Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 225
Skírnir]
Nolseyjar-Páll, þjóðlietja Færeyinga.
211
kynni aS hafa meðferöis. Samtímis ritaöi nefndin rentukammerinu
og mæltist til þess, aS yfirvöldunum í Færeyjum yrSi skipaS aS
stySja verzlunarstjórann som bezt í þessu máli. ÞaS væri mikils-
vert, aS Færeyingar sæju svart á hvftu, aS rentukammeriS væri
verzlunarnefndinni samdóma um framferSi Páls, »einkum þar sem
opinbert blaS, sem kemur hjer út og er háS ritskoSun, er tekiS
aS lýsa honum sem nytsemdarmanni, er sje ofsóttur vegna hins
góSa málefnis, og hreinsar hann af (öllu ámæli fyrir) fyrirtæki hans
og hrósar honum jafnvel fyrir þrautseigju, sem mun verða til þess,
aS hann stælist í mótþróa sínum gegn því verzlunarskipulagi,
sem nú er«.
Þegar Páll kom heim, höfSu yfirvöldin lagasverSiS á lopti og
Ijetu allófriSlega. En nú vildi svo illa til, aS hann hafði alls ekki
■flutt hinar umræddu vörur til Færeyja. Hann hafði sjeS sig um
hönd og selt vörurnar sænskum skipstjóra úti í sjó. Þrátt fyrir
vendilega rannsókn og mörg rjettarpróf yfir honum og skipverj-
um hans, reyndist ógerlegt aS sanna á hann ólöglegan vöruflutn-
ing, enda staSfesti hann framburS sinn meS eiSi. Hins vegar var
hann dæmdur til aS greiSa lítilfjörlega fjársekt fyrir nokkrar minni-
háttar yfirsjónir, t. d. aS hann hefSi siglt skipi sfnu af hafi í
SuSnrey, en ekki í Þórshöfn, svo sem vera bar!
Eu nú var þolinmæSi Páls á þrotum. Houum var kunnugt
um, aS yfirvöldin í Færeyjum höfðu frá fyrstu byrjun eitraS fyrir
honum í Kaupmannahöfn og reynt að gera fyrirtæki hans tortryggi-
legt. BæSi hann og aSrir höfSu þungan grun um, aS embættis.
mennirnir óttuSust, aS launprang sjálfra þeirra mundi verSa miður
arSvænlegt, ef tilraun hans heppnaSist. En nú var honum loks of-
boSiS, er hann stóS sem sakborningur frammi fyrir yfirvöldum,
sem bæSi hann sjálfur og allir aðrir vissu að voru bersyndug viS
landslög og rjett. Hann hafSi sveigt heldur óþyrmilega aS yf:r-
völdunum í málsvörn sinni og minnt þau all-einarðlega á, aS
þeim væri sæmra að gera hreint fyrir dyrum sjálfra sín en að
leggja Baklausa menn í einelti meS málsóknum. Þeim orSum var
auðvitaS enginn gaumur gefinn. En nú liafði hann lypt hramm-
inum og var staðráðinu í að láta óvini sína ekki deyja í syndinni.
Þó að allir vissu, að bæði landfógetinn (Hammershaimb),
■»kommandantinn« (Löbner), verzlunarstjórinn (Mörch) og jafnvel
sumir embættismenn verzlunarinnar í Kaupmannahöfn væru stór-
sekir um margvísleg brot á verzluuartilskipuninni, þá leizt Páli
ekki að ráSast beinlínis aS þeim sjálfum, því aS hanu var þess
14*