Valsblaðið - 11.05.1961, Blaðsíða 69
VALSBLAÐIÐ
67
NorSurfarar 1938. Áning í HreíSavatnsskála.
og auka það bæði að sumri og vetri, og þá með tilliti til skíðaferða þar
í grennd. Taldi hann að hægt mundi að safna talsverðu fé til kaupanna,
með framlögum félagsmanna, kveðst jafnvel þegar hafa fengið loforð
fyrir nokkru fé í þessu skyni.
Nýja stjórnin, sem við tók í marz ræddi málið á fyrstu fundum sín-
um og var þar samþykkt að efna til almenns fundar um málið. Var á
fundi stjórnarinnar lögð fram sundurliðuð áætlun frá Axel um kaupin
á Lögbergi.
Af einhverjum ástæðum mun fundur þessi ekki hafa verið haldinn,
eða a. m. k. sést það ekki í fundargerðabókum og hefur mál þetta því
ekki náð lengra.
Farið til Akureyrar.
Um sumarið var farið til Akureyrar í skyndiferðalag og keppt þar
tvisvar sinnum. Um ferð þessa segir Guðmundur Sigurðsson m. a.:
„— Eins og allir Valsmenn vita, fór meistaraflokkur félagsins til
Akureyrar sumarið 1938, og keppti þar við bæði félögin, sinn kappleik-
inn við hvort. Vann Valur báða leikina, þann fyrri með 4:2 eftir frekar
harðan leik, og verður minnst á þá nánar í „bröndurunum“, var sá
leikur við K. A. Síðari leikinn vann Valur með 6:0, þá á móti Þór,- Að
fara í svona langt ferðalag á svona stuttum tíma (4 dögum) og keppa
tvo kappleiki, er bókstaflega þrekvirki og tæplega leggjandi á nema
hrausta og þjálfaða menn. Enda kom það á daginn, að vart hefði mátt
bjóða okkur meira þó svo, að allir væru í góðri þjálfun.
Það sem orsakaði það, að förin gat ekki orðið lengri, var Þjóð-
verjaheimsóknin, en þeir komu, eins og kunnugt var um mánaðamótin
júní—júlí. Þrátt fyrir það var þessi för ein með þeim skemmtilegustu,
sem ég hef farið með Val, og hygg ég að fleiri geti sagt hið sama.“
Nánar segir frá för þessari í löngu kvæði Guðmundar í 3. tbl. Vals-
blaðsins í apríl 1941. , ?•
yfir völlnn, á bak við þá eru frám-
verðirnir þrír, er bregða við jafnskjótt
og sóknin bilar, eða hætta er á uþp-
hlaupi mótherjanna, en fyrir áftan
fíámverðiná koma bakverðii'nir tveii',
sem síðastá varnarlína fyrir framan
markhliðið. Reynist varharlínurnar
ekki nógu sterkár, og mótherjinn kemst
þrátt fyrir þær í skotfæri, er síðasta
vörn vígisins markvörðurinn, sem trúr
stendur á verði í markinu og' fylgir
með athygli gangi jéiksins, svo að ekk-
ert upphlaup, ekkert skot á markið komi
honum á óvart.
Þeir standá þárná hver fyrir sig, þó
ekki sem einstaklingar, heldui1 ein heild,
flokkurinn, kappliðið, félagið. Þeir vita,
að einir fá þeir litlu seni engu áoi'k-
að. Þeir eru éllefu í hvoi'u liði óg ellefu
hugsa þeir hina sömu hugsun, að allir
skulu þeir vinná saman sem einri væi'i,
hugsa sem einn maður, mæta móthérj-
unum sem sameinuð heild, er öruggt ver
sitt eigið mark og með samleik og
leikni kemst fram hjá vamarlínum
mótherjanna og skorar mark. Hinn kitl-
andi órói taugaóstyrksins, sem þeir e.
t. v. hafa fundið til í upphafi leiks,
er nú horfinn og það er eftirvænting
og einbeitni, sem skín út úr hverju ánd-
liti. Hið tapaða skal unnið, unnið aft-
ur! Hið unna skal varið og margfaldað!
Leikurinn hefst á ný. Fiokkarnir
hafa knöttinn til skiftis, sókn breýtist
í vörn og vörn í sókn og knötturinn
..:K .
Liðin, sem vígðu Haukalandsvöllinn
1936. Valur og Haukar í þriSja flokki.