Skírnir - 01.01.1925, Síða 240
226
Ritfregnir.
[Skirnir
atriöi eins og líka mörgu ö'öru, mun orðabók þessi eiga Jóni kenn-
ara Ófeigssyni, athygli lians og glöggskyggni, feiknin öll að þakka.
Bókin er samin handa Dönum aðallega, enda er þeim sjálfum og
um leið öllum Norðurlandahúum kostafengur í þessu ritsmíði. Með
hjálp hennar geta þeir kynnt sér nútíöarmenningu vora og mál á öll-
um sviðmn. En aðrir útlendingar, sem dönsku kunna, njóta þar líka:
góðs af. Og þó er oss Islendingum sjálfum mestur gœðafengur f
þessu þarfaverki, því að bókin verður máttugt meðal til þess að>
kynna útlendingum þjóð vora og land, tungu vora og alla atgervi.
En auk þessa er bókin oss, inn á við, ómetanlegur fjársjóður, því
að áður var (svo sem kunnugt er) algerlega orðabókarlaust í ís-
lenzka nýmálinu, en með henni er lagður traustur grundvöllur undir
orðabókasamning íslenzkunnar í allri framtíðinni. Hún mun jafn-
an verða stórvirkið, sem myndar undirstöðuna fyrir þá, er semja
íslenzkar orðabækur, iivort heldur það eru handhægar skólabækur
eða risavaxnar vísindabækur.
pegar eg svo lít yfir bókina í heild, dáist eg einkum að þrennu
við myndun hennar. I fyrsta lagi áræði og dugnaði Sigfúss Blöndals,
að hrinda verkinu af stað. I öðru lagi að inni undur-frumlegu hug-
kvæmni frú Bjargar porláksdóttur, að stofna orðarbókarsjóðinn með
tekjunum af fj'rsta upplaginu, sem gerir það að verkum, að bókin
yngir sig upp sjálf og endurbætir um óendanlega framtíð. pannig
þyrfti það að vera með fleiri orðabækur, en þarna gerir inn beini
styrkur ríkissjóðanna beggja til fi’umútgáfunnar þessa háu hugsjón
að fullu framkvæmanlega. I þriðja lagi: vandvirkni og nákvæmni
Jóns Ófeigssonar við alla umsjón og stjórn á prentun bókarinnar og
prófarkalestri. Slík vandaverk leysa engir algengir meðalmenn svona
snilldarlega af hendi. pað er vissulega rétt, einsog líka aðalhöf. lætur
í ljós í formálanum, að bókin eigi umbótum lians og umsýslu feiknar-
margt gott að þakka. Að endingu má svo geta þess, að allur ytri frá-
gangur á þessu vandasama stórvirki, í prentsmiðjunni Gutenberg,
er prýðilegur og íslenzkri prentiðn til stórsóma. pakka eg svo, í nafni
íslenzku þjóðarinnar, fyrir þetta veglega verk, öllum þeim, sem hafa
stutt það og styrkt á einhvern liátt.
Reykjavík, í ágúst 1925.
Jóliannes L. L. Jóliannsson.
Jón I'orláksson: Lággengi. Rvík 1924.
T foimálanum fyrir riti þessu fer höf. nokkrum afsökunarorðum’
um, að hann, sem ekki hafi undirbúningsmentun í þjóðmegunar-
fræði og hagfræði, skuli ráðast í að skrifa um slíkt vandamál sem
gengið er. Svo sýnist, sem liann vilji leggja öðrum í munn orðin r