Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 253
[Skírnir
Ritfregnir.
239
Davíð Stefíinsson: Kveðjur. Rvík 1924.
Kvæði Davíðs Stefánssonar kafa þegar náð miklum vinsældum
meðal þjóðarinnar, enda er það ekki furða, því að hann hefir mörg hin
beztu eh.kenni Ijóðskálda: hreina og hljómþýða söngrödd, hlýtt og
næmt tilfinningalíf, mjúk og stundum óvænt tilþrif. Hann er venju-
iega glaðvært og hugljúft augnabliksharn, stundum hálfær af gaiska
og lóttúð, en þó bregður oft fyrir beiskju og kvíða í augnaráðinu.
Mjer finst hann yrkja bezt um hin algengustu efni, um dagii(n og
veginn, um vorið, sem kemur, og gi’asið, sem grær:
Eg verð að villimanni,
er vorsins klukkur hringja.
Eg fagna eins og fuglinn,
sem fæðist til að syngja.
pað falla af mér fjötrar,
er fyrstu laufin gi'óa,
og jeg vei'ð ör og ungur
af ilmi grænna skóga.
Flest kvæðin í þessari hók eru góð, þótt vitanlega! sjeu þau mis-
jöfn. Mjer þykir langvænst um Litla UvœðiS um litlu lijónin. Eg
gæti trúað, að lijer eftir yrði aldrei gefin út lesbók handa íslenzkum
börnum, án þess að það kvæði yrði tekið meS, enda hefi jeg orðiÖ
þess var að það er þegar komið á varir götukrakkanna hjer í Reykja-
vík. .
pau liöfðu lengi litla von
um lítil börn,
sem lékju sér með lítil skip
við litla tjöm,
en loksina sveik sú litla von
þau litlu flón,
og lítið elskar litla Gunna
hann litla Jón.
Af öSrum kvæðum skulu einkum nefnd: Hanabjálkaloftið, Só-
dóma,, I Vaglaskógi, Landnemar og Betlariwn. I hinu síðastnefnda
kvæði eru þessar hendingar:
Ellin hlær, og æskan syngur.
Eins og nagli lófann stingur
— fimmeyringur.
DavíS Stefánssyni er óhætt aS lialda áfram að yrkja vegna þess,
aS ekki skortir hann áheyrendur. Hann þarf ekki að óttast, að sef-
verði ekki veitt eptirtekt.
A. P.