Skírnir - 01.01.1925, Page 252
238
Ritfregnir.
[Skírnir
árg. lœsilega grein um fornkristni RTorðurlanda og í III. árg. er
fró'Sleg grein eftir Jón Helgason biskup um kirkju Islands a.
kaþólsku tímunum.
Frágangur á Norvegia Sacra er allur hinn prýðilegasti og má
það teljast liið eigulegasta rit og mikilsvirði fyrir þá, er vilja kynna
sér kirkj-tsögu Islands á miðöldunum.
H. H.
Ágrtst H. Rjarnason: Siðfræði I. Forspjöll siðfræðinnar —
Rvík 1924.
Agúst Bjarnason er að vísu ennþá maður á léttasta skeiði, —
hann stendur nú á fimtugu, — en þó er hann nú þegar orðinn einn
meðal hinna stórvirkustu íslenzku rithöfunda. Hann tók sér ungur
fyrir hendur að fylla opið og ófullt skarð í íslenzkum bókmentum..
ForfeSur vorir hafa nálega ekkert ritað uni lieimspekileg efni, en
Agúst ásetti sér að hæta úr því eftir fqlngum og hefir hann ekki
svikizt frá þeim ásetningi. pað var þó ekki áhlaupaverk, sem hann
réðst í. En þó voru einkum tveir örðugleikar, sem erfitt var við að
etja. Hann átti að rita um heimspekileg efni fyrir alþýðu og hann átti
að rita á máli, sem aldrei liafði verið tamið í þjónustu heimspek-
innar. Hann varð því sjálfur að mynda urmul af ný-yrðum og-
hefir honum opt tekizt það prýðilega vel. Verður og nú miklu auð-
veidara að rita um heimspekileg efni á voru máli eftir að þeir f jelag-
ar. liann og Guðmundur Finnbogason, hafa rutt brautina.
Ágúst Bjarnason hefir átt því láni að fagna, sem allir rithöf-
undar meta mest, að bækur hans hafa flogið út, enda eru nú sumar-
þeirra uppseldar fyrir löngu. pær hafa bætt úr brýnni þörf og þess-
vegna verið kærkomnir gestir út um sveitir landsins. — Höfundurinn
hefir mest ritað um sögu heimspekinnar, og í þessu forspjallshefti
rekur hann sögu siðfræðinnar frá upphafi. Greinir þar fyrst frá
hugmyndum manna um undirstöðu og upptök allra siðferðisliug-
sjóna, og því næst frá þróun siðferðis á frumstigum menningar. Síð-
an er sögð saga trúar- og siðalærdóma meðal Evrópuþjóða fram á
vo.ra daga. Ekki verður annað sjeð, en að höfundurinn fari vel með
efni og er öll frásögn hans ljós og skipuleg. En undarlegt er það,
að hvergi er minnzt á Spinoza. Síðasti kafli heptisins fjallar unr
þ'jjóðfjelagsmálin. Er þar sagt frá ýmsum stefnum og helztu kenn-
ingum, sem fram liafa komið um þau efui. pó er þar ekki minnzt á
stjórifléjsingja (anarkista). — Annars er þetta hefti aðeins upp-
haf rits, sem getið mun verða um hjer í „Skírni“ þegar það er allf
komið út.
Á. P.