Skírnir - 01.01.1925, Side 246
232
Kitfregnir.
[Sldrnir
Sigfús Blöndal: Islandsko Kulturbilleder. Udgivet af Dansk-is-
landsk Samfund. Ivöbenliavn 1924 (8vo YII -f- 156 bls.).
Dr. Sigfús Blöudal bókavörður hefir oft skrifað greinar um ís-
lenzk efni í ýms blöð og tímarit Norðurlanda. í þessa bók hefir hann
valið 6 þeirra og bætt einni nýrri við. Er hin fyrsta þeirra um Jón
Arason, að miklu leyti útdráttur úr bók próf. Páls Eggerts Ólasonar,
önnur um Tyrkjaránið, þriðja um Skúla Magnússon og baráttu hans
gegn einokunarverzluninni, fjórða um Jón prófast Steingrímsson og
æfisögu hans, fimta um söguþráðinn (Traditionen) í ísl. bókmentum,,
sjötta um Island og Norðurlönd, fyrirlestur fluttur 19. júlí 1915 á
5. norræna stúdentafundinum á Eiðsvelli, og hin sjöunda um hinn
sögulega Fjalla-Eyvind, og hefir hún ekki verið prentuð áður. Yar
það vel rá'ðið af dansk-íslenzka félaginu að gefa þessar greinar út í
einni heild, því að þær bera nafn með rentu: þær eru myndir úr
menningarsögu Islands og hafa hvorttveggja til síns ágætis, að efn-
in eru merkileg og meöferðin góð. Dr. Sigfús Blöndal segir prýði-
lega frá, nær miklu efni í stutt mál, kann vel a'ð velja þau atriðin, er
gefa mvndinni líf og lit, og jafnframt er frásögnin blátt áfram,
hófsöm og tilgerðarlaus. Er varla efi á því, að bók þessi verður
hvarvetna lesin með ánægju frá upphafi til enda. — G. F.
Sig. Kristófer Pótursson: Hrynjandi fslenzkrar tungu. (Drög).
Reykjavík. Utgefandi Steindór Gunnarsson. 1924.
pótt liöfundur bókar þessarar nefni hana „drög“, er hún stærðar-
rit, 438 blaðsíður. Er það athugunarefni og, að eg lield, sérkennilegt
fyrir íslenzka þjóð, að maður, sem er sjálfmentaður, en ekki skóla-
genginn, skuli rita jafnmerka bók, og þessi er. En skólalærdómur-
varpar stundum glýju í augu manna, gerir þá fastskorðaða, kerfis-
bundna og einstrengingslega, svo að það getur verið hagur, að vera
án hans, þótt hann veiti á hinn bóginn kjölfestu og aðhald, sem kem-
ur oft í veg fyrir alt of mikil gönuhlaup.
Bókin er merkileg tilraun í þá átt, að uppgötva þau lögmál, sem
fegurð íslenzks máls fer eftir og er bundin við. Er þar að vísu að-
eins rætt um eina lilið málfegurðar, fagra hrynjandi, en höf. er vel
Ijóst, að fleiri atriði þarf að taka til greina, ef vel á að vera. I aðal-
atriðinu gnmar mig, að höf. hafi rétt fyrir sér, þótt eg hafi að vísu
ekki haft tíma né tækifæri til að kryfja það mál til mergjar eða
rannsaka til hlítar, — að fommenn hafi farið eftir vissum reglum
hrynjandi, er þeir settu saman óbundið mál. En sennilegast þykir
mér, að þær reglur hafi verið þeim ósjálfráðar, líkt og öll íslenzk
skáld hafa frá landnámstíð ort með ljóðstöfiun (stuðlum og höfuð-
stöfum), þótt enginn kynni til skamms tíma þær reglur fram að setja,
sem Ijóðstafasetning hlítir. Höf. vill sanna mál sitt með dæmum úi~