Valsblaðið - 11.05.1961, Qupperneq 78
76
VALSBLAÐIÐ
um“, eins og umhyggjusamur fað-
ir, sem ætlast þó :til þess um leið,
að þeir taki góðan kaffisprett“.
Þessi heimsókn var flokknum e.
t. v. meira virði en okkur grunaði
þá. Þessi sameiginlega, rjúkandi
kaffidrykkja var líkamleg hress-
ing. Hún var líka sameinandi fyr-
ir liðið, sem fullyrða má að átti
oft mikinn þátt í sigursæld þess
og samtakamætti.
Þessi hugulsemi Kristjáns hafði
líka sín góðu áhrif. Þessi hávaða-
lausa hvatning, borin fram af
þeirri einlægni, sem honum var
lagin, er þáttur sem við gleym-
um aldrei, sem nutum.
Kristján var mikill áhugamaður
um knattspyrnu, þótt hann fengi
aldrei notið þátttöku í leik, en sem
áhorfandi var hann einn þeirra
fáu, sem munu hafa horft á hvern
einasta leik í öllum flokkum að
kalla má, ef hann annars hafði
ferlivist. Það var gaman að ræða
við Kristján um knattspyrnumenn
bæjarins. Hann þekkti þá alla og
þroskaferil þeirra um fjölda ára,
og það var sjaldan langt frá réttu
lagi, þegar hann sér til gamans
valdi „sitt lið“ í félögunum.
Þegar ég minnist gamalla, góðra
daga, kemur Kristján stöðugt fram
í huga minn, og ég hef oft óskað
þess, að Valur ætti á hverjum
tíma sinn Kristján, sem með
sannri einlægni kæmi í hálfleik
með heitan kaffisopa, hávaðalaust,
en þó hvetjandi.
Þegar góðra manna er getið í
Val, er Kristjáns Helgasonar
minnzt. Þess vegna minnumst við
hans með þakklátum huga, þegar
við rifjum upp menn og málefni
frá liðnum dögum.
Minningarsjóður
Kristjáns Helgasonar.
Kristján Helgason lézt af slys-
förum 5. sept. 1945, þá tæplega
67 ára, (fæddur 7. des. 1873). I
tilefpi af því stofnuðu ættingjar
hans og vinir sjóð, sem ber nafn
Fyrstu íslandsmeistararnir f handknattleik í 'mfl. 1940. ------ Fremri rö?S f. v.:
Geir GuíSmundsson, Anton Erlendsson, Grímar Jónsson. Aftari röíS: Karl Jónsson,
SigurÖur Ólafsson, Egill Kristbjörnsson og Frímann Helgason.
hefur verið í marki Vals þrjú ár samfleytt, í þessum flokki, án þess að
skorað yrði hjá honum. Er þetta algjört einsdæmi, ef ekki heimsmet,
líklega það eina sem íslendingar eiga.“
Til gamans verður getið úrslita í leikjum flokksins þ. á., en leikið
var í tveim umferðum í Reykjavíkurmótinu:
Fram 4:0, — KR 1:0, Víking 6:0. Síðari umferð: Fram 7:0. —
KR 8:0, — Víking 4:0. íslandsmótið: Víking 3:0, — Fram 4:0, —
KR 2:0.
Handknattleikurinn nemur endanlega land.
Valur sigrar í fyrsta íslandsmótinu.
Á vetraræfingunum, sem knattspyrnumenn stunduðu á árunum eftir
1930 var ýmist æfð leikfimi eða knattleikni og til þess notaðir tusku-
knettir. Heldur mun þetta þó hafa þótt einhliða. Ýmsir höfðu komizt
í kynni við handknattleikinn og var þá freistast til þess að grípa til
hans, svona til upplífgunar. Smátt og smátt varð það að föstum vana,
að taka svolítinn sprett í handknattleik í lok æfinganna. Varð þá oft
mikið kapp í mönnum og þegar salurinn var lítill, en þá var æft í Aust-
urbæjarskólanum, og síðar í ÍR-húsinu ,voru pústrar tíðir, skrámur og
fingrafettur. Við það bættist að upp komu deilur um það hvort lög-
lega væri leikið eða ekki, eða hvort liðið hefði unnið. En allt þetta
jafnaði sig og sár gréru.
Svona gekk það til að byrja með, heldur skipulagslítið. Sumum þótti
„hasinn“ heldur mikill og þar kom að málið var lagt fyrir stjómarfund.
í fundargerð um þetta segir: — „Nokkur ágreiningur hafði komið
upp um það, hvort hafa skyldi handknattleiksæfingar á æfingakvöld-
um félagsins, þar sem allir þeir, er æfingar sæktu gætu ekki tekið þátt
í þeim. Urðu um þetta nokkrar umræður. Mæltu tveir stjórnarmenn,