Valsblaðið - 11.05.1961, Qupperneq 30
28
VALSBLAÐIÐ
Valsung’um og sjá þeim fyrir fríu uppihaldi. Var förin síðan ákveðin,
en æfingasókn varð með ágætum. . . .“
Það voru kátir og glaðir Valsmenn 18 í hóp, sem stigu um borð í
g/s Island hins Sameinaða gufuskipafélags þann 14. júní 1927 að
kvöldi. Alls voru þeir 14 kapparnir, sem þreyta skyldu baráttuna við
Norðlendinga, en fararstjóri var formaður félagsins Axel Gunnarsson
og þjálfari flokksins Guðmundur H. Pétursson prentari, auk þeirra voru
svo 2 ungir félagar, sem kosið höfðu að eyða sumarfríi sínu með flokkn-
um, í þessari miklu för. Ferðin norður gekk ágætlega. Komið var við á
Þingeyri og þar dvalið um stund. Þar fengu Valsmenn tækifæri til að
æfa sig á hinum ágætasta grasvelli. Síðan var haldið til ísafjarðar
og komið þar síðari hluta dags. Þar var einnig notað tækifærið, þó dvöl-
in væri skömm, og æft um stund. Ýmsir áhugamenn um knattspyrnu
höfðu tal af Valsmönnum og föluðu þá til leiks, er þeir héldu aftur
heim. Þá var næsti viðkomustaður Sauðárkrókur og svo nokkru síðar
var komið til Siglufjarðar, þar hittu Valsmenn enga knattspymumenn
að máli, enda útvarpið ekki til að gera boð á undan þeim. Æfing var
heldur engin vegna óhagstæðs veðurs. Á ákvörðunarstað var svo loks
komið 16. júní. Múgur og margmenni hafði safnast saman á hafnar-
bakkann til að taka á móti hinum sunnlenzku köppum, og létu Akur-
eyringar óspart í ljós ánægju sína með komu þeirra. Steindór Hjalta-
lín, formaður Þórs á Akureyri, hafði verið samskipa norður og kynnti
hann nú komumenn fyrir hinum norðlenzku knattspju-nugörpum. Mót-
tökur önnuðust bæði knattspyrnufélögin á Akureyri, Ungmennafé-
lagið og Þór, en Valsmenn gistu á heimilum hjá félagsmönnum eða
velunnurum þeirra. Valsmenn tóku þátt í hátíðarhöldunum 17. júní
og var þess óskað að þeir tækju þátt í frjálsum íþróttum sem þar fóru
fram af tilefni dagsins. Varð þátttaka Valsmanna þeim til hins mesta
sóma, sem þó mátti þakka hvað mest hinum þjóðkunna íþróttasnillingi,
Friðrik Jessyni frá Vestmannaeyjum, en hann var miðherji í liði
Vals. Alls lék Valur þrjá leiki á Akureyri, tvívegis við Ungmennafélag-
ið og varð jafntefli í bæði skiftin 4:4, en sigraði Þór með 4:0.
,,Dvöl okkar á Akureyri“, segir Ólafur ennfremur í hinni ágætu ferða-
sögu sinni, „var hreinasta „Paradísartilvera“. Allir Akureyringar keppt-
ust við að gera okkur lífið sem þægilegast og skemmtilegast. Ungmenna-
félagið bauð okkur fram að Grund og að Kristneshæli, en Þór hélt
okkur skilnaðardansleik, en þess á milli nutum við hinnar einstöku
veðurblíðu, fórum í hina nýju sundlaug, gengum um hinn glæsilega
skemmtigarð, skoðuðum gróðrastöðina, eða við sigldum fram og aftur
um lognkyrran og spegilsléttan pollinn. Þó mun hin daglega umhyggja
og vinátta, er við nutum hver á sínu heimili lengst geymast....
Heimleiðis var haldið 22. júní með Novu. Daginn sem lagt var af
stað buðu Valsmenn formönnum knattspyrnufélaganna og öðrum for-
vígismönnum íþróttahreyfingarinnar á Akureyri til kaffidrykkju á
Hótel Gullfossi og afhentu þeim silfurbikar stóran að gjöf, sem lítinn
þakklætisvott fyrir hinar ágætu viðtökur, og mæltu svo fyrir að keppt
skyldi um hann í Norðlendingafjórðungi, eftir nánari reglugerð, er
þeir sjálfir settu. Á heimleiðinni var víða komið við, en viðstaða stutt
á hverjum stað. Varð hún m. a. svo stutt á ísafirði að eigi fékkst
lokið kappleik er leikinn var við úrval ísfirskra knattspyrnumanna,
sem rætt hafði verið um og lofað, er þar var komið við á leiðinni
norður.
Við komum fjórum dögum á eftir áætlun heim. þá var Knattspyrnu-
mót íslands byrjað. Við urðum að keppa þegar að kvöldi sama dags
og svo stórt að það verður aldrei metið
eins og vert er.
En okkur er ætlað annað starf. Okkur
er ætlað að taka við og ljúka og sækja
lengra fram og búa í haginn fyrir þá,
sem taka við Val úr okkar höndum. Og
ef okkur tekst það, gefum við Val þá
beztu afmælisgjöf, sem honum verður
gefin.
Þeir eldri segja svo oft: Ef við hefð-
um nú haft svona aðstöðu þegar við
vorum að þessu. Hvort við hefðum ekki
staðið okkur betur. En ég veit ekki
hvort þessir heiðursmenn hafa hugsað
út í það að þeir hafa einmitt náð þessum
árangri vegna þess að þeir höfðu ekki
þessa aðstöðu. Menn þurfa alltaf að
hafa eitthvað til að berjast fyrir.
Þeir eldri eru oft sárir yfir frammi-
stöðu okkar á mótum. Og það er á
vissan hátt skiljanlegt og við getum
ekkert fullyrt um það, að þeir væru
ekki á toppinum, ef þeir væru ungir.
En þeir mega ekki vera of sárir. Það
er ekki alltaf hægt að vera á toppinum
og kannski ekki alltaf æskilegt. Þegar
þeir sjá okkur tapa leik, eiga þeir ekki
að segja okkur frá því hvernig þeir
gerðu í gamla daga. Við vitum hvað
þeir gerðu í gamla daga, við erum bún-
ir að heyra það svo oft. Þeir eiga að
segja okkur hvað þeir hefðu gert, ef
þeir hefðu verið í okkar sporum. Það er
hið rétta. En þeir mega ekki búast við
að við förum algjörlega eftir þvi, við
verðum líka að fara okkar eigin leiðir.
taka við Val úr höndum „hinna gömlu“.
Eg sagði áðan að við værum að
taka við Val úr höndum „hinna gömlu“.
Það gerum við að sjálfsögðu ekki al-
gjörlega. Þeir mega ekki hverfa, en
við getum tekið hita dagsins á okkar
herðar með þeirra aðstoð. Þeir eru
eldri og reyndari. Það má enginn Vals-
maður hverfa, enginn hlaupa undan
merkjum. Hver Valsmaður verður allt-
af að vera ValsmatSur að starfi.
Kæri Valur. í dag ert þú fimmtugur.
Það sjást engin ellimörk á þér. Þú ert
ungur sem fyrrum. Og meðan æskan
kemur til þín og hlátur hennar og galsi
ómar á félagssvæði þínu, þá er þér borg-
ið. Þú þarft ekkert að óttast.
Lifðu heill.
Einn af þeim, er viS tekur.