Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 237
-'Skírnir]
Ritfregnir. 223
ingin meiri, en vitanlega dettur enguni þó slík vitleysa í liug. En
hvaö sem þessu líður, þá er það nú (seni kunnugt er), enn þá fö;st
veuja í riti aS greina stafina i og y í sundur, og ekkert útlit fyrir,
fyrst lengi vel, að því verði hætt. pess vegna var þá lília ótækt að
fara að rugla þessu saman og það gerir notendum bókarinnar töf og
ógagn. parna er heldur eigi einungis tveimur stöfum hlandað sam-
an einsog í hinum tilfellunum, heldur beint fjórum. pað er fullerfitt
.stundum, í þessu smáletri, að finna orðin, þótt eigi sé aukið á vand-
ræðin meS slíkri samsuðu.
Sumt af orðum, sem eru nokkuð algeng í ritmálinu, vantar í
bókina, en slíkt þarf engan að furða, úr því að hér er um algert ný-
virki aS ræða. Hitt er meiri furða, hversu miklu höf. hefir orkað
að ná. Af orðmn sem vanta, má t. d. nefna „lágspil“ (en þó
,,háspil“) og ,,(aS) lopa“ (en þó ,,lopi“), en af dæmrnn upp á vönt-
un merkinga má nefna t. d.: „petta líSur úr e-m‘í eða aðeins: „þetta
líSur úr“ (sbr. verkurinn leið úr fætinum“), en þó hefir bókin
„eitthvað líður e-m úr huga eða minni.“ En þetta er ekki nema al-
veg eðlilegt og miklu minna en við mætti búast. Við merkingamörgu
sagnirnar og margræðu fyrirsetningarnar, má geta þess, að oft er
mjög seinlegt að finna hvar merkingum skiftir. par hefSi helzt þurft
að vera sundurgreining með nýrri línu, einkmn líka þegar letur er
■smátt. paS getur oft verið tafsamt í slíkum orðum, er stundum ná
yfir.fleiri en einn dálk, aS finna þá merkingu, sem aS er leitað.
Af nýmálsorðum er ýmislegt tekið, sem að vísu finnst í talrnál-
inu, sem alls eigi er algent, og þó ómerkt látið vera, t. d. „aftur-
batapíka“, en aftur eru önnur orð í bókinni, sem ekki eru annað en
afbakanir iir útlendmn málum, t. d. „(að) hala“, „sella“, „genverð-
ugur“, „espos“ o. s. frv.; þau eru aS vísu oftast merkt, en margir
líta svo á, að þau hefði, sumhver, mátt missa sig alveg, af því að
upptaka þeirra í bókina muni veita þeim nokkra helgi eða jafnvel
þegnrétt í málinu. En hvað sem mn þaS er, þá hefði þó íslenzka meS-
heitiS (ef til er) jafnan átt að standa með, en svo er þó stundum
■ekki gert. Við alíslenzk orð eru meðheiti iðulega sett við orðiS, t. d.
„refur“ (,,tófa“) og er það góður kostur, en engu síður hefði það
ótt aS gera við útlendu flækingsorðin, til þess að beina fólki á réttu
götuna. Annars er orSiS „sella“ ljótt orð í íslenzku, þótt vor góði
grasfræðingur Stefán heitinn Stefánsson léti þá slettu óprýða rit
-sín. Slíkar slettur eru þar miklu verri, heldur en þær kæmi fyrir í
einhverjum ómeikilegmn ritverkum. par á móti er orðið ,,fruma“,
sem Helgi heitinn Jónsson hafði um þetta sama, mesta ágætisorS, svo
betra hefði veriö að geta þess sem meðheitis þama. Einn góður kost-
ur góðrar orðabókar er sá aS veita góða stuðningu til þess aS orS-
skrípum fækki en snjallyrðum fjölgi, bæði í tali og riti. Stundum
>eru þessi útlendu flækingsorð alls eigi merkt, t. d. „sellufjölgun“,