Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 248
234
KitfregDÍr.
[Skírnir
kenning liöf., að Omý (í bréfum frá 1332) geti táknað Onný, er
síöar varð Oðný o. s. frv. (bls. XXXII). Orð þetta hefir keitið og
veriö framboriS Oddný að minsta kosti frá því eftir 700 e. Kr. Á
bls. 10 segir liöf., að af þgf. orSsins megin sé komin tvö sjálfstæð orð,
magn og megn, en orð þessi munu vera komin af tveim hljóðskiftum
myndum í frumgenn. *magana og 'magina, lílrt og ragn- í Ragnar
og regin-; enn er og rangt, að -indi í fornmálinu (bls. 14) sé ætíð
til orðið úr -yndi; -andi gat oröið -endi og síðar -indi.
prátt fyrir þessa og aðra. galla, eru í bókinni margskonar at-
huganir um beygingar miSaldamálsins og í viðaukanum rnn nýjungar
í orömyndun á 16. öld og síSar bendir höf. á ýmsar breytingar, er
tunga vor hefir orSið fyrir. En vart er að treysta um of, þótt ein-
kennilegar orðmyndir eða sérstakui' ritháttur finnist á nokkrum
stöðum í fornbréfas. eða í rímum. Verður nauðsynlegt að fara yfir
megniS af því, sem til er frá miðöldum, og vinna úr öllu því til þess
að rita málssögu vora á því tímabili, og getur þá orðið nokkur stuðn-
ingur aS þessu riti. — A. J.
Rókasafn Þjóðvinafélagsins, II. Sókrates. VarnarræSa Sókra-
tesar, Kriton og Paidon (brot), eftir Platon.
I riti þessu birtist íslenzkum lesendum í fyrsta skifti í samhengi
frásögn snillingsins Platons um æfilok Sókratesar, meistara hans og
vinar. Elestir eða allir mestu trústofnendur og siðameistarar mann-
kynsins eiga sammerkt í því, aS sjálfir hafa þeir ekki fært hugsanir
■ sínar í letur, heldur lærisveinar þeirra. Svo er og mn Sókratcs. Sjálf-
ui' hefir hann, svo menn viti, ekkert ritað og hefir því þekking vor á
honum einungis að styðjast við ummæli lærisveina hans og þá eink-
um tveggja, Platons og sagnaritarans Xenofons, sem á efri árum
reit endurminningar sínar um kennara sinn; eru að vísu skiftar skoð-
anir um sögulegt gildi þess rits. Platon getur Sókratesar mjög víða
í ritum sínum og þannig, að hann lætur hann lialda uppi samræSmn
um ýms efni, eins og liann átti vanda til; en oft er þá örðugt að
greina, hvað séu skoðanir Sókratesar og hvaS Platons. Langgleggsta
mynd af kennara sínum gefur Platon þó í „VarnarræSunni" (eða
öllu heldur „Varnarræðunum", því þær eru þrjár), sem í öllum veru-
legum atriðum mun vera eins og Sókrates hélt hana, þó reyndar sé
hún fremur málverk en ljósmynd, málverk málað af frábærum lista-
manni. I „Kriton“ sýnir Sókrates með rökum fram á, að sér sæmi
ækki að flýja úr fangelsinu. „Faidon“ lýsir síðustu samræðum hans
við lærisveina sína og æfilokum hans.
Til grundvallar er lögð þýSing Steingríms Thorstemsson i liand-
riti í Lbs. 1727 og 1728, en Sigurður Nordal hefir búið ritið til prent-
unar og ritað formála fyrir og skýringar viS. Má því nærri geta, að