Valsblaðið - 11.05.1961, Qupperneq 54
52
VALSBLAÐIÐ
Noregs- og Danmerkurfarar Vals 1935. Aftari
rö8: Grímar Jónsson, Egill Kristbjörnsson, Osk-
ar Jónsson, SigurÖur Ólafsson, Frímann Helga-
son, Hrólfur Benediktsson, Agnar BreiíSfjörtS,
Gísli Kœrnested. MiíSröíS: Magnús Bergsteins-
son, Jóhannes Bergsteinsson, Hermann Her-
mannsson, Ásmundur Steinsson, GutSmundur
.ITigurtSsson, Ólafur Gamaliel&scm. Fremsta
röti: Þórarinn Þorkelsson, Hólmgeir Jónsson,
Ellert Sölvason, Þórir Bergsteinsson og
Björgúlfur Baldursson.
sleppt. Við höfðum átt sömu sólskins-
daga og sigurstundir, tárfellt yfir sömu
ósigrunum, saman bitið á jaxlinn og
bölvað í hljóði (og kannske upphátt
lika).---------
Við snérum við og héldum á eftir
þessum syngjandi, glöðu Valsdrengj-
um, og horfðum á vel heppnaða og á-
nægjulega æfingu, sem rifjaði upp og
vakti margar yndislegar minningar af
þessum melum frá bernskudögum okk-
ar.
Hugur minn komst í uppnám við hin-
ar mörgu, gömlu og góðu minningar,
sem tengdar voru við þessa mela, knatt-
spyrnuna og Val. Ég fann þetta yndis-
lega reykvíska vorkvöld, að það hafði
vissulega verið gott að vera Vals-
maður, og mér fannst þá, að bernska
mín og unglingsár hefðu orðið auð og
tóm, hefði ég ekki notið þeirrar gæfu,
að vera í Val og iðka knattspyrnu með
þeim mörgu og góðu félögum, sem ég
eignaðist þar. — Og nú finn ég það
ennþá betur að á engu hefði ég viljað
skipta í staðinn fyrir þær stundir, sem
ég hefi átt meðal Valsmanna.
Og finnurðu ekki líka, þegar allt
kemur til alls,
einkanlega á vorin, — að
framtíðin er Vals!
inn í húsi KFUM og þangað boðið öllum þeim, sem komið gætu til
greina í væntanlega ferð.
Þar voru kjömar nefndir, sem áttu að annast hin ýmsu atriði, er
varðaði undirbúninginn. Voru þær 5 eða 6 talsins og voru þá allir komnir
í starfa! Ákveðið var að haldinn skyldi fundur í hverjum mánuði og
þar gefnar skýrslur um hvernig málin stæðu. Voru fundir þessir hinir
skemmtilegustu og urðu til þess að sameina menn enn betur um
verkefnið. Allir gerðu sem þeir gátu til þess að ferðin mætti takast
sem bezt. þetta var mikið ævintýri í allri fábreytninni á þessum árum,
að fá tækifæri til þess að fara slíka ferð.
íslandsmótið var haldið í fyrra lagi vegna utanfarar Vals til Norð-
urlandanna og fór úrslitaleikurinn fram 11. júní, og var Valur í úr-
slitum við KR, eins og alltaf á þessum árum. Það var því mikill spenn-
ingur um það, hvort Val mundi takast að fara í ferð þessa með íslands-
meistaratitilinn á herðunum. Urðu miklar umræður um það meðal
knattspyrnumanna, og vegna álits íslenzkrar knattspyrnu var af sum-
um talið bezt að Valur tapaði vegna þess að ef illa færi og þeir fengju
slæma útreið í ferðinni, væri hægt að segja að þetta væri ekki bezta
félagið. Það var greinilegt að þegar var farið að koma fram nokkurt
þjóðarstolt vegna frammistöðu liðsins. Valsmenn gáfu þessu lítinn
gaum, en höfðu það eitt í huga að sigra. Vafalaust hafa KR-ingar haft
það líka í huga, og ef til vill talið það „þjóðhollustu“ að vinna Val!
Leikurinn var ákaflega jafn og mátti vart á milli sjá hvor sigraði.
Valur skoraði eina markið, sem kom í leiknum og var Agnar Breið-
fjörð þar að verki.
Ákveðið hafði verið að Reidar Sörensen yrði fararstjóri í för þess-
ari, enda kunnugur öllum hnútum. Af einkaástæðum gat hann, á síð-
ustu stundu ekki komið með í för þessa, og var það slæmt. Var þá horfið
að því að kjósa fjögurra manna nefnd til að annast fararstjórn og átti
formaður félagsins Frímann Helgason að hafa forustu, en Sveinn
Zoéga var kjörinn gjaldkeri, og þriðji maður var Jóhannes Bergsteins-
son og fjórði Hólmgeir Jónsson. Hópurinn samanstóð af 20 mönnum
og lagði héðan úr höfn 13. júní með es. „Lyra“. Ileim var komið aftur
11. júlí eftir nærri mánaðar útivist.