Skírnir - 01.01.1925, Page 238
224
Bitfreguir.
[Skírnir
„(aS) hakka“, í merkingunni „saxa‘í, o. s. frv„ og er það, eflaust, svo>
orðið af vangá. Annars vildi eg helzt að þessu „hakka“ hefði verið-
sleppt. Eg veit eigi til, að nokkur skepna „hakki“ á réttri íslenzku
aörar en hundar, er þeir éta þykkvan graut. pótt nú fávísar konur-
og ófróðir kaupmenn noti orðið „hakka“ í merkingunni „ saxa“, þá
er það hlutaðeigendunum sjálfum beinlínis til vansa. peir sem búa.
til skildin utan á búðirnar fj'rir þessa matsala eru líka svo illa að sér
í íslenzku máli, að þeir penta orð, sem „álegg“ (sem þýtt gæti „áls-
egg“), ,,kjötfars“ og önnur slík málsaflægi, útan á sölubúðirnar.
petta heitir þó á íslenzku þeim einföldu nöfnum „brauðálag“ og-
„ketkássa“. Um orðið „espos“ (f. ,,export“) þarna í bókinni má.
geta þess, að það er eigi annað en aumleg eftirherma eftir málhölt-
um mannaumingja. Slíkar orðleysur þótt í skáldritum finnist, fæ égr
eigi skiliö að orðabækur eigi að tína upp En jeg veit, að höf. muni
þarna svnra mér því, að sín stefna við sanmingu bókarinnar hafa
verið þveröfugt við þetta. Hún sje sú, að orðabækur eigi að liirða sem
inest að hægt er, af lægstu skrílmáls orðskrípum, engu síður en fyrir-
myndarorðin. Um þetta verður, vitanlega, hver að hafa sína skoðun..
Við athugun á þessari góðu orðabók, getur manni stundum líka þótt
leitt, að sum ritverk, þar sem eflaust er ýmisra góðra orða að vænta,.
eru eigi orðtekin fyrir hana, t. d.1 SiSfræði Helga Hálfdánarsonar og-
HeljarslóSarorusta Benedikts Gröndals, en aftur skuli vera vandlega
orðtekin og hirt öll leið torfyrði úr ritum Stepháns G. Stephánsson-
ar, t. d. „sjálfeldi“, „sjálflærast“ o. m. fl. Sá maður er stundum ekki.
til eftirbreytni um orðbragS.
Ennfremur má geta þess, að stundum virðist óþarft aS koma.
með sumar hálfvitlausar orðasamsetningar frá síSustu áratugum. par
væri betra að sumt sem vantar væri komið í bókina í staðinn. Af'
slíkum orðum er helzt að nefna þau, er enda á „verksmiðja“ eða
„vinnustofa“, t. d. „klæðaverksmiðja“, „trésmíðavinnustofa“ o. fl.
A réttri íslenzku heitir það mjög einfaldlega „klæSasmiðja“, „tré-
smiSja" o. s. frv. (sbr. járnsmiðja, prentsmiðja o. m. fl„ og ennfiv
trésmiður, steinsmiSur o. fl.). petta horfir svo viS, að latnesku orð-
in „faber“ og „fabriea“ þýða á íslenzku „smiSur“ og „smiðja“ í þeim:
útlendum tungum, er nota þessi tökuorð. Samkvæmt því er t. d. gos-
drykkjasmiðja, smjörlíkissmiðja o. s. frv. réttu íslenzku orðin í þess-
um tilfellum, en eigi „verksmiðja“, nema þegar orðiS stendur frá-
laust og ótiltekið er úr hverju efni er unnið eSa hvað þar er búið til.
pá má minnast á þaS, aS bókin tekur upp ýmis ný rangyrði,.
það er aS segja orð, sem eru bandvitlaust mynduð, og lætur með
öllu ómerkt, eins og ekkert væri við þau athuganda; t. d. „hegurð“..
Eg veit eigi vel, hver fyrstur hefir komiS með þessa málleysu, eit
sumir menn, sem þó verður að telja málfróSa, hafa glæpzt á þessu
orði og tekið þaS fyrir góða vöru, öldungis eins og þeir haldi að r