Valsblaðið - 11.05.1961, Qupperneq 7

Valsblaðið - 11.05.1961, Qupperneq 7
VALSBLAÐIÐ o svo til, að við ólafur vorum að taka til í prentsmiðjunni, en í þessu herbergi var þá geymt skrifborð Jóns Sigurðssonar forseta. Þegar við vorum að laga til í kringum borðið og undir því, kom allt í einu fótknöttur veltandi undan borðinu. Átti Ólafur knöttinn, og var hann að vísu allslitinn, en þó sæmilegur. Falaði ég þegar af honum knöttinn, og varð það úr að Ólafur seldi mér hann fyrir 2 krónur! Utan um þennan knött, sem valt upp í fangið á mér undan skrifborði Jóns Sigurðssonar hópuðust svo fyrstu áhuga- mennirnir í KFUM í knattspyrnu, og má rekja þangað vísinn til þess, að Valur varð til. Ekki er ósennilegt að hinum áhugasömu ungu mönnum hafi þótt sem þetta væri bending til þeirra að hefjast handa um stofnun félags, og vafalaust hefur Guðbjörn útskýrt þetta á sinn hátt. Félagið stofnað. Var nú vaknaður almennur áhugi meðal drengjanna urn að stofna knattspyrnufélag innan KFUM. Portið var orðið of þröngur leikvangur, til knattspyrnuiðkana, og eins hitt að það var kostnaðarsamt fyrir piltana að þurfa að greiða hvað eftir annað úr léttri pyngju, fyrir brotnar rúður! Það þurfti því að leita út fyrir portið, að nothæfum bletti til að sparka á. Það er því boðað til stofnfundar hinn 11. maí, og mun Guðbjörn Guðmundsson hafa haft aðalforgöngu þar um, ásamt Guðmundi Guð- jónssyni. Um þetta segir Guðbjörn í grein í 25 ára afmælisriti Vals m. a.: ,,Ég minnist enn vel dagsins, þegar við, nokkrir drengir úr U.D. í KFUM, komum saman á lestrarstofunni til að ræða um það, hvort ekki væri hægt að stofna knattspyrnufélag innan KFUM, og þó eru liðin 25 ár. Úti var glampandi sólskin, logn og hiti — einn af þessum dásam- lega fögru vordögum, þegar allt iðar af lífi og fjöri. — Ég hafði boðað nokkra drengi úr U.D. á fundinn, þá sem mestan áhuga höfðu sýnt í störfum um veturinn. Ég man ekki fyrir víst hve margir voru boðaðir, en mig minnir að þeir væru 12. Aðeins tveir þriðju hlutar komu, og af þeim, sem mættu, var aðeins um helmingur sem vildu taka þátt í slíku félagi, eða alls 6.“ Og þessir 6 voru: Filippus Guðmundsson síðar múrarameistari, Guðbjörn Guðmundsson síðar prentari, Hallur Þorleifsson síðar bókari, Jóliannes Sigurðsson síðar prentari, Páll Sigurðsson síðar prentari og Stefán ólafsson síðar vatnsveitustjóri á Akureyri (andaðist 1927). Á framhaldsstofnfundi, sem haldinn var 28. maí bættust þessir við: Guðmundur Guðjónsson síðar verzlunarstjóri, Kristján Gíslason síðar járnsmiður, (hefur verið sjúklingur í fjöldamörg ár.) Loftur Guðmunds- son síðar kgl. hirðljósmyndari, Ottó Jónsson síðar múrari, Sveinn Þorkelsson síðar kaupmaður og Björn Benediktsson síðar prentari, Helgi Bjarnason og Einar Einarsson. Mátti þetta varla minna vera eða eitt lið og þrír til vara!“ Fyrsta stjórn félagsins var þannig skipuð: Loftur Guðmundsson, formaður, Hallur Þorleifsson gjaldkeri og Jóhannes Sigurðsson ritari. Lofti var margt vel gefið, var fjörmaður mikill og áhugasamur. Ilann var organleikari í KFUM, samdi tónsmíðar, liann gat brugðið sér í gerfi sjónhverfingamannsins, og ekki mun það hafa skaðað fylgi hans að hann var þeirra snjallastur að leika með knöttinn — leika á næsta mann. — Um þetta leiti vann hann í Thomsensmagasin og var þar nokkurskonar miðstöð drengjanna og þaðan stjórnaði hann flestu: Guðbjöi'n Guðmundsson. Guðmundur Kr. Guðjónsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.