Skírnir - 01.01.1925, Síða 236
'222
Ritfregnir.
[Skírnir
í ölliun þessum myndatöflum og nafnaskrám er feiknannikinn fróð-
leik að finna.
Pað sem kelzt má setja út á bókina í heildinni við fyrstu ólitn-
ing, er það, hversu letrið á henni er afarsmátt. pað er mikil augna-
raun að grína í hana til lengdar, án stækkunarglers. Vitanlega er
þetta gert til spamaðar og sömuleiðis er þessi letursmæð algeng tízka
í enskum orðabókum (og víðar), en það er alls eigi eftirbreytnis-
vert fyrir því. Letrið hefði eigi átt að vera smærra en á dönsku orða-
bókinni nýju, sem kennd er við V. Dalerup. Mikil undrasmekkleysa
er það á titilblöðunum (sem að vonum standa þarna hvort á móti
öðru), að frúin Björg Blöndal er nefnd porláksdóttir á öðru en
porláksson á hinu. petta era aS vísu smámunir, en gerir þó mjög
óþægileg óhrif á allan þorra manna. Skrítið er það og, að á íslenzka
titilblaðinu, er orð, sem vantar í bókina sjálfa, nfl. „aðal-samverka-
maður“, en það gerir vitanlega lítiS til. v—
Höf. getur þess í formálanum, að bókin sé engin stafsetningar-
orðabók, enda er hún fjarlæg því að vera nokkur fyrirmynd í því
efni. t. d. að rita „hjyggi“ (af ,,köggva“), en sýna alls ekki réttu
myndina „hyggi“ sem þó mun engu ótíðari vera í talmáli, o. fl.
þ. li. Sarnt liefði hann eigi átt að leiðast í það uppátæki, að sleppa
alveg z úr íslenzkum orðum og stafrófi. Flestir málfróSir menn hér
heima eru algerlega mótfallnir því aS gera z burtrækt úr íslenzku
ritmáli og hafa margar óstæður fyrir sér, bæði málsögulegar og hag-
rænar. Um fram allt má þó telja það mjög illa tilhögun, að grönnum
og breiSum sérhljóðum er algerlega ruglað saman og öll liljóðfræði
eða eiginlega hljóðagreining og munur þar gersamlega að vettugi
virt. parna eru orð t. d. með a og á, i og í o. s. frv. sett saman í
eina bendu. Fyrir þetta er miklu óhægra að finna orðin í bókinni,
en svo er þetta málfræSilega og hljóSfræðilega alveg rangt. I fom-
málinu má þó segja, að eigi sé verulega rangt, að telja t. d. o og ó
eða u og ú sem einn staf, af því að þá var hljóðið í báðum nákvæm-
lega iS sama og munurinn einungis hljóðdvalarmismunur. pess vegna
hafa og þeir af eldri orSabókahöfundmn, sem fremja þessa samrugl-
un, mjög mikla málsbót. En í nýja málinu er um enga slíka afsökun
að ræða, heldur er þetta alrangt, því nú hafa þessir stafir t. d. o og
u allt annað hljóð en ó og ú. p’að er alveg óhætt að fullyrSa, aS
t. d. i nú sé líkara e keldur en í og að u sé miklu svipaðra o keldur
en ú. Slíka hluti má því alls eigi gera í nýmáls-orðabókum. petta
er líka í fullri mótsögn við þá sérvizku höf. að blanda saman í bók-
inni i og y sem og í og ý. par hefir höf. þó ómótmælanlega viS þau
rök að slyðjast, að þessi liljóð eru nú síðan um 1500 fallin saman
í eitt, og því beri eigi að greina þau sundur. En þá má því síSur
slá saman í eitt tveimur ólíkum hljóSum eins og a og á o. s. frv.
Hljóðfræðilega væri öllu skárra að slá u og ö saman, því þar er lík-