Valsblaðið - 11.05.1961, Síða 39
VALSBLAÐIÐ
37
ákafast og báðu þá „duga eða drepast“ eins og það er orðað í fundar-
gerðabók. Tókust menn því næst í hendur og strengdu þess heit, að
gera allt sem í þeirra valdi stæði til að sigra.
Þeir stóðu við þetta, og sigruðu KR í úrslitaleik með 2:1 eftir mjög
jafnan og spennandi leik. Hin félögin, sem þátt tóku í mótinu vann
Valur þannig: Fram 8:0, Víking 5:0 og Vestmannaeyjar 3:1. Með sigri
þessum hafði margra ára draumur ræzt, rúmum 19 árum eftir að
félagið var stofnað.
það er dálítið athyglisvert, að í öllum þessum leikjum, var nákvæm-
lega sama liðið og var þannig skipað: Jón Kristbjörnsson, Pétur Krist-
insson, Frímann Helgason, Ólafur Sigurðsson, Halldór Árnason, Hrólf-
ur Benediktsson, Jón Eiríksson, Björn Sigurðsson, Jóhannes Berg-
steinsson, Hólmgeir Jónsson og Agnar Breiðfjörð.
Eftir sigurinn var það eitt fyrsta verk liðsins, að heimsækja séra
Friðrik Friðriksson og sitja hjá honum skemmtilegt kaffisamsæti, þar
sem voru mættir, Sigurbjörn Þorkelsson, Guðmundur Ásbjörnsson og
Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur, formaður KFUM.
Margar ræður voru haldnar, minningar upp rifjaðar og glaðst yfir
þessum áfanga. Við þetta tækifæri var tekin í notkun fáni félagsins,
þar sem í var saumað félagsmerkið af miklum hagleik. Þetta ár var
sent úrval knattspyrnumanna úr Reykjavík til Færeyja, og fóru fimm
leikmenn Vals, þeir: Jón Kristbjörnsson, Hólmgeir Jónsson, Agnar
Breiðfjörð, Jón Eiríksson og Hrólfur Benediktsson, en ólafur Sigurðs-
son, Frímann Helgason, Pétur Kristinsson og Björn Sigurðsson gátu
ekki farið vegna ýmsra ástæðna.
Þó fyrsti sigur félagsins í meistaraflokki, væri það sem mest bar á
um þetta leyti, og sá sigurinn, sem segja má að brotið hafi blað í
sögu félagsins, þá unnust fleiri merkir sigrar.
Þetta ár sigraði einnig B-lið félagsins alla keppinauta sína. Sýnir
Islandsmsistarar 1930: --- Aftari röíS: Jóhannes Bergsteinsson, Björn SigurtSsson,
Hrólfur Benediktsson, Agnar BreitSf jörtS, Halldór Árnason (látinn), Hólmgeir
Jónsson. Fremri rötS: Olafur SigurtSsson (látinn), Pétur Kristinsson, Jón Krist-
björnsson (látinn), Frímann Helgason og Jón Eiríksson.
(yón LJrnióóon:
Tákn og stórmerki
Mér þykir nauðsynlegt að gera nokk-
urn inngang að þessu greinarkorni.
Það mun hafa verið í aprílmánuði
1959, er verið var að ganga frá fyrsta
Valsblaði þess árs. að við ræddum um
að gaman væri að fara í gömul dag-
blöð og leita þar umsagra um þekkta
leikmenn á gullöld Vals. Kom okkur
Jón O. Ormsson
er ungur í félaginu, og hefur yndi af
því að vera með. Hann er félagslyndur,
gamansamur, hnyttinn í orðum og glað-
ur á góðri stund.
saman um að þetta mundi vera tilvalið
efni í jólablað. Þegar að jólablaðinu
kom, reyndist það efni er fyrir lá
meira en nóg, svo ekki var þessu sinnt
frekar þá.
Næst þegar þessi hugmynd kemur
til umræðu, er kornið fram á mitt ár
1960. Er þá rætt um að fara í gegnum
öll þau blöð er hugsanlegt væri að Vals
væri getið og taka þar upp þær umsagn-
ir er einhverja þýðingu hefðu í sam-
bandi við félagsstarfið, fella þessar um-
sagnir saman i eina heild og gera úr
sögu Vals í blöðunum. Var mér falið
að kynna mér þetta efni.
Er ég' fór að kynna mér þetta frekar
varð mér strax ijóst, að hér var meira
verk en svo, að unnið yrði í tóm-
stundum næstu fjögur til fimm árin.
Það var því horfið að því ráði að
reyna að gera afmælisárunum meiri
skil, og þannig reynt að ná svipmynd-
um úr sögunni á stöku stað.
Það er því langt frá því sem upp-
runalega var ætlað, og- flausturslega
unnið, en menn verða að taka viljann
fyrir verkið.
Það ei' ólíklegt að þessi félagsstofnun
hafi vakið það mikla athygli að hennar
hai'i verið getið sérstaklega í því eina
dagblaði sem til var. Það er ekki fyrr