Valsblaðið - 11.05.1961, Síða 44

Valsblaðið - 11.05.1961, Síða 44
42 VALSBLAÐIÐ félagið sitt fyrsta mót, Sslandsmót II. fl. Hvað er svo helzt að gerast hér 1919? íslendingar eignast sína fyrstu flug- vél og mönnum finnst mikið til hennar koma. Vélin flýgur hér um í nágrenninu í fimm mínútna flug og kostar farið kr. 25. Bók Gunnars Gunnarssonar, Saga Borgarættarinnar er kvikmynduð. Mik- il snjóflóð eru á Siglufirði og láta átján manns lífið í þeim hörmulegum slysum. Og í heimi bókmenntanna hefja tveir rithöfundar feril sinn: Davíð Stefáns- son gefur út Svartar fjaðrir og Halldór Guðjónsson frá Laxnesi gefur út Barn náttúrunnar. Erlendir togaramenn skjóta á íslenzka sjómenn. Svo var það strákur í Vesturbænum, sem kom sér undan fermingu með nokkuð nýstárleg- um hætti. Ekki var þess getið, hvort stráksi var í K. R. Ég sagði áðan að þetta ár hafi Valur unnið sitt fyrsta mót. Mér lék því nokk- ur forvitni á að vita hvort ekki væri um það mót eitthvað skrifað, en svo reynd- ist ekki, því miður. Lítið sem ekkert er skrifað um knattspyrnu þetta ár, nema þá í sambandi við komu hinna erlendu gesta. Æfingatilkynningar eru að vísu en nokkuð dræmar og það er eins og einhver deyfð yfir þessu. Þann 15. júlí kemur þessi tilkynning í Morgunblað- inu: „Allir yngri deildar meðlimir Fót- boltafélagsins Valur mæti á fund í kvöld kl. 9 (í húsi KFUM). Þeir sem ekki mæta verða ekki álitnir meðlimir lengur.“ Og mig minnir, að það hafi verið stuttu seinna, sem auglýst var að íslandsmót 3. fl. hæfist. Það var það eina, sem ég fann um það mót ski'ifað. Það sem aðallega setti svip sinn á þetta sumar var koma hinna erlendu gesta. Það var í byrjun maí, sem sagt var að ákveðið væri að hingað kæmi flokkur erlendra knattspyrnumanna. Væri það danska liðið Akademisk Bold- klub, sem um þessar mundir væri sterk- ast liða í Danmörk. Var íslenzkum knattspyrnumönnum ráðlagt að æfa sig því ekki mundi af veita, danskir góðir i þessari íþrótt og liðið væntanlegt í byrjun ágúst. A.B. kemur svo hingað með e. s. Gull- fossi í byrjun ágúst með sama skipi og þeir, sem komnir voru til að vinna að kvikmyndun ,,Borgarættarinnar“. Fyrsti leikur A. B. er við úrval úr Val og Víking og þann leik unnu þeir með yfirburðum 7:0. Ekkert er um frammistöðu einstakra leikmanna skrif- að, en sagt að gestirnir hafi „leikið eins og englar“. Næsti leikur er við K.R. og hann vinna þeir dönsku með 11 :2. Kvartað er um of fáa áhorfendur að þessum leik, í Kaupmannahöfn og annarsstaðar sem við fórum um. Var allt gert til þess að gjöra oss ferðina sem ánægjulegasta og gagnlegasta. í Kaupmannahöfn urðu Valsmenn þess sérstaka heiðurs aðnjót- andi að vera boðnir sem gestir borgarinnar í ráðhúsið. I móttökuræðu, sem hr. Jessen borgarráðsmaður flutti, gat hann þess að Valur væri fyrsti knattspyrnuflokkurinn, sem borgarstjóri Kaupmannahafnar hefði boðið í ráðhúsið og hefði þó mikill fjöldi erlendra knattspyrnuflokka gist Kaupmannahöfn. Séra Friðrik Friðriksson svaraði fyrir okkar hönd og þakkaði hið virðulega boð. Fyrsta kappleik sinn í Danmörku lék Valur í Kaupmannahöfn 24. júlí við KFUM Boldklub og sigruðu Danir með 8:1. Rétt er að geta þess að þetta var í fyrsta sinn sem Valsmenn kepptu á grasvelli og munu þau viðbrigði, að koma á grasvöll af malarvelli, ekki hvað sízt hafa átt sinn drýgsta þátt í ósigrinum. Þess ber að minnast að áður en flokkurinn fór frá Kaupmannahöfn var honum boðið í sumarbústað Jóns Sveinbjörnssonar konungsritara, var okkur fagnað þar framúskarandi vel, af ómældri íslenzkri gestrisni. Næsta dag var svo lagt af stað til Odense, en það var næsti ákvörð- unarstaðurinn. þar voru sömu hlýju móttökurnar. Var keppt 27. júlí og lauk leiknum með sigri Vals 6:1. Ennfremur sigraði Valur í Kolding 29. júlí með 5:2 og í Fredricia daginn eftir 6:2, en tapaði í Silkeborg, í síðasta kappleiknum, með 2:1, en þar var keppt við styrkt lið. Alls kepptu Valsmenn 6 kappleiki í Danmörku, sigruðu 4 og töpuðu 2, skoruðu 22 mörk gegn 10. Kappleikirnir voru yfirleitt prúðir og drengilegir. Blaðaummæli lof- samleg og hlýleg. Hinn 1. ágúst lögðu svo Valsmenn af stað heim- leiðis frá Kaupmannahöfn með 2 daga viðdvöl í Edinborg, og komu til Reykjavíkur 8. ágúst. Alls hafði þá þessi ánægjulega ferð staðið yfir í 24 daga. —“ Blaðaummæli: Kaupmannahöfn: — „Eftir að hafa séð leikinn í kvöld er ég ekki í neinum vafa um, að knattspyrnan er mun betri en þegar fyrsta danska liðið kom til Reykjavíkur fyrir 12 árum. Þá sóttu íslendingar sig í síðari hálfleik, er þeir vöndust grasinu, en því voru þeir óvanir, þannig, að í síðari hálfleik voru þeir oft ráðandi úti á vellinum, og með svolítilli heppni hefði leikurinn getað endað með jafntefli, og það hefði verið það réttlátasta. Odense: — Úrslit leiksins voru þau að gestirnir frá Sögueyjunni unnu öruggan sigur með 6:1, sem var fullkomlega réttlátt og í raun og veru gat Odenseliðið lært af þeim, nefnilega hraða og viljakraft. — Þátttakendur í förinni voru þessir: Agnar Breiðfjörð, Bjarni Guð- björnsson, Björn Sigurðsson, Frímann Ilelgason, Einar Björnsson, Geir Ólafsson, Ilalldór Ániason, Hólmeeir Jónsson, Hrólfur Benediktsson, Jóhannes Bergsteinsson, Jón Eiríksson, Jón Kristbjörnsson, Ólafur Sig- urðsson, Pétur Kristinsson og Snoiri Jónasson. Aðalfararstjóri var séra Friðrik Friðriksson og auk hans var í fararstjórninni Jón Sigurðsson formaður félagsins. Fram að þessum tíma hafði ekki farið mikið fyrir afmælishátíðahöld- um hjá félaginu. Á 5 ára afmælinu komu félagamir saman í KFUM til kaffidi’ykkju, þar sem séra Bjarni Jónsson var heiðursgestur, voru þar fluttar ræður og sungið og á eftir farið í leiki og stóð þetta til nær kl. 3 um nóttina, sátu samsætið 28 manns. Ekki verður séð af skráð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.