Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 232
218
Nolseyjar-Páll, þjóðhetja Pæreyinga.
[Skírnir
og hafði meðferSÍ8 bænarbrjef til sjóliðsstjórnarinnar á Englandi um,
að honum yrði leyft að hlaða skip sitt með matvælum og sigla
því síðan til Færeyja. En skip hans var tekið við Jótlandsskaga
og flutt til Gautaborgar. Páli tókst með miklum erfiðismunum
að fá leyfi til þess að fara til Lundúna og tala þar máli landa
sinna. Þar veitti ræðismaður Dana honum góða aðstoð, og fjekk
Páll því framgengt, að lofað var að skila aptur öllu, sem þeir Gilpin
höfðu rænt frá eitibtökum mönnum og ekki var ríkiseign. Enska
Btjórnin ljet og kaupa skip handa Páli og ferma það matvælum,
gegn því einu, að hann lofaði að sigla því aptur til Englands og
hafa þá færeyskar afurðir meðferðis.
Þetta máttu heita góðar málalyktir, enda beið Páll nú ekkl
boðanna og ljet í haf. En síðan hefir ekkert til hans spurzt.
Menn biðu hans auðvitað með óþreyju og eptirvæntingu heima i
Færeyjum. En þegar öll von var úti, gaus sá kvittur upp, að
verzlunarnefndin í Kaupmannahöfn hefði bruggað honum banaráð.
Hjelzt sá orðrómur lengi BÍðan í Færeyjum, og ekki er dr. Jakobsen
fjarri því að leggja nokkurn trúnað á hann. En þó er sú tilgáta
svo glæfraleg, að ekki er gerlegt að henda reiður á henni.
Páll var rúmra 42 ára þegar hann fjell i valinn og getur
enginn gizkað á, hverju hann hefði fengið á orkað, ef honum hefðh
orðið lengri lífdaga auðið. Það eitt er víst, að hann hóf þjóðlíf
Færeyinga á hærra stig þau fáu ár, sem hann starfaði í eyjunum,
enda vantaði lítið á, að honum hefði auðnazt að sverfa einokunar-
hlekkrna af þjóðinni. A starfsárum hans fór hreinn og hressandi
loptblær yfir eyjarnar, og embættisspillingunni var sýnt í tv»
heimana. Því var ekki að furða, þótt Færeyingar hörmuðu hann
sárt, er hann hvarf í sjóinn, eins og Ólafur konungur við Svoldur.
Þeir stóðu nú uppi sem höfuðlaus her, enda mun það sjaldgæft,
að nokkur þjóð hafi beðið svo óbætanlegt tjón sem Færeyingar,
þegar þeir áttu honum á bak að sjá.
Þó voru til þeir menn í Færeyjum, sem grjetu hann þurrum
tárum. Hinn 7. apríl 1809 segja þeir Hammershaimb og Löbner
í brjefi til rentukammersins, að allt hafi verið rólegt1) í eyjunum
um veturinn; þakka þeir það fjarveru Páls og þvi, að »kumpánar
hans« (»con80rterne«) hafi nú hægt um Big, er allt sje óvíst um
örlög hans! Það var og engin furða, þótt embættismönnunum
yrði nú hughægra, því að eptir þetta fengu þeir að vera í friði
til æviloka.
En Færeyingar urðu enn að taka á þolinmæðinni. Þeir fengu
loks verzlunavfrelsi 1. janúar 1856, nálega 47 árum eptir dauða-
Nolseyjar-Páls.
1) Fólkið svalt raunar heilu hungri.