Valsblaðið - 11.05.1961, Side 11
VALSBLAÐIÐ
9
Félagatala takmörkuð. — Hvatur stofnaður.
Hin mikla samheldni drengjanna, hressilegt og fjörugt félagslíf hafði
eðlilega þau áhrif að félagatalan jókst hröðum skrefum, því margir
vildu gerast félagar. Kom þar að félagið sá sér ekki fært að taka á
móti fleiri félagsmönnum. Takmörkun þessi var miðuð við 28 félags-
menn, og skyldi svo standa fyrst um sinn. Átti tala þessi að tryggja
það að alltaf væri öruggt að tvö lið kæmu á æfingamar. Þessi áætlun
stóðst, því oftast komu meir en tvö lið á æfingar.
Varðveitzt hefur skrá yfir þá drengi, sem stunduðu æfingar hjá Val
1912, en þeir voru eins og frá var sagt 28, sem heimilt var að hafa
sem félagsmenn. Nikulás Halldórsson hélt viðveruskrá, og hefur hann
27 menn á skrá sinni og merkir við þá sem mæta og mundi það þykja
góð æfingasókn í dag. Til gamans verða birt nöfn þessara frumherja
Vals, eins ogNikulás skráir þau: Loftur Guðmundsson, Stefán ólafsson,
Jóhannes Sigurðsson, Nikulás Halldórsson, Guðbjörn Guðmundsson,
Páll Guðmundsson Kolka, Guðmundur Kr. Guðjónsson, Björn Benedikts-
son, Björnstjerne Björnsson, Árni Björn Björnsson, Haraldur Þórðar-
son, Sveinn Þorkelsson, Filippus Guðmundsson, Ástráður Jónsson, Helgi
Bjarnason, Kristján Gíslason, Hallur Þorleifsson, Einar Einarsson, Ottó
Jónsson, Pétur Ilelgason, Páll Sigurðsson, Ársæll Gunnarsson, Benedikt
Guðjónsson, Hermann Hermannsson, ólafur Guðmundsson og Sverrir
Sandholt.
Sennilega hefir síra Friðrik ekki talið það heppilegt að útiloka drengi
frá leiknum, sem áhuga höfðu, og því fékk hann þá hugmynd að stofna
nýtt félag. Með stofnun þess, var það líka hugmynd hans að hafa
tvö knattspyrnufélög innan KFUM, sem gætu svo keppt sín á milli og
fengju þar með útrás í keppni. Átti að efna til kappleikja eins oft og
þurfa þætti. Hann var mótfallinn því að félögin kepptu við félög utan
KFUM, a. m. k. fyrst um sinn.
Þá var það sem Hvatur var stofnaður, sem gæti hafa verið í lok
júlí 1911, eftir frásögninni í „Úti og inni“. Lítið mun hafa verið um
að félögin kepptu saman og má vera að för síra Friðriks til Vestur-
heims hafi valdið þar nokkru um, en hann var þar í þrjú næstu ár.
Síðar hætti Ilvatur störfum og leystist upp, mun það hafa verið
álit manna að ráðlegra mundi að sameina starfskraftana og efla eitt
félag innan KFUM, enda þá farið að keppa við önnur félög. Ekki munu
þó allir hafa farið í Val, því nokkrir drengjanna gengu í önnur félög.
Vallarvígsla.
Það má sannarlega kallast vel af sér vikið, að hafa rutt knattspyrnu-
völl, sem tilbúinn er til notkunar, tæpum þrem mánuðum eftir að
félagið var stofnað.
Sýnir það greinilega samheldni og þann áhuga, sem ríkt hefur. Minn
ast stofnendur með mikilli ánægju þeirra kvölda, sem unnið var að
vallargerðinni og þótti þeim mikið til koma þegar síra Friðrik kom
með heitt kaffi til að hressa þá við starfið og sjálfur tók hann þátt
i verkinu með þeim.
Það hefur því verið mikill dagur í lífi þessara brautryðjenda, þegar
svæðið var fullrutt og tilbúið til að leika á því. Dagur þessi var 6.
ágúst 1911.
Við þetta tækifæri flutti síra Friðrik ræðu, sem birt er í „Úti og
inni“ og þar mótar hann eftirminnilega stefnu knattspymustarfsins
í KFUM. Þar leggur hann ungu drengjunum lífsreglur, ekki aðeins á
leikvellinum en einnig á leikvelli lífsins. Ræðan sýnir einnig viðhorf
/•
ktieíjur
Benedikt G. Waage.
forseti í. S. í.
ÁritS 1911 veríSur jafnan tali’S eitt
merkasta ár Islandssögunnar. ÞaíS ár
var Háskóli Islands stofnaÖur í Alþing-
ishúsinu; þa?S sama ár voru liðin rétt
hundraÖ ár frá fæíSingu Jóns SiguríSs-
sonar, forseta, þessa afbragSs- og önd-
vegismanns, sem vér eigum mest aíJ
þakka frelsi vort og fullveldi. Þetta
sama ár ---- 1911 ----- var fyrsta alls-
herjar íþróttamóti’Ö haldi'S á Melavell-
inum, sem þá var nýtekinn til starfa, --
og sama ár var Knattspyrnuf élagiíS
VALUR stofnaíS, af séra FriÖrik FriíS-
rikssyni, hinum víÖfræga æskulýÖsleiíS-
toga, sem allir, er kynntust honum,
sakna. Þótti mönnum þaíS góÖs viti, aÖ
slíkur æskulýSsleiÖtogi skyldi benda
æskumönnum á hollustuhætti íþrótit-
anna. --- ---
Valur var fjóríSa knattspyrnufélagiíS,
sem stofnaíS var hér í höfuíSstaíSnum;
hin félögin voru: Fram, KR og Víking-
ur, sem aíS sjálfsögíSu fögnuÖu mjög
stofnun Vals, þar sem gera mátti rátS
fyrir aíS knattspyrnumótin yríSu þá
fjörugri og fjölmennari, meiri þátttaka
í þeim en áSur. En þetta fór á annan