Skírnir - 01.01.1925, Page 241
Skírnii]
Ritfregnir.
22 T
„Quid Saul inter phrophetas", þ. e.: á að telja Sál með spámönnun-
um! En þegar fjánnálaráðherrann ver minst sex mánuðum af hinmn
dýrmæta tíma sínum til þess að kynna sér og skrifa um þetta flókna
og erfiða áhyggjumál hins mentaða lieims, þá ætti það að hafa lík.
áhrif á sérfróða menn, sem herlúðurinn hefur á gamlan riddara-
liðshest.
Iíver, sem ritar mn þjóðmegmiarfræði eða pólitík þjóðmegunar-
fræðinnar, verður að búa til fjölda af orðum yfir hugtök, sem koma
fyrir þar, og íslenzkan er svo úr garði gerð, að hún getur ótrúlega
mikið. Nýgerfingar höf. era flestir góSir; „hjöðnun“ yfir deflation
er ágætt orð, aftur á móti fellur „bólga“ yfir inflation lakar, en.
„kaupgeta“ og „spákaupmenska“ sýna hvort fyrir sig vel hvað átt
er við.
I rit.inu eru fjórar blaðsíður, þai’ sem sýnt er með línuriti gull-
verð, seSlaverð og vöruverð og í hvaða hlutföllum það hafi staSið-
pað er langstyzta lýsing á ástandinu, sem unt er aS fá. Enginn nema
sá, sem hefir fengist mikið viS hagfræðisútreikninga, getur gert sér
í hugarlund, hve mikil skýrslusöfnun og hve afar miklir útreikningar
eru undirstaSan undir þessum blaðsíðum, nema þeirri fyrstu. Á
þremur síðustu blaðsíðunum er saga gengismálsins í landinu frá 1914
—’24. Auk þess er fjöldi af liagfræöistöflum víðsvegar í ritinu.
Með því rúmi, sem ætlað er í tímaritinu, er ekki unt að skrifa
eiginlega ritsýn yfir bókina. Lággengi Jóns p'orlákssonar er svo efnis-
ríkt, aS furðu sætir. par eru höfuSdrættir þjóðmegunarfræðinnar y
þar er stutt yfirlit yf'ir bankasögu NorSurálfu; þar er mjög víðtæk
lýsing á efnahag landsmanna meðan á styrjöldinni stóð, sem alt lýtur
aS gengisbreytingunum, og lýsingin er, þó hún sé ekki löng, mjög
fullkomin og svo nákvæm, sem hún verður gerð.
Höf. leggur til grandvallar fyrir öllum gengisrannsóknum sín-
um þá seiningu, aS verölag ákvarðast af hlutfallinu milli vörumagns-
ins annarsvegar, og peningamagnsins hinsvegar, og útlistar það skýrt
meS dæmum. Síðan bætir hann við niðurstöSu Cassels: „Hækkun
verðlags og aukning seSlaveltu hljóta að fylgjast aS, og fölsk kaup-
geta er hin sameiginlega orsök til hvorutveggja.“ pað er alt miðað
viS einangrað land. En þessi regla er ekki án undantekninga og það
bendir höf. líka á. 1886 var Landsbankinn stofnaSur og gaf lit %
milj. króna í seðlum, án þess að nokkurrar vei'ðhækkunar yrSi vart.
Stjómin, sem hélt lionmn undir sldm, vissi vel, að peningaveltan í
landinu hlaut að vera lþó miljón, og af henni hafa að líkindum hálf
miljón króna farið lit úr landinu, þegar seSlamir komu, og höf. lít-
ur svo á, sem það hafi átt sér staS. Hitt dæanið, sem höf. nefnir, er
stofnun íslandsbanka með 3 miljónum króna (kaupgeta) og seðla-
útgáfurétti, sem var lítið notaður framan af. Um það farast höf. svo
orð: „pessi inngjöf hefir boriö svo glæsilegan árangur, aS það mun
15*