Skírnir - 01.01.1925, Page 230
216
Nolseyjar-Páll, þjóðketja Pæreyinga.
[Skírnir
með samskotum. En svo var mikil ekla á gangsilfri í eyjunum,
að þeir gátu ekki lagt fram peninga, heldur peysur. Páll spurðist
þá fyrir hjá yfirvöldunum, hvort sjer vœri leyfilegt að flytja 2000
færeyakar peyRur til Kaupmannahafuar. Honum var svarað, að
hann hefði ekki leyfi til þess að hafa ueitt með sjer nema skip3-
vistir, hins vegar gæti hanu sent peyaur með skipum Aærzlunarinn-
ar. Þá fór Páll þess á leit, að peysurnar yrðu seudar með
hinu fyrsta skipi verzlunarinnar, sem fara ætti til Danmerkur, svo
að þær skemmdust ekki í varningsskálunum í Færeyjum. Yerzlun-
arstjóri kvaðst ekki geta gefið honum neitt ákveðið loforð um það.
Svo fór, að Páll hafði með sjer 300 peysur og kvaðst þurfa að hafa
þær til sængurklæða á skipinu. En þegar til Kaupmannahafnar
kom, voru peysurnar þegar gerðar upptækar, og þverneitaði verzl-
unarnefndin að skila þeim aptur, þsgar Páll fór fram á það. Sömu-
leiðis þverneitaði nefndin honum um leyfi til þess að hafa nokkurn
farm heim með sjer aptur til Færeyja.
Um þessar mundir fór Friðrik konungsefni með ríkisstjórn í
Danmörku, því að faðir hans (Kristján 7.) hafði verið geðveikur
mestan hluta ríkisstjórnar sinnar. Konungsefni sat um þessar
mundir suður í Kfel, og fór Páll og hinir nefndarmenuirnir þangað
til fundar við hann. Konungsefni veitti þeim áheyrn og veikst
hið bezta undir málaleitanir þeirra. Hann tjáði sig hlynntan því,
að vöruverð yrði fært niður í Færeyjum. Ennfremur lagði nefndin
fram fyrir hann bænarskrá um það, að Færeyiugum leyfðist að taka
að sjer vöruflutninga fyrir verzlunina, því að þeim væri nauðsyn-
Isgt að kunna eitthvað til sjómennsku, ef konunglegri náð þókn-
aðist að gefa verz'uniua frjálss. Þess var einnig getið í bænar-
skránni, að Færeyingar treystu sjer til að kaupa hæfilegt skip
með frjálsum samskotum. Konungsefni Ijet sjer og skiljast, að
þetta væri mikið nauðsynjamál, og tók vel á öllu. Þóttist Páll nú
hafa vel sýslað, því að þetta hafði frá upphafi verið aðaláhugamál
hans.
Það er bersýnilegt, að konungsefni hefir getizt vel að Páli og
fenglð traust á lionum. í brjefi til rentukammersins 31. júlí 1807
segir liann, að Páll hafi smíðað hið fyrsta sklp í Færeyjum, og sje
skylt að örva slíka atorkumenn, en leggja ekki stein í götu þeirra.
í sama brjefi skipar liann, að Pali sje leyft að selja peys-
urnar, sem gerðar liöfðu verið upptækar, og ennfremur að haun fái
farm í skip sitt heim til Færeyja. Ilinn 7. ágúst skrifar konungs-
efni rentukammerinu aptur. Hafði rentukammerið sent honum