Valsblaðið - 11.05.1961, Page 94
92
VALSBLAÐIÐ
1959—1960.
Geir Guðmundsson.
#
Knattspyrnunefndir III. fl.
1956— 1957.
Gunnar Gunnarsson, Jón Þórar-
insson, Jón Kristjánsson.
1957— 1958.
Jón IJórarinsson, Haukur Gísla-
son, Árni Njálsson.
1958— 1959.
Haukur Gíslason, Geir Guðmunds-
son.
1959— 1960.
Haukur Gíslason.
#
Knattspyrnuncfndir IV. fl.
1956— 1957.
Friðjón Friðjónsson, Elías Her-
geirsson, Gísli Guðlaugsson, Páll Ar-
onsson, Páll Guðnason.
1957— 1958.
Friðjón Friðjónsson, Páll Arons-
son, Árni Njálsson.
1958— 1959.
Elías Hergeirsson, Páll Guðnason.
1959— 1960.
Murdo Mac Dougall, Elías Her-
geirsson.
#
Knattspyrnunefndir V. fl.
1956— 1957.
Einar Björnsson, Friðjón Frið-
jónsson.
1957— 1958.
El.'as Ilcrgeirsson, Gunnar Vagns-
son.
1958— 1959.
Gunnar Gunnarsson, Gunnar
Vagnsson.
1959— 1960.
Murdo Mac Dougall, Gunnar Gunn-
arsson, Róbert Jónsson. *
draumur hefði verið ofarlega í hugum Valsmanna síðan þeir léku
fyrsta leik sinn á grasvelli á erlendri grund 21 ári áður.
Enn var einum stóráfanganum náð, til eflingar félagslífinu og full-
komnunar knattspyrnunnar innan félagsins.
Gísli Halldórsson arkitekt hefur gert allar teikningar og mælingar
og leiðbeint við framkvæmdir vallanna ásamt íþróttafulltrúa ríkisins
Þorsteini Einarssyni.
Stórt hús rís af grunni.
Varla höfðu hinar grænu nálar stungið sér upp úr jarðvegi hins
væntanlega grasvallar, þegar tekið var til við að ræða byggingu íþrótta-
húss og gera áætlanir um það. Snemma á árinu 1953 er sú ákvörðun
tekin, að hefjast handa um þá framkvæmd og þá þegar hafinn nauð-
synlegur undirbúningur. Urðu dálítið skiftar skoðanir um stærð húss-
ins. Vildu sumir að húsið yrði byggt í áföngum, þar sem lokatak-
markið yrði 20x40 m. gólfflötur, en byrjað yrði á 20x32 m. í stað
16x32, og að einnig væri gert ráð fyrir áhorfendasvæði. Opinberir
aðilar vildu ekki fallast á það, að hafa húsið stærra en 16x32 m. auk
gangs og búningsherbergja. Var þar við látið sitja, og salurinn síðan
ákveðinn í þeirri stærð.
Hafizt var handa um framkvæmdir í apríl 1954 og byggt eftir teikn-
ingu frá Skarphéðni Jóhannssyni, sem og hafði eftirlit með bygging-
unni. Aðalhúsið, salurinn, er byggður úr stálgrind frá Belgíu. Eru
veggir beinir og steypt milli súlna.
Vegghæð hússins er 6,5 m. en mesta hæð er um 8,5 m. Verkinu mið-
aði vel áfram og varð það fokhelt snemma á árinu 1955. Búningsklef-
ar og baðherbergi voru byggð með langhlið vestanverðri, og er gangur
úr búningsklefum beint í salinn, þykir það til mikils þrifnaðarauka.
Eftir að húsið hafði verið gert fokhelt, varð nokkurt hlé á framkvæmd-
um, vegna þess að styrkir út á mannvirki þau, sem risið höfðu af
grunni á Hlíðarenda, bárust ekki með þeim hraða, sem æskilegt hefði
verið. Var þá horfið að því ráði, að leigja Hitaveitu Reykjavíkur húsið,
sem geymsluhús, þar til félagið gæti hafizt handa um innréttingu þess.
Lokaátakið.
þannig stóð þetta þar til snemma á árinu 1958, og hafizt var handa
á ný. Þótti stjórn félagsins og félagsheimilisnefnd, sem áður hét Hlíð-
arendanefnd, mikið við liggja, að koma húsinu sem fyrst í notkun og
ef hægt væri eigi síðar en 1. okt. Sýndi nefndin, sem oft áður, að hún
var átakasterk þegar mest lá við. Hófst hún þegar handa um athugun
áfjánnagni til að ljúka íþróttahúsinu og fór svo að saman safnaðist með
lántökum, styrkjum, fyrirframgreiðslum upp í leigu og loforðum um
vinnu o. fl. það mikið að sjálfsagt þótti að segja Hitaveitunni upp
og halda áfram að fullgera húsið. Unnið var síðan látlaust við íþrótta-
húsið, fyrst við baðherbergi og búningsklefa og gang, en síðan tekið
til við salinn sjálfan, eftir því sem Hitaveitan rýmdi hann, en því
lauk í maí.
Er ekki að orðlengja að um haustið er svo komið að búið er að ein-
angra veggi og loft salarins og leggja gólf í hann, sem er tvöfalt
viðargólf. Ennfremur var lokið við að fullu tvo búningsklefa og annar
baðklefinn flísalagður. Var svo rösklega að unnið, að 9. nóv. hlupu
fyrstu Valsmennirnir um hið nýja íþróttahús, sem tákn þess að það