Valsblaðið - 11.05.1961, Síða 47

Valsblaðið - 11.05.1961, Síða 47
VALSBLAÐIÐ 45 láta brennuna fara fram. Er þetta gott dæmi um samheldnina og áhug- ann um þessar mundir. Brotið upp á verkefnum. Árið 19S2 var ekki sérlega viðburðaríkt, nema hvað leikir og mót gengu sinn vanagang og þannig haldið í horfinu. Ilins vegar hefur stjórnin tekið til meðferðar vallarmálin og leitað til bæjarins um leyfi fyrir svæði til að ryðja og fengið vilyrði. Valur gat eiginlega aldrei sætt sig við það, að vera vallarlaus, eftir að hafa orðið að láta af hendi völl sinn á Melunum. Svæði þetta, sem um var rætt, var við svonefnt Haukaland við enda öskjuhlíðar. Þjálfaramálið var alltaf mikið vandamál og erfitt að fá menn með kunnáttu og sérþekkingu á knattspyrnu. Úr þessu rættist þó þetta ár, er stjórninni tókst að fá Reidar Sörensen til þess að taka að sér þjálfun hjá félaginu. Var þetta mikið happa fyrir knattspyrnuna í Val, að fá hann til að kenna og var hann fastur rnaður næstu 4 árin. Bar kennsla hans mikinn árangur og vissulega hefur áhrífa hans gætt líka innan hinna félaganna, sem óbeint gátu fært sér í nyt það sem hann kendi Valsmönnum. Reidar var strangur þjálfari og lagði mikla á- herslu á smáatriðin, sérstaklega hvað við kom knattleikni. Allt þetta vann Reidar í öll þessi ár, án þess að taka eyri fyrir. Reidar stundaði töluvert knattspyrnu í Hamborg á námsárum sínum þar og þekkti íþróttina út og inn, og hafði lesið mikið um hana. En kunnastur var hann hér, áður en hann kom til Vals, fyrir afrek sín í frjálsum íþróttum, en sum þeirra voru mun betri en gildandi íslands- met, en þar sem hann var norskur ríkisborgari, var ekki hægt að stað- festa þau sem met hér. Sörensen var þá starfandi í ÍR. Skíðamálin komu líka á dagskrá stj órnarinnar og farið var að tala um, að koma á skíðaferðum „til að efla samheldnina rneðal knatt- spyrnumannanna, og í því er líka góð þjálfun“ eins og það er bókað. þá er líka farið að vinna að undirbúningi að því, að taka á móti knatt- spyrnuliði frá KFUM í Danmörku og endurgjalda móttökurnar árið áður. Af því gat ekki orðið 1932, en ákveðið að það kæmi næsta ár. Sigursælir norðurfarar. Ungu mennirnir, sem höfðu fært Val fyrsta sigurinn 1930 í íslands- móti og mótum þar á eftir, hafði ekki verið stök bára, sem skolaði félaginu fram á við. Það má segja, að þær hafi risið ein af annarri á þessum árum. Sú nýja, sem næst kemur, tekur að láta á sér bera 1929. Þriðji flokkur vinnur þá fyrsta þriðjaflokksmót, sem Valur vinnur. Þeir halda saman margir, og nýir bætast við. Það er eins og að það sé orðið þröngt um svona tápmikla karla. þeir komast ekki að í meist- araflokki. Þeir eru sigursælir og þeir vilja meiri verkefni. Á árinu 1932 má segja að það haldi þeim engin bönd. Aðgerðaleysið er eitur í þeirra beinum, þeim finnst lítið fyrir þá gert og þá sameinast þeir um að fara í ferðalag til Akureyrar, sem í þá daga var ekkert smáfyrir- tæki. Það er ekki meira en svo, að hinir eldii hafi trú á „fyrirtæk- inu“, en láta þó afskiftalaust. Sjálfir munu piltarnir hafa annast Undirbúning allan og jafnvel bréfaskriftir norður, en fengu þó stimpil og undirskrift „ráðandi manna“. Þetta varð ekki hindrað. Förin var farin og enn þann dag í dag nýtur Valur krafta sumra þessara manna og má segja að för þessi hafi verið tímanna tákn um orku og vilja, sem var að leysast úr læðingi á þessum árum. ing“. Þetta var síðasti leikur félagsins fyrir Alþing'ishátíðina sem hófst 26. „Og nú lágu allir vegir til Þingvalla eins og Rómaborgar forðum. Þúsund- um saman streymdi mannfjöldinn þang- að.“ Og það var mikið um að vera á Þingvöllum þessa júní daga 1930, þegar um 30 þúsund manns dvöldu þar. En hér verður þessarar hátíðar ekki minnst. Ég vil aðeins minna á þá „skemmtilegu tilviljun“ að árin 1930 og 1944 er Valur Islandsmeistari. Þann 1. júlí leikur svo Valur við Vestmannaeyinga og sigrar með 3 mörk- um gegn 1. Næst hefur Valur svo leikið við Fram, en mig skortir tölulega út- komu þess leiks, en Valur vann. Þriðjudaginn 7. júli er svo í Morgun- blaðinu grein sem heitir „Knattspyrnu- mót Islands“. Þar segir m. a.: „Er þegar hægt um það að segja hverjir muni leika er Valur og K. R. hafa fengið jafna vinninga, en engu verður um það spúð, hvor þessara keppinauta verður ofaná.“ Er nú gang- ur mótsins rakinn í stórum dráttum, sagt frá leikjum Vals við Víking og Vestmannaeyjar. „Var það spá margra eftir þann leik að til úrslita mundi draga milli K.R. og Vals Voru Vals- menn fráir á fæti og vaskir í sókn“. Síðan heldur greinin áfram og líkur á þessum orðum. „Eins og' sjá má standa leikar svo, að úrslitaleikur mun háður milli K.R. og Vals. Væri þess þá að vænta, að menn fjölmenntu suður á v.öll, því vafalaust verður leikurinn ein- hver sá mesti, sem hér hefur verið háð- ur í langan tíma“. Þetta segir plús og mínus í grein sinni. Og fimmtudagurinn 10. júlí rennur upp og fyrir höndum er úrslitaleikur ís- landsmótsins og' hann vekur greinilega eftirtekt í bænum. Leikurinn er til- kynntur með stórum og fyrirferðar- miklum auglýsingum, hljóðandi eitthvað á þessa leið. „Uslitaleikur um nafnbót- ini „bezta knattspyrnuféiag- íslands" verði í kvöld milli Vals og K.R.“ Og ennfremur „Undanfarin sjö ár hefur aldrei verið háður jafn spennandi leik- ur og i kvöld“. Og leikurinn er ræddur í blöðunum, sem hvetja lesendur sína til að fara út á völl. Og Alþýðublaðið segir: „Verður áreiðanlega mjög skemmti- legt að sjá þessi tvö ágætu félög keppa um nafnbótina „bezta knattspyrnufé- lag íslands". Ættu bæjarbúar að fjöl- menna suður á íþróttavöll í kvöld.“ Morgunblaðið segir: „Verður vafalaust mikið kapp í þeim leilc, því bæði félögin eru skipuð ágæt- lega æfðum mönnum“. Og hvað er svo að gerast í bænum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.