Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 249
|Skíruir
Ritfregnir.
235
análið á þýðingunni er ágætt, þar sem tveir svo ritfærir menn á ís-
lenzka tungu bafa lagt sainan. Svo virðist mér samt við samanburð
■sem Stgr. Th. eigi veigamestan þátt í þýðingunni, og þykir mér S.
N. í eftirmálanum við bókina gera fulllítið úr þýðingu Stgr. Th., sem
■er hin vandaðasta og mun sjálfsagt liafa kostað hann töluverða vinnu
•og fyrirhöfn. Get eg naumast varist þeirri spurningu, hvers nafn þýð-
ingin eigi að bera, ef hún á ekki að bera nafn Stgr. Th. pýðing-
in, eins og hún kemur frá liendi S. N., hefir þann kost, að hún er
læsilegri fyrir ahnenning en þýðing Stgr. Th. Fer Stgr. líkt að og
•Gertz (sem eg get ekki verið S. N. sammála um, að gefi daufa hug-
inynd um frumritið í þýðingu sinni), að hann þræðir sem mest orða-
lag grískunnar og þó á sem vönduðustu máli; má um það deila, að
hve miklu leyti þýðandinn skuli reyna að halda stílblæ frmnritsins.
Hefir S. N. allvíða snúið við og breytt orðalagi Stgr. Th., víða til
þess betra, en sumstaðar ekki og víða að þarflausu. Hirði jeg ekki
um að tína til dæmi; skal aðeins nefna einn stað, þar sem eg tel ekki
þýðinguna hafa orðið ljósari við breytinguna; er það í „Varnar-
ræðunni", bls. 23, 14. 1. a. n., þar stendur: „Eg geri það yðar vegna,
svo að þér glœpist ekki á gjöfinni, sem guðinn hefir veitt yður,“
virðast mér orðin „glæpast á“ ekki liafa venjulega merkingu hér
eftir nútíðarmáli og' gera því staðinn torskildari; í frumtextanum
stendur (Apol. 30 D) : „all’hyper hymón, me tí examartete perí ten
tú þeú dósin hymín emú katapsefisamenoj," sem þýðir orðrétt: „held
ur yðar vegna, svo að yður verði ekki eitthvað á (þ. e. gerið yður
■eitthvað brotlega) gagnvart gjöf guðsins yður til lianda, er þér dæm-
ið mig sekan.“ Stgr. Th. þýðir þetta: „þvert á móti geri eg það yð-
ar vegna, svo að yður verði ekki einhver glæpskan við þá gjöfina,
sem g-uð liefir yður veitta“ (með „gjöfinni" á Sókrates auðvitað við
sjálfan sig); þykir mér þýðing Stgr. þar varla vera bætt. — Við
fljótan yfirlestur liefi eg og rekist á tvo staði, sem eg tel rangt eða
óheppilega þýdda; eru þeir reyndar báðir teknir upp eftir Stgr.
Th., en því merkilegra er, að þeir skuli ekki hafa verið lagaðir, sem
þær útlendu þýðingar (eftir Gertz og Jowett), sem S. N. kveðst
hafa haft til hliðsjónar, hafa þýtt þessa staði rétt. Fyrri staður-
inn er í „Vamarræðunni“, bls. 7, G. 1. a. o.: „og félagsbróðir flestra
yðar“, á grísku (Apol. 21 A) : „kai hymón tó pleþei hetairos“, sem
þýðir: „og einn af lýðveldisflokk yðar,“ eins og sögulegt samhengi
sýnir (pleþos = demos). Hinn staðurinn er í „Faidon“, bls. 70, 4.
1. a. n.: Kriton er að segja Sókratesi, að ekkert liggi á að tæma eit-
urbikarinn, hann kveðst vita, að aðrir hafi ekki drukkið eitrið fyr
-«n löngu eftir að þeir höfðu fengið boðin og hafi á meðan etið og
drukkið „og jafnvel svalað fýsnum sínum“. Fyrst farið var að lirófla
við þýðingu Stgr., hefði þó sjálfsagt mátt finna einhverja smekklegri
þýðingu (sbr. Jowett: „and enjoyed the society of his beloved“). •—-