Valsblaðið - 11.05.1961, Page 48
46
VALSBLAÐIÐ
Frímann Helgason
Keppandi í nær 20 ár, formaður 1934—
’38 og 1941—’43 og stjórnarmeðlimur í
mörg ár, þjálfari og leiðbeinandi og í
ritstjórn þessa blaðs. ,
Ólafur SigurSsson.
Hugsjónamaðurinn, sem reyndi að sjá
inn 1 framtíðina. Valsmaðurinn einlægi,
sem þegar er orðinn virkur 1920, og lék
um skeið í öllum flokkum: 3, 2 og meist-
ara samtimis. Stjórnarmaður og foi’-
maður fyrst 1933.
Jóhannes Bergsteinsson
Hinn leikjni knattspyrn,umaður, )sem
gat skipað hvaða stöðu sem var í liðinu.
Síðar hinn sami elju- og áhugamaður
um framkvæmdir Hlíðarenda og þar
um langt skeið í formennsku.
V'
Um ferð þessa skrifar Sveinn Zoéga í 25 ára afmælisblaðinu m. a.:
„— Að kvöldi 7. júní lögðum við 16 félagar úr 2. flokki Vals, úr höfn
með Es. „Gullfossi" áleiðis til fyrsta áfanga ferðarinnar, ísafjarðar.
— Þar tóku á móti okkur, gamall kunningi okkar, Axel Andrésson,
Helgi Guðmundsson formaður knattspyrnufélagsins „Hörður“ og Gunn-
ar Andrew skátaforingi. Kl. 4 e. h. (8. júní), byrjaði leikurinn við
ísfirðinga. Fyrri hálfleikur endaði 0:0 en seinni með sigri okkar 3:1.
Kl. 6 lagði Gullfoss af stað og nú til Siglufjarðar. Endurminning okkar
frá Isafirði var slík, að við hlökkuðum allir til að koma við þar aftur í
bakaleiðinni.
Kl. 7 f. h. daginn eftir komum við til Siglufjarðar, í rigningu og
þoku. Lékum við þar við úrvalslið Siglfirðinga, á velli sem var allt of
breiður en allt of stuttur, og þann dag betur fallinn til að leika á
„waterpolo“ en knattspyrnu. Leikslok urðu jafntefli 5:5. Á hádegi
lagði skipið í síðasta áfanga ferðarinnar, til Akureyrar. — þar tóku
á móti okkur og buðu okkur velkomna fyrir K. A. þeir Jón Sigurgeirs-
son og Jónas Jónasson.
Sofið var í Iðnskólanum, en ýmsir félagar K. A. tóku okkur í fæði
heim til sín, og efast ég um að til hafi verið betri heimili á Akureyri,
en við nutum gestrisni hjá.
Fyrsti leikur okkar á Akureyri var háður við Knattspyrnufélagið
Þór, 2. fl. og unnum við með 6:0. — Daginn eftir lékum við handknatt-
leik við K. A. félaga, og unnum með 14:7. 15. júní lékum við við 2. fl.
K.A. og unnum með 5:1.
K. A. menn voru töluvert leiknari en Þórsmenn, en ekki eins stæltir.
15. júní var kappleikur milli okkar og 1. fl. (meistaraflokks) K. A.
Sá leikur endaði með jafntefli 1:1. Leikurinn var allur mjög fjörugur
og spennandi. Það má geta þess að sama lið keppti hér í Reykjavík
Annar fl. um 1940. Sigursœll flokkur og komu margir síðar viíS sögu Vals.
Fremri rö$ frá v.: Halldór Sveinsson, Geir GuÖmundsson, Ingölfur Steinsson,
Albert GuÖmundsson, Snorri Jónsson. Aftari röíS: GutSbrandur Jakobsson, Ólafur
Jensen, Anton Erlendsson, (vantar nafn), Olafur Jakobsson, Jón P. Jónsson,
Jónas SigurtSsson, Björn Ólafsson, DavítS DavííSsson.