Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 242
228
Ritfregnir.
mega leita vel til þess, að finna innan Norðurálfunnar nokkurn hóp
90000 aianna, sem tekið hafi jafnmiklum efnalegum framförum á
10 ára tímabilinu 1904—’14, og þessi þjóð, sem verið befir öldum
saman mesta kyrstöðuþjóð álfunnar í efnalegu tilliti.“ Landsmenn
voru bændaþjóð, er bankinn kom, en bændaþjóð hefir ekki peninga, þó
hún hafi eignir. En svo mikla þýðingu hafði þó Cassels-kenningin
hér, að bæði fastir og lausir fjármunir komust í nokkurt verð. En
það er sama sem að peningarnir félli nokkuð frá því sem áður var.
Um sama leytið féllu þeir í NorSurálfu líka. Yerðfallið var líkt
liér og þar, svo það er rétt sem höfundurinn segir, aS peninga
aukningin gaf glæsilegan ávöxt án þess að hafa neinar skaðlegar af-
leiðingar hér.
Ritið kemur svo fyrir sjónir, seni þaS sé skrifað af skörpum
og skýrum prófessor fyrir lærisveina sína. pó lesandinn þykist mál-
inu sæmilega kunnugur, getur hann hvergi stutt niður fingrinmn og
sagt „hér vantar þetta“ eða ,,hér vantar hitt.“ Alla nýju liöfund-
ana, sem um málið hafa skrifað, eins og Keynes og Cassel, þekkir
hann. Alla vegina út úr ógöngunum þekkir höfundiu'inn, og. þó hann
í síSasta kafla bókarinnar eldvi láti í ljós livem .yeginn hann muni
velja, þá er tæpast að efa, að liann vill að krónan nái gullverði sínu
aftur. Höfundurinn bendir á ráSin til aS hækka gengiS: Að koma
fjárlögunum í jafnvægi, borga upp ríkisskuldimar, og sama verSa
stæmi sveitarfélögin að gera. Halda rentunni hárri, sparsemi fyrir
einstaka. Yerkamenn verða aS sætta sig við að launin lækki
þegar krónan hækkar. pað eru fómir á fómir ofan, sem mann-
félagið verður að færa. Og svo þungar eru þær, að allir framsæknir
menn og athafnamenn Danaveldis, sem börðust við að hækka seðil-
gengið um 33% frá 1813—’45 urSu fyrir svo miklum vonbrigSum,
aS öll sú kynslóð varð svartsýn í flestum efnmn, er lifaö hafSi æsku
sína á þeim tímum.
Höf. talar um að stýfa krónmia, sem eina aðferðina, og tokur
frant á móti því, aS íslendingar geti tæpast haft neina aðra gengis-
pólitík en krónulöndin norrainu hafa; því er miSur, að þetta mun
vera rétt og satt, því krónumar okkar verða ávalt svo fáar, að
maSur, sem ræSur yfir einni eða tveimur miljónum, getur spent þær
upp og niSur til stórskaSa. Keynes gafc ekki látið Englendinga
stýfa pundið um 5 eSa 10%. Ríkið lánaði heldur í Ameríku 200
milj. dollara til að leysa inn pundin, sem brezka ríkið átti úti.
Cassel gat ekki fengiS Svía til að stýfa sænsku krónuna. En Einnar
og Eistlendingar fóru að hans ráðum. pein-a peningar voru niður
í 14% af gullverði. Sá vegur væri að líldndum ófær fyrir Islend-
inga, sem verða víst aS fylgja Norðurlöndum, ef peningarnir þeirra
eiga ekki að vera fótbolti, sem allir kaupspámenn sparka í allar áfctir.
Höfundurinn segir frá þriðju a'Sferðinni, sem vel má kalla þýzku