Skírnir - 01.01.1925, Page 251
Skírnir]
Ritfregnir.
237
fji iiefur breyzt í ji í framburði, og skýrir liöf. bæði bvenær sú
breyting hefur byrjað og hvernig á henni stendur. Kaflinn um hljóð-
og áherzlu er að mörgu leyti merkilegur, og margt í honum er
nýtt. En það efni er erfitt viðfangs, og hefir menn greint þar á f
ýmsum atriðum. pá eru einnig ýms nýmæli í kaflanum um hljóðgildi
z í eldra málinu og ennfremur alt það, sem sagt er um sætaskifti
lokhljóöa og bláshljóða í greininni um x. Ault þess er eftirtektar-
vert það, sem höf segir um mjúk hljóð á uudan hörðuni lokkljóðum
■og ekki síður reglur þær, sem liöf. setur fram sem samræmda staf-
setningu á miðaldarritum.
Hjer er ekki rúm til að tína fleira til, enda ætti þetta aö nægja til
að sýna það, að hér er um ýms nýmæli að ræða.
Dómur ver'Sur hjer ekki lagður á kenningar höf. í einstökum
atriðum, en þess má geta, aö þær sýnast vera öfgalausar og heil-
brigðar og vel rökstuddar. Auk dæmanna stj'Sst höf. t. d. oft við
bljóð nútíðarmáls og rím fornljóða, og er hvorttveggja gott til frek-
ari fullvissu í ýmsum atriðum.
Sjálfsagt er fyrir alla þá, er stund leggja á íslenzka málfræði,
að eignsst bók þessa og lesa hana. En auk þeirra getur liver sem
vill haft hennar full not, ef lesið er með atkygli. Eramsetning öll
er ljós og einföld.
Höf. á þökk skilda fyrir bókina. Samning hennár er meira verk
■og vandasamara en margur hyggur og sízt vænlegt til hagnaðar. En
höf. er einn þeirra góðu drengja, sem eitthvað vill í sölurnar leggja
fyrir tungu sína, hvað sem stundarhagnaði líður.
Freysteinn Gunnarsson.
Norvegia Sacra I—IIÍ. Kristiania 1921—1923.
Svo heitir árbók, sem gefin er út að tillilutun biskupa norsku
"kirkjunnar til þess að auka þekkingu á kirkjunni nú á dögum og á
liðnum öldum.
Ritstjóri er Oluf Ivoldsrud prófessor.
I ritinu eru ýmsar merkar ritgerðir, svo sem greinar um bisk-
upsstólinn í Stafangri eftir próf. Ivolsrud o. fl. Safn til kirkjusögu
Finnmerkur (í II. og III. árg.). Um Hauge og trúardeilur þær,
■sem við hann eru kendar og í II. árg. er fróðleg ritgerð eftir prófessor
Taranger um rjettarbætur þær er Magnús konungur Erlingsson gaf
norsku kirkjunni.
Svo eru skýrslur um kirkjulífið í öllum biskupsdæmum Noregs.
pareð kirkjusaga Islands á miðöldunum er nátengd Noregi má
nærri geta,. að í Norvegia Saera hljóta að koma margar greinar,
sem oss mun þykja fengur í. Af ritgerðum þeim, sem þegar hafa
birst má nefna inngangsgrein fyrsta árgangs (á nýnorsku) um starf-
semi Ólafs lielga, eftir próf. Kolsrud. Fr. Paasche skrifar í sama