Valsblaðið - 11.05.1961, Page 27
VALSBLAÐIÐ
25
Á árinu tók Valur þátt í Drengjahlaupi Ármanns og átti fyrsta og
annan mann, þá: Jóhann Sæmundsson síðar lækni, prófessor og ráðherra
og Jón Oddgeir Jónsson síðar fulltrúa. Á þessu ári tók Valur og aftur
þátt í öllum knattspyrnumótum sumarsins ,þar á meðal 1. fl. mótum, en
það hafði félagið ekki gert í mörg undanfarin ár, fyrr en nú.
Þá var KRR ritað bréf um það að Valur hyggðist gefa bikar til
keppni í 1. deild félaganna enda hlyti Valur allan ágóða í því sambandi.
Svar KRR var á þá leið að ekki væri unnt að bæta við fleiri I. fl. mót-
um en að ráðið legði til að Valur fengi 14 hluta nettó ágóða 1. fl. mót-
anna úr sameiginlegum sjóði þeirra.
Nokkur breyting varð á stjórninni næsta ár, m. a. kemur þá Þorkell
Ingvarsson inn í stjórnina, en hann er einn þeirra, sem hvað lengst
hefur starfað í Val og gerir það enn. Af skýrslu gjaldkera, sem var Hall-
dór Árnason, sést það að fjárhagurinn fer batnandi, m. a. vegna dugn-
aðar hans við innheimtustörfin, en hann hafði þetta ár innheimt nær
öll árgjöld félaganna. Á þessu ári eða 1924, tók Valur þátt í Drengja-
hlaupi Ármanns eins og árið áður og einnig í íþróttamóti drengja, sem
Ármann efndi til. Þá tók félagið að sjálfsögðu þátt í öllum knatt-
spyrnumótum, en varð þó vegna fjarveru margra leikmanna sinna, að
draga sig út úr hausmótum að einhverju leyti.
Afmælisár.
Árið 1926 er merkisár í sögu félagsins, en þá er það 15 ára gamalt.
í tilefni þess er farin fjölmenn og vel heppnuð skemmtiför suður í
Kaldársel á sunnudegi 30. maí. Þeir sem skipa stjórn þetta afmælisár
eru: Axel Gunnarsson formaður, Halldór Árnason, Ámundi Sigurðsson,
Jón Sigurðsson og Ólafur H. Jónsson. Samkvæmt tillögu Ámunda Sig-
urðssonar er samþykkt að láta gera merki fyrir félagið. Lá tillaga að
merki þessu fyrir aðalfundinum, en teikninguna gerði Tryggvi Magn-
ússon hinn þjóðkunni teiknari og listmálari. Lögun og gerð merkisins
var samþykkt á fundinum, en nokkur ágreiningur varð um liti þess.
Var síðan skipuð nefnd til þess að athuga þetta atriði betur og leggja
svo álit sitt fyrir aukafund. Nefndin var skipuð þeim: Axel Gunnars-
svni, Konráð Gíslasyni og Ámunda Sigurðssyni. Þá skyldi nefndin
einnig sjá um útvegun merkjanna erlendis frá, Merki félagsins var
síðan samþykkt samkvæmt tillögu nefndarinnar, er það skjöldur, sem
á er mynd af Val með þöndum vængjum og knött í klónum, þar sem er
letrað nafn félagsins. Efst í grunninum er sól, sem sendir geisla sína,
rauða og bláa, yfir félagstáknið. Á þessu sama ári var einnig tekinn upp
nýr búningur, sem síðan hefur verið aðalbúningur félagsins. En hann
var samkvæmt tillögu stjórnarinnar, rauð peysa, hvítar buxur og bláir
sokkar með hvítri rönd. Þannig var búningui'inn skrásettur. Fyrsti
búningur félagsins var hvítblá langröndótt peysa, hvítar buxur og bláir
sokkar. Samkvæmt ósk dómnefndar þeirrar, er þá starfaði að knatt-
spyrnudómaramálum í bænum, var þess óskað að Valur breytti búningi
sínum, vegna þess hvað hann væri líkur búningi KR. Var þá tekin upp
græn peysa og svartar buxur, sem átti að vera til bráðabirgðar, en var
notaður allt til ársins 1926 að rauði búningurinn var tekinn í notkun,
eins 0g fyrr segir. Á þessu starfsári kom hingað í heimsókn norskur
knattspyrnuflokkur, Djerv, og lék hér tvo leiki, tapaði þeim fyrri en
gerði jafntefli í þeim síðari.
Á þessu afmælisári hóf félagið starfsemi sína með þátttöku í Drengja-
hlaupi Ármanns, svo sem að undanförnu. Einnig var félagið þátttak-
andi í öllum knattspyrnumótum ársins. Hins vegar voru æfingar ekki
jeg kom tilbake til Norge, nemlig á
gjeste Island og Val med et ungdoms-
lag. Dette onske gikk i oppfyldelse og
jeg kan si at guttene som var med ennu
minnes Val og de venner de da fikk.
Venskap som ble ytterligere styrket da
Valurs juniorer var pá gjenvisit áret
etter.
Pá denne merkesdag i Valurs historie
sender jeg sá mine hjerteligste hilsener.
Jeg onsker laget alt godt báde nu og i
all fremtid.
Hamar, Norge, i februar 1961.
Reidar Sorensen.
□
Edvard Yde.
20 ár efter „Valur“s stiftelse i 1911
besogte klubbens fodboldhold Danmark
som det forste islandske hold, der
gæstede landet. Samme ár besogte
jeg selv förste gang Island í forretn-
ingsanliggende, men sável gennem ISI
og KRR benyttede jeg lejligheden til
at orientere mig om idrættens udbred-
else i Island, og jeg sluttede dengang de
förste af mine mange venskaber med
gode islandske idrætsledere.
Selvom den lange, kostbare og tid-
krævende rejse har været et væsent-
hindring for et konstant idrætsligt sam-
arbejde mellem Island og Danmark. har
der, særlig efter verdenskrigen, fund-
et en lang rælcke klub- unions- og lands-
kampe sted mellem islandske og danske
fodboldhold. ,,Valur“ har ogsá deltaget
i dette initiativ, og vi har her i Dan-
mark lært mange af foreningens ud-