Skírnir - 01.01.1925, Side 244
-2.0
Ritfregnir.
[Skírnir
róttækari. Hann ber fram tillögur um nýja tilhögun á þingkosning-
um, á ráðherravali, á eftirliti með starfsmönnum þjóðarinnar og með
blöðunum, og hann vill meira að segja finna ráð til að koma í veg
fyrir styrjaldir milli þjóða. Hér er ekki rúm til að lýsa tillögum hans
nánar. Eftirtektarverðust þeirra allra er tillagan um mælikvarðana.
Hann vill láta dæma alla starfsmenn þjóðarinnar eftir verðleikum
þeirra. Yerðleikana vill hann finna með vísindalegu mati og mælingu
á störfum hvers einstaks manns og árangri þeirra. Mælingin á að
segja, hvers virði þjóðfélaginu séu störf mannsins. Nái hann ekki
tilteknu lágmarki, verður liann að láta af starfa sínum. Iiöf. gerir
:síðan grein fyrir því, hvernig hann hugsi sér mælikvarðann lagðan á
nokkra flokka embættismanna. pað eru sjálfsagt allir sammála um
það, að það væri stórkostlegt framfaraspor og vænlegt til mikilla
þjóðþrifa, ef mönnum auðnaðist að finna slíkan mælikvarða. En
iiitt dylst ekki, að víða muni það reynast örðugt og að langt muni
þess að bíða að fundnir verði algildir mælikvarðar á hvert það
■starf, sem unnið er í þágu þjóðfélagsins. En hitt er jafnvíst, að sun;-
staðar má finna slíka mælikvarða og að það mundi verða til mikilla
bóta að taka þá þar upp. Að því ætti að stefna, að þreifa sig áfram
með þá, þá er víst, að reynslan kennir mönnum smátt og smátt að
umbæta mælikvarðana og fjölga þeim.
Margt er eftirtektavert í öðrum tillögum höf. og bókin er skemti-
lega rituð eins og alt sem frá hans hendi kemur. Ekki munu þó allir
verða höf. jákvæða um sumar tillögur hans, og skal eg játa það, að
-eg er honum ósamþvkkur í ýmsuni efnum. En hann á samt miklar
þakkir skilið fyrir bókina. pó þar væri ekki annað nýtt að finna en
tillögu hans um mælikvarðana, þá er hún ein nóg til þess að gefa
bókinni varanlegt gildi. I henni felst sú hugsun, að vísindin, reynslu-
vísindi, eigi að ráða stjórnarfarinu og lúka dómsorði á það. En það
á ekki að takmarka það við stjórnarfarið eitt. Mönnum verður að
skiljast það, að stjórnmálin yfirleitt og meðferð þeirra eru í eðli
sínu vísindi, reynsluvísindi, og það einliver liin örðugasta vísinda-
grein, og að það því þarf annað og meira til að fást við þau svo í
lagi sé en að geta krotað kross á pappírsblað skammlítið eða varla
það. — Ó. L.
Islnnd i Fristatstiden af Valtýr Gtiðmundsson. Köbenhavn 1924.
Bók þessi er gefin út í alþýðuritasafni dönsku. Hafði áður kom-
ið út í því safni bók sama efnis, þ. e. bók Roseubergs: Traik af
Livet paa Island i Eristats-Tiden (1871), ágæt bók á sínum tíma, en
nú orðin úrelt. A þetta rit próf. Valtýs að koma í liennar stað. Get-
ur höfundurinn þess í formála, að fyrir þessa sök sé ritið eigi svo
ítarlegt sem hann hefði á kosið. En hann kveðst vilja, að ritið verði