Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 245
Skirnir]
Ritfregnir,
231
mönnum nolckuð yfirlit yfir sögu og menningu lýðríkisins og til
leiðbeiningar við lestur íslenskra fornrita. petta hvorttveggja hefir
honum tekist ágætlega. Efninu hefir hann skift í 7 kafla, um fund
landsins og landnám, um stjórnarskípunina, um daglegt líf mánria,
svo sem húsaskipun, klæðaburð, tímatal, lögaura og skemtanir, um
ieimilislífið, um kristnitökuna, mn kirknaskipun og sagnaritun og
-svo loks um lok lýðríkisins. Hefir hann komið fyrir furðulega
miklu efni í ekki lengra riti. Bókin er ljóst og skemtilega skrifuð,
.ágætt alþýðurit og verður vafalaust til þess að auka þekkingu al-
mennings í Danmörku á íslandi og hvetja til lesturs fomrita vorra.
Væri æskilegt, að jafn glöggt rit um þetta efni væri til á íslenzku, því
•Gullöld íslendinga eftir Jón Aðils er löngu or'ðin uppseld og tor-
fengin.
í alþýðuriti, slíku sem þessi bók er, er ekki við miklum nýjung-
um að búast. Höf. ber þar þó fram eina eftirtektarverða nýjung.
Eins og kunnugt er, segir Njála frá tillöguin Njáls um breytingu á
-stjórnarskipun landsins og samþykt þeirra. Prásögnin er óljós og
fer í bága við aðrar lieimildir og hafa menn því hingað til lítið
mark á henni tekið. Höf. skýrir þessa sögu með nýjum hætti. Tel-
ur hann Njálslögin eina merkustu breytinguna, sem á stjórnarskipun
landsins hafi orðið. pá fyrst hafi meðráðamennirnir fengið sæti í
lögréttu og þá liafi það verið lögtekið, að afl atkvæða réði við
-setningu nýrra laga. En tillögur Njáls telur hann liafa gengið enn
lengra, hann hafi lagt það til, að öll lögréttan skyldi kosin. Um þessa
kenningu liöf. skal ekki dannt að svo stöddu, en hann gefur það í
skyn, að hann muni síðar færa vísindaleg rök fyrir henni.
pó margt og mikið hafi verið ritað um sögu og menningu Is-
lendinga að fornu, þá er þar mörg gátan óráðin enn og skiftar skoð-
anir um margt. pess vegna er það eðlilegt, að í riti eins og þessu
sé ýmislegt, sem allir eru ekki sannnála um. Hér er ekki rúm til að
rekja það nánar; eg skal aðeins láta mér nægja að minnast á eitt
atriði. Höf. nefnir forráðsgoðorð þau goðorð, sem Grágás kallar
fuO goðorð og forn, þ. e. goðorð, sem höfðu fulla lilutdeild í lands-
stjórninni. Orðið forráðsgoðorð mun aðeins koma fyrir á einum stað
í fornum ritum, í Hænsna-Póris sögu, en þar er það annaðhvort
■sameiginlegt heiti á goðorðunum þrernur, sem þing áttu saman, eða
það táknar eitthvert eitt þeirra þriggja goðorða og er síðari skýr-
ingin líklegi'i. Á bls. 158 hefir misprentast Sigmund Jónsson í stað
■Jón Sigmundsson.
Bókin er snoturlega gefin út og með nokkrum góðum myndmn.
6. L.