Valsblaðið - 11.05.1961, Síða 13
VALSBLAÐIÐ
11
ir eins og framherjarnir. þar er enginn mismunur, hver hefir síns
hlutverks að gæta. Sérhver yðar leggi þá alúð inn í sitt hlutverk, eins
og leikslokin væru undir trúmennsku hans eins komin.
Öll mikilmennska, mont og yfirlæti sé langt frá yður, en hógværð
og lítillæti sé prýði og aðalsmerki hinna beztu. Þjónustusemi og veg-
lyndi einkenni alla framkomu vora, bæði á leiksvæðinu og utan leiks.
Le:kinn höfum vér oss sjálfum til hressingar og heilsusamlegrar hreyf-
ingar. Hann á að vera uppeldismeðal til þess að ná meiru og meiru
valdi yfir sjálfum sér.
Hann á að hafa styrkjandi áhrif á líkamann og göfgandi áhrif á
sálina. Hann er einn liður í starfi KFUM, sem glæðir, viðheldur fé-
lagslífinu á sumrin og á að gjöra oss færari til þess að þjóna guði í hrein-
leika líkama, sálar og anda.
Sá sem temur sjálfan sig og reynist trúr í hinum minstu atriðum
leiksins, undirbýr sig með því til þess að geta lifað í trúmennsku og
prettaleysi í skyldustörfum lífsins. Sá sem hagar sér óheiðarlega í leik,
verður varla fastur fyrir í ráðvendni lífsins. Þeim ungling, sem temur
sér pretti og ógöfuga framkomu á leiksvæðinu, get ég ekki vel treyst
í því sem meira er undir komið. Með leik yðar getið þér líka gjört
KFUM, bæði sóma og gagn, en þér getið líka gjört því tjón og skömm.
Gætið vel að því.
Tvö fótboltafélög höfum við nú innan KFUM. Þau geta keppt hvert
við annað en á félög utan KFUM skorum vér ekki né h'eldur tökum
á móti áskorunum frá þeim til kappleikja. Tilgangur vor er sá að
nota leikina oss til gagns inn á við, en ekki til fordildar út á við. Annað
mál er það, að vér getum seinna, ef oss svo sýnist, sent flokk á eitt-
hvert allsherjar íþróttamót með tímanum, ef vér höfum reynst trúir
atorkusamir í því sem vér höfum, svo vér þá getum bæði unnið
r,i"ur og beðið ósigur með sóma.
Sá, sem leikur af sannri íþrótt, stillingu, kappi og fegurð, vinnur
sér sóma, þótt annar verði yfirsterkari. Gætið þessa við hverja æf-
ingu.
Hafið markið fyrir augum, gjörið ekkert út í bláinn. en vitið ávalt
hvað þér viljið, og hvers vegna þér gjörið þetta eða hitt.
Munið ávalt eftir því að leikur vor er ekki aðeins stundargaman,
heldur á hann að vera til þess að giöra oss betri, göfugi’i. heiðar-
legri og karlmannlegri með hverri æfing. Og samlíf vort á leiksvæð-
inn og utan þess á að efla kristindóm vorn og vera guði til dýrðar.
Það er höfuð markmiðið. Hve hátt sem vér setium þessa íbrótt og aðrar
góðar listir, verðum vér sem sannir meðlimir KFUM, að segja með
postulanum: „Líkamleg æfing er til lítils nýt, en guðhræðslan er til
allra hluta nytsamleg og gefur fyrirheit bæði fyrir þetta líf og hið
tilkomanda.
Með þessum hugsjónum viljum vér þá ganga inn á nýja svæðið vort,
sem oss er léð af góðfýsi bæjarstjómarinnar. Notum það þá vel. Vér
munum ávalt minnast með gleði þann tíma sem gengið hefur til þess
að ryðja svæðið. Kærleika, starfi og atorku hefur verið fórnað kvöld
eftir kvöld á þessum bletti. Hjarta vort hefur tekið ástfóstri við hann.
Svo set ég þá á hann áritunina: „Helgað drottni! Hún stendur eins
og í stórum boga letruð yfir svæðinu markanna á milli. Þeir sem unna
KFUM, og málefnum guðs, sjá hana alltaf í anda.
í nafni KFTJM vígi ég svo svæði þetta til notkunar, til framfara
og yndisauka. 1 ' '
Hér ríki friður, kærleiki, samheldni, fegurð og atorka. Hér þrífist
Björgvin Schram,
form. K. S. í.
Um og eftir síðustu aldamót voru
fyrstu knattspyrnufélög höfuðstaðar-
ins stofnuð hvert á fætur öðru, en Val-
ur Þó þeirra síðast. Ekki var spóð
björgulega fyrir þessum félögum eða
knattspyrnunni merkilegri framtíð. En
þó fór svo, að félögunum tókst að
standast byrjunarerfiðleikana og vaxa
síðan og mótast jafnt og þétt, unz til-
vera þeirra og knattspyrnunnar var
tryggð — vonandi um alla framtíð.
Með þátttöku sinni í nær öllum knatt-
spyrnumótum allra aldursflokka um
margra áratuga skeið, hefur Valur ver-
ið og er enn einn þeirra aðila, er sett
hefur hvað mestan svip á allt okkar
knattspyrnulíf.
Valur hefur jafnan átt því láni að
fagna, að hafa á að skipa vöskum
og drengilegum kappliðs- og forustu-
mönnum, sem borið hafa merki félags-
ins fram til margra stórra sigra á liðn-
um órum, ekki aðeins á knattspyrnu-
vellinum, heldur og á annan hátt, eins
og hin glæsilegu mannvirki félagsins
bera gleggstan vott um.
Og í dag, á 50 ára afmæli félagsins,
geta æskumenn Vals horft vonglaðir
fram til bjartrar framtíðar, því aldrei
fyrr befur hún átt jafngóða aðstöðu
til hverskonar íþróttaiðkana sem ein-
mitt nú.