Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 227
Skirnir]
Nolseyjar-Páll, þjóðhetja Fœreyinga.
213
Töldin í eyjunum, er^komizt svo að orði, m. a: »Vjer höfum nú
árum Haman komið fram með kærur vorar og kvartanir á Ólafsvöku*
þingi, svo sem lög standa til, en aldrel verið virtlr svars, lieldur
vfsað á bug með orðagjálfri (afviste ved Snak). .. . Höfum vjer því
nú komið oas saman um að láta nokkra landa vora, sem hæfir
eru til þess, takast ferð á hendur« (o: til konungs). Páll var auð-
vitað sjálfkjörinn foringl fararinnar, en fjórir bændur voru kjörnir
til fylgdar við hann. Var þeim einkum falið að ræða verzlunar-
mál eyjanna við stjórnina. Menn óskuðu, að ekki yrði of óðslega
farið að því að leysa verzlunarböndin, því að Færeyingar þyrftu
tíma til þess að búa sig undir að taka við verzluninni sjálfir, en
hins var stjórnin beöÍD, að missa aldrei sjónar á þessu máli. f>á
átti nefndin og að fara þess á leit, að vöruverð yrði fært niöur,
•en það hafði fariö síhækkandi síðan 1801. Nokkrar fleiri óskir og
■kröfur var nefndinni falið að bera fram fyrir konung.
Nærri má geta, að yfirvöldum eyjanna leizt ekki á blikuna.
En þeir sáu sjer á engan veg fært að afstyra þv/, að ferðin yrði
farin, og ljetu sjer því nægja að skora á stjórnina, »aö hún leggði
ekki trúnað á aðdróttanir þessara fulltrúa — því að þær væru
allar runnar undan rifjum Nolsöe’s skipstjóra — fyr en álits vors
um þær hefir verið leitað«.
Þess hefir áður verið getiö, að Páll var skáid gott. Færey-
ingar hafa frá ómunatíö verið kvæðamenn miklir, svo sem fyr
hefir verið minnzt á. Ein tegund skáldskapar liefir þó sjerstaklega
blómgast í eyjunum, en það eru hinlr svonefndu þættir (tættir
eða táttar). Þættirnir eru háðkvæði, og voru þeir venjulega orkt-
ir um einhvern einstakan mann, sem skáidið vildi brennlmerkja
eða gera lítið úr, og síðan sungnir við dansa. Páll hafði áður
orkt marga þætti. En riú greip hann þetta gamla, þjóðlega vopn
•og ljet það syngja yfir höfðum fjandmanna sinna. Þegar orra-
hríðin milli hans og embættislýðsins var sem áköfust, orkti hann hið
nafnkunna »F u g 1 a k v æ ð 1«, sem er frægast allra færeyskra þátta.
Er mælt, að með engu hafi hann skaðað óvini BÍna meir en með
því kvæði. Hann gerir þá alla að ránfuglum, sem elta og ofsækja
smáfuglana. Sjálfur er Páll tjaldurinn, sem ver smáfuglana og
varar þá við, þegar liætta er á ferðum. Hjer eru ekki föng til
að lýsa þessu kvæði nánar. Það er geysilangt — 229 erindi —
■og margt í því er nú torskilið. En samtímamenn skildu það út
í æsar, enda fór það sem sinueldur um allar eyjar. Það er til
marks um vinsældir þess, að siðan hefir tjaldurinn verið eins-