Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 231
Skírnir]
Nolseyjar-Páll, þjóöhetja Færeyinga.
217
álitsskjal um málaleitanir Fœreyinga og lagzt á móti því, áð vöru-
verð í Færeyjum væri lækkað, því að konungur hefði grætt 37,397
rd. á færeysku verzluninui hin síðustu fimm ár. Ivonungsefni svar-
ar, að þetta sanni ekkert annað en það, að Færeyingar hafi borg-
að 37,397 rd. fram yfir sannvirði þess varnings, sem þeir hefðu
keypt, og gefur þó í skyn, að eitthvað fram yfir hina nefndu fjár-
íhæð kunni að hafa runnið í annara vasa (»at noget deraf er
henledet paa Afveje«).
Allt þetta sýnir og sannar, að Páll hefir ekki farið erindis-
ieysu suður í Kiel. Honum hefir tekizt að vinna konungsefni eða
ráðgjafa hans á sitt mál. Virtist nú allt leika í lyndi, en þá gerðust
ailt í einu þau tíðindi, sem kollvörpuðu öllum framtíðarvonum hans.
Engiendingar sögðu Dönum stríð á heudur upp úr þurru, skutu á
Kaupmannahöfn í byrjun septembermánaðar og höfðu síðan danska
fictann heim með Bjer. Eptir það lenti Danmörk í sjö ára ófriði
við Engiendinga og komst á heljarþrömina, Þarf ekki að geta
þess, að þá var ekki tóm til að sinna Færeyjamálum.
Páll var í Kaupmannaböfn þegar þessi tíðindi gerðust. Haun
fjekk leyfi hins enska admfráls tii þess að flytja korufarm til Fær-
•€yja, og var honum tekið fegins hendi, þegar heim kom, því að
þá var þegar orðinn hinn mesti bjargarskortur í eyjunum. Á
liinum næstu árum varð þar hin mesta hungursneyð, svo að menu
urðu að leggja sjer þang og þara til munns. Fundust menn jafn-
vel dauðir í fjörubotðinu með þangblöð í munninum. Þá tóku
Englendingar og vígið í Þórshöfn og ónýttu það. Varð ekkert um
varnir, og hafði Páll þó áður gert Löbner þess vísari, að hann ætti
von á gestum, og reynt að stappa í hann stálinu. En Löbner
missti ráð og rænu þegar á hólminn kom, og gaf upp vígið án
;þess að hleypt væri skoti úr byssu. Var hans þó ekki óvænna
en þeirra, sem að sóttu. Nokkru seinna kom enskt ræningjaskip
til Þórshafnar, og hjet skipatjórinn Gilpiu. Fjellust þá yfirvöld-
unum gersamlega hendar, svo sem vonlegt var. Sendu þá Nols-
eyingar eptir Páli, því að bæði þeir og aðrir áttu nú öll sín ráð,
þar sem hann var. Páll kom og á vettvang og sýndl þá enn
Kvatleik sinn og áræði, en ekki verður sagt frá þeim atburðum
hjer, enda gat hann vitanlega ekki afstýit þvf, að ræningjarnir
gripu allt, sem þeir fengu hönd á fest. Síðan hjelt Gilpin til
íslands og rændi þar, svo sem kunnugt er.
Nú svarf neyðin svo að Færeyingum, að ekki mátti svo búið
«tanda. Hjelt Páll þá enn af stað á Royndinni sumarið 1808