Valsblaðið - 11.05.1961, Side 86
84
VALSBLAÐIÐ
Sveinn Zoega
Gerðist ungur Valsmaður og tók þá
strax að keppa. Tók miklu ástfóstri við
félagið. Varð að hætta í 2. flokki vegna
lasleika. Helgaði sig þá stjórnarstörfum
í öllum myndum: Nefndastörf, stjóm-
arstörf; formannssæti í Val hefur hann
þrívegis skipað á 20 árum. Fulltrúi Vals
í KRR lengur en nokkur annar.
Úlfar ÞórSarson
Athafnamaðurinn bjartsýni, sem á viss-
an hátt braut blað í sögu Vals. Maður-
inn, sem með elju og atorku hefur
hrifið með sér unga menn til átaka
fyrir Val. Formaður Vals 1947—50.
Gunnar Vagnsson
Gerðist formaður Vals 1952, þá sem
nýr félagsmaður. Gekk með einlægni og'
áhuga að öllum störfum i þágu félagsins.
hann keyptan, en verðið þótti of hátt og auk þess var hann heldur
langt í burtu, í miklum snjóum.
Þá var horfið að því að athuga til hlítar, tilboðið frá ÍR um leigju
á ,,Valgerðarstöðum“, litlu sumarhúsi, rétt við Kolviðarhól. Hafði
Þorkell Ingvarsson verið kjörinn formaður í nefnd, sem athugaði mál-
ið. Lagði hann síðan fyrir stjómina 3. des. 1940, drög að samningi
við ÍR um leigumála. Var þegar gengið að honum og skíðanefndinni
falið að sjá um framkvæmd málsins.
Hófst nefndin þegar handa af miklum dugnaði, að breyta og lag-
færa húsið. Unnu og að því margir áhugamenn innan félagsins. Var
unnið að þessu allan veturinn og var skálinn vígður á uppstigningar-
dag og þótti skíðaáhugamönnum Vals, stórum áfanga hefði verið náð.
Leigusamningurinn var til 5 ára og var það von manna, að þegar
leigutíminn væri á enda, yrði búið að reisa nýjan og vandaðan skála,
er uppfylli glæstustu vonir manna.
Áætlunin um sýningarferð um Norðurland.
Snemma á starfsárinu 1942 gerði stjórnin áætlun um ferðalag um
Norðurland, með fyrsta aldursflokk. Átti ferðalagið að vera all ný-
stárlegt.
Var ætlunin að fara með 25 manna hóp, koma við á ýmsum stöð-
um og sýna hvernig knattspyrnumenn æfa knattspyrnu og þvínæst
að keppa leik þar sem Valur tefldi fram tveim liðum. Var í þessu
sambandi hugsað að fyrir valinu yrðu kaupstaðir á Norðurlandi. Á
Akureyri var ætlunin að leika svo leiki sama daginn, við félögin þar,
og tefla fram tveim liðum. Var almennur áhugi fyrir slíkri ferð, á
þeim stöðum, sem Valur hafði haft samband við. íþróttafulltrúi hafði
gefið ýmsar upplýsingar um aðstöðu og til greina gat komið að hægt
yrði að fá styrk til fararinnar, þar sem um kennslu og útbreiðslu-
ferð væri að ræða.
Þegar á átti að herða reyndist ekki kleyft að sameina svo fjölmenn-
an hóp Valsmanna um slíka för, sem taka myndi minnst 7 daga. Varð
því ekkert af þessu. Þess má líka geta að ætlunin var að fá Aust-
firðinga til móts við Val á Húsavík og leika við þá þar.
íþróttaárangur góður í eldri flokkum en ekki í 3. og 4. fl.
Stjórn íþróttasambands íslands fór þess á leit við Val, að félagið
léki afmælisleik fyrir sambandið, sem var samþykkt. Var keppt um
skjöld, er Dagblaðið Vísir hafði gefið — Vísisskjöldinn — svokallaða.
Var hér um mót að ræða og vann Valur KR 1:0, Fram 3:1 og Víking
1:0 og hlaut því skjöldinn til eignar.
Þetta var eitt lakasta ár Vals í yngstu flokkunum, 3. og 4. fl. Voru
ýmsar orsakir til þess. Unglingaleiðtoginn veiktist snemma vors, og
ekki fengust leiðbeinendur til að taka við sem skyldi. Hermönnum
hafði verið leigður völlur sá, sem Valur hafði notað til æfinga. Þá er
þess getið í skýrslum að drengir í 3. flokki hafi verið famir að vinna
svo lengi dags, að þeir hafi ekki getað stundað æfingar eins og áður.
Höfðu menn áhyggjur af þessu.
Aftur á móti voru eldri flokkarnir sigursælir, bæði 1 handknattleik
og knattspyrnu. Meistaraflokkur í knattspyrnu skoraði 21 mark en
fékk á sig 1 þetta ár.
Á árinu er skipuð fyrsta formlega handknattleiksnefndin og skipuðu