Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 229
SkirnirJ
Nolseyjar-Páll, þjóðhetja PæreyÍDga.
215
Kristjánssyni. Yfirvöldin treystust ekki til að þagga niður
málið með öllu, enda munu þau hafa fengið skipun frá Hauoh
stiptamtmanni um að sinna kærum Páls um launverziunina. Var
nú tekið að þinga i málinu. Flest vitnin höfðu að vísu heyrt
getið um launverzlun sýslumanns, en þóttust ekki geta borið um
það af eigin reynsiu, hvort sá orðrómur væri saunur. Þá benti
Páll á tvo menn, sem mundu geta borið vitni. Hafði hann sjálf-
ur fengið þá til þess að kaupa tóbak og brennivín af sýslumanni
til þess að standa ekki vopnlaus uppi í málsókninni. Voru þessir
menn þá yfirheyrðir, og fleiri menn urðu þá til að vitna, að þeir
hefðu keypt ýmsar vörur af sýslumanni. Þó virðist hann hafa
verið smáprangari í samanbuiði við yfirboðara sína. En þegar
málið var komið í þetta horf — þá datt það allt í einu orða-
laust niður! En 4. júní 1807 skrifar amtið1) rentukammerinu og
segir, að í málinu gegn Jóhanni sýslumanni hafi lítið sem ekkert
komið fram, sem honum sje til vansa. Hins vegar hafi eitt vitni
borið, að verzlunarþjónn Jakob Nolsöe (bróðir Páls) hafi tekið
mikinn þátt í hinni óleyfilegu verzlun. Leggur amtið því til, að-
skipuð verði sjerstök dómnefnd til þess að fjalla um öll þessi mál.
Og með því að þeir (þ. e. Hammershaimb og Löbner) og Mörch
verzlunarstjóri sjeu hinir einu, sem jafnvel orðrómurinn hafi ekki
sakað um synd í þessu efni, þá sjái þeir sjer ekki fært að benda
á neina, sem sjeu hæfir til þess að sitja í dómnefnd þessari, nema
sjálfa sig og Mörch! Yfirvöldin í Færeyjum mega eiga það, að
þau hafa haft hugkvæmd og tilfyndni langt fram yfir flesta skop-
leikjahöfunda. Aristofanes hefði grætt á að vera samtímamaður
þeirra! En með þessu rausnarlega tilboði sjálfra sökudólganna.
hverfur mál Jóhanns sýslumanns úr sögunni.
VI.
í maímánuði 1807 lagði Páll og hinir nefndarmennirnir af stað
til Kaupmannahafnar; einn þeirra iá sjúkur, svo að þeir urðu ekkl
nema fjórir í ferðinni. Heldur hafði gengið erfiðlega að komast að
heiman, og höfðu yfirvöldin verið fremur öfugundin, svo sem væuta
mátti, og allófús til þess að greiða götu nefndarmanna. Svo hafði
verið til ætlazt í upphafi, að Færeyingar greiddu ferðakostnaðinn
1) þ. e. Hammershaimb og Löbner. Landfógeti var gamall maður,
og hafði Löbner verið skipaður til þess að gegna amtmannsverkum
ásamt honum.