Skírnir - 01.01.1925, Page 228
214 Nolseyjar-Páll, þjcíðhetja Fœreyinga. [Skírnir
konar þjóðernismerki Fœreyinga, eins og fálkinn var áður hjer á
landi. En embœttismennirnir stóðu sem á glóðum og vissu ekki
sitt rjúkandi ráð. Þeir œtluðu fyrst að lögsækja Pál, en hutfu.
frá því ráði, því að vitanlega gátu þeir ekki sannað, að átt væri
við sig í kvæðinu. Þeir urðu því að láta sjer nægja að kæra
bæði þetta og annað framferði Páls fyrir stjórninni: »Páll Nolsöe
skipstjóri á skilið hina þyngstu hegningu, og það væri óhæfa, ef
vjer dlrfðumst allraundirgefnast að biðja honum vægðar«. ! !
Nú hafði Páli tekizt að vekja almúgann í Færeyjum, og gat
hann nú verið sæmilega ánægður með, hvernig niálin horfðu heima
fyrir. En hann vissi auðvitað, að alt var undir því komið, hvern-
ig stjórnarvöldin í Danmörku lltu á hlutina, og vildi hann því ekki
láta færeysku embættismennina vera eina til frásagnar þar syðra.
Bann ritaði því bæði Hauch, stiptamtmanni yfir Sjáiandi (og Fær-
eyjum), og Reventiow greifa, sem var formaður rentukammersins
og ieyndarráð (Geheimestatsminister) konungs. Hann var einn
hinn nafnkunnasti danskra stjórnmálamanna um þessar mundir.
Páll greindi þessum mönnum rjett og hlífðarlaust frá öllum mála-
vöxtum. I brjefinu til Reventlows, dags. 29. sept. 1806, kemst
hann svo að orði:
»Þegar er jeg tók að smíða hið litla skip mitt, sem nú er
verið að reyna að koma fyrir kattarnef, kom í ijós óánægja hjá
embættismönnum hjer í landi, og var reynt að tálma því á ýmsan
hátt, að skipið yrði fuligert; en þegar það tjáði ekki, hefir verið
reynt á annan hátt að gera mjer alit til meins. Jeg veit ekki,
hver orsökin getur verið önnur en þessi: að ef hinir innfæddu
rjeðu yfir skipi, þá mundi verzlun sjálfra þeirra (þ. e. embættis-
mannanna) rjena; því að fiestir embættismenn í Færeyjum reka
verzlun, svo sem vitni mega gagnast að«. Þá nefnir hann nokkra
hinna seku með nafni og mlnnist síðan á málsóknina gegn sjer.
Loks víkur hann að umsókn Suðreyinga um frjálsa verzlun og
hvernig tekið hafi verið undir þá málaleitun á lögþinginu. Löb-
ner og lögmaðurinn hafi brýnt fyrir bændum, »að frjáls verzlun
væri hin mesta ógæfa, sem yfir landið gæti dunið, — Betur að-
slík ummæli væru ekki af eigingirni sprottin!«
Brjef þetta er svo skýrt og skilmerkiiegt og ritað af svo ein-
arðri hreinskilni, að það hlýtur að hafa fengið Beventlow greifa
mikils. Hann taldi Pál að vísu »óróamann«, en fannst þó mikið
til um kjark hans og hæfileika. — —
En nú er að segja frá málsókn Páls gegn Jóhanni sýslumanni