Valsblaðið - 11.05.1961, Side 46

Valsblaðið - 11.05.1961, Side 46
44 VALSBLAÐIÐ starfsemi sína, og- hún kostaði með öll- um húsbúnaði talsvert yfir eina milljón krónur. Það var mikill peningur þá. í september hefja kvikmyndahús í Reykjavik að sýna talmyndír og það er mikill viðburður. Og rétt fyrir jólin hefur „Útvarp Reykjavík“ starfsemi sina. Og það eru margir sem vilja sækja landið heim þetta sumar og það eru fyrirhuguð nokkur norræn mót. Og landið, þjóðin og sagan eru til umræðu erlendis. Nokkrir vilja fá ýtarlegri vit- neskju um þetta allt en þeir fá í blöð- unum sínum erlendis og þeir skrifa hingað heim. Og það eru nokkuð furðu- legir hlutir, sem spurt er um. Morgun- blaðið fær í febrúar bréf frá Svíþjóð og í því er spurst fyrir um „hve mörg kvikmyndahús séu í höfuðborginni og öðrum stórborgum landsins svo sem Skálholti og Borgarnesi." En fyrir okkur Valsmenn hefur þetta ár mikla þýðingu. Það er á þessu ári, sem félagið vinnur í fyrsta sinn ís— landsmót meistaraflokks og sæmd- arhcitið „bezta knattspyrnufélag ís- lands“. Gamall draumur félagsins hefur á þessu merka ári ræst. Og fyrir höndum eru þau ár, sem glæsi- legust hafa verið í sögu félagsins. Nær algjör sigurganga á íslands og Reykja- víkurmótum alit til ársins 1945. Og nær algjör einokun vinninga á hand- knattleiksmótum fyrst eftir að þau hófust og vel það. Gullöld Vals er hafin. Og nú skulum við snúa okkur að að- alefninu. Æfingatilkynningar frá félaginu eru i fullum gangi þetta vor og sumar og það ar eins og menn hafi „æft“ þetta ár. Enda gátu blöðin þess að félagið virtist vel æft, þegar það kom til leiks í Isiandsmótinu. Þann fimmta apríl er í einu blaðanna sagt lítiilega frá aðalfundi félagsins og þeir taldir upp sem sátu þá í stjórn. Þetta er það eina um félagið, þar til Islandsmótið byrjar í júni. íslandsmótið hófst þetta ár þann 22. júní. Til tals hafði komið að láta úr- slitaleik mótsins fara fram á Þingvöll- um í sambandi við Alþingishátíðina, en það reyndist því miður ekki mögulegt. Hefði það óneitanlega verið skemmti- legra, sérlega fyrir okkur Valsmenn, þ. e. a. s. ef við hefðum unnið mótið þar. Þátttakendur í þessu móti auk Vals voru: K. R. Fram, Víkingur og Vest- mannaeyingar. Fyrsti leikur Vals í þessu móti var 23. júní og léku þeir þá við Víking og unnu leikinn 5:0. Segir í einu blaðinu: „og bjuggust menn við meiru af Vík- miðað vi þau samskipti, sem íslenzkir knattspyrnumenn hafa vi aðra til að læra af. Bækur eru lesnar um leikinn, myndir skoðaðar af leik- stöðum, skipulag rætt mjög manna á milli og síðan reynt að samhæfa það sem menn læra. Við þetta bættist, að allir skildu, að þjálfun var nauðsynleg og meira að segja skilyrði til þess að ná árangri, og mikill meiri hluti hóp þessa vildi leggja á sig mikla þjálfun, bæði vetur og sumar. þar naut félagið starfskrafta mjög góðra manna um langt skeið, en það voru: Aðalsteinn Hallsson, Benedikt Jakobsson og Baldur Kristjónsson. Þeir lögðu grundvöllinn að velgengninni. Þeir hafa líka oft sagt, að engir knattspyrnuflokkar hafi unnið með meiri vilja og ákafa í þeim erfiðu æfingum, sem þeir lögðu á menn, af þeim sem þeir hafa haft til þjálfunar. í þessu, sem hér er sagt að framan, felst í rauninni skýringin á þeirri velgengni, sem var hjá félaginu um langt skeið. Vel undirbyggt félagslíf. Á aðalfundinum 1931, um haustið, baðst Jón Sigurðsson eindregið undan endurkosningu, sem formaður, þar sem hann ætti fyrir höndum erfitt nám. Var þessu tekið með skilningi, þó allir félagsmenn hörmuðu að missa hann úr formannsstarfi. Það var verðugt þakklæti til Jóns að fyrsti flokkur félagsins gat fært honum og félaginu Islandsbikarinn áður en hann hætti forustu í Val, svo vel hafði hann unnið að því að sá árangur næðist. Svipaða sögu er að segja um Axel Gunnarsson, hann biðst undan endurkosningu um sama leyti. Þessir tveir menn höfðu verið lífið og sálin í félaginu í nær áratug. Staðið hlið við hlið og skipst á um að hafa formennsku á hendi, þessi uppbyggingar ár. Næstu fjögur árin komu fjórir menn í íormennsku í Val. Jón Eir- íksson, Pétur Kristinsson, ólafur Sigurðsson og Frímann Helgason. En þrátt fyrir þessi formannaskipti, er eins og andinn og stefnan breytist ekki. það er reynt að halda áfram á sama grundvelli og þeir Jón og Axel lögðu, og byggja á honum. Samheldni félagsmanna náði líka langt út fyrir þann hóp, sem stundaði æfingar í félaginu. Skal nefnt lítið dæmi þar um. Á þeim árum, eins og nú, átti félagið stöðugt í fjárhagserfiðleikum og þá gripið til fjáraflana þar sem tekna var von. Á þessum árum tók Valur upp á því að efna til Álfadams og brennu á íþróttavellinum og þá oftast í kring um þrettándann. Þetta var erfitt verk og þurfti marga til að safna saman því, sem til brennunnar var gefið og unnu þar margir af miklum áhuga og krafti. Rétt fyrir þrettándann 1932 hafði snjóað mjög mikið og íylgdu því stormar, sem orsökuðu það, að skaflar höfðu lilaðizt svo umhverfis girð- ingu vallarins, svo þar mátti ganga yfir, og áhorfendur þurftu því ekki annað en standa þar, til þess að hafa upphækkuð stæði til að fylgjast með því, sem fram fór inni við brennuna. Það var sem sagt tilgangslaust að efna til brennu við þessi skilyrði. Nú voru góð ráð dýr. Þá voru látin boð út ganga til allra Valsmanna og þeir beðnir að koma „vestur að Velli“ og moka snjónum í burtu, svo ekki væri hægt að horfa yfir girðinguna, því Álfadans og brennu ætti að halda. Menn létu ekki á sér standa, og 4. janúar komu 60 manns til þess að moka snjó. Tók það tvö kvöld að hreinsa snjóinn svo frá, að tiltök væri að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.