Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 256
Ðtí Skýrslar og reikningar. [Skírnir
Olafs Briem, fyrrum alþingismanns,
GuSjóns Jónssonar, verzlunarmanns í Reykjavík,
Ólafs Ólafssonar, umBjónarmanns í Reykjavik,
Engilberts bónda Kolbeinssonar á Lónseyri,
Þorvalds Jónssonar, præp. hon. á ísafirði,
Þorvarðs Brynjólfssonar, prests á Stað í Súgandafirði,
Eiríks G. ísfeld, Hesteyri,
Halldórs Halldórssonar, Fáskrúðsfirði,
Jóhanns Magnússonar, útgerðarmanns á Fáskrúðsfirði,
Gísla Goodmann í Winnipeg,
Gísla Oddssonar, skipstjóra í Reykjavík,
J. W. Mallers, prentara í Kaupmannahöfn, og
Holger Wiehe, mag. art, í Silkiborg.
Stóðu fundarmenn upp í vlrðingarskyni við hina látnu.
Forseti gat þess, að fjelaginu hefðu bæzt 62 nýir fjelagar,
og að í fjelaginu væru nú taldir um 1650, og heiðursfjelagar 26.
Þá las forseti upp rekstrarreikning fjelagsins fyrir 1924 og
efnahagsreikning pr. 31. des. 1924. Voru reikningarnir samþyktir
í einu hljóðl. Siðan las forseti upp reikning yfir sjóð Margrjetar
Lehmaun-Filhó’s og afmælissjóð fjelagsins. Var ekkert við þá at-
hugað.
Forseti skýrði frá bókaútgáfu fjelagsins; sagði út koma:
Skírni, 15 arkir, registur við 11. bindi Fornbrjefasafnsins og ís-
lenzka annáia, 10 arkir. — Páll Eggert Ólason próf er ráðinn til
að annast útgáfu Fornbrjefasafnslns framvegis.
Endurskoðendur kosnir í einu hljóði Þorsteinn Þorsteinsson,
hagstofustjóri, og Þorkell Þorkelsson, forstöðumaður veðurfræðistof-
unuar.
Heiðursfjelagar kjörnir rithöfundarnir Einar H. Kvaran og
Einar Benediktsson.
Pastor emeritus Jóhanne3 L. L. Jóhannsson hreyfði því,
að haldið yrði áfram útgáfu Kvæðasafnsins. Forseti kvað útgáfu
kvæða nafngreindra skálda, yrði lokið svo fljótt sem auðið yrði.
— Vigfús Guðmundsson, fræðimaður mælti nokkuð um bókaútgáfu
fjeiagsins og um það, að fjelagatal í Skírni yrði felt niður. Var
nokkuð rætt um þetta atriði, með og móti. Forseti kvaðst mundu
bera málið undir fulltrúaráðið, sbr. 27. gr. fjelagslaganna.
Fundi slitið.
Kristinn Daníelsson._______________________
Einar Arnórsson.