þess að útkljá slíkt vandamál, en Páli lá á að komast heim til
Færeyja, svo að hanu misstl ekld af öllum sumaraflanum. Hann
spurðist því fyrir um það munnlega, hvort sjer mundi verða veitt
leyfið. Honum var svarað, að um það væri ekkert ályktað enn-
þá, en eitthvað dál/tið af vörum muudi honum leyft að hafa með
sjer. Þá varð Páii sú yfirsjón, að hann beið ekki boðanna, heldur
keypti nokkrar vörur og hjelt með þær heimleiðis, án þess að hafa
fengið annað leyfi til þess en þetta munnlega vilyrði.
En nú hafði hann drýgt synd á móti heilögum anda. Verzl-
unarnefndin skrifaði þegar verzlunarstjóranum í Færeyjum og
skipaði honum að kyrsetja þegar í stað allar þær vörur, sem Páll