Valsblaðið - 11.05.1961, Side 105
VALSBLAÐIÐ
103
rauninni fyrsta skipulega samstarfið við Reykvísk knattspyrnufélög
og henni lauk í rauninni með því að Akranes vann bikarinn, og lið
þeirra tók miklum framförum á þessum árum og sumir hafa haldið
því fram, að þetta hafi verið byrjunin að uppgangi Skagamanna. Þess
má geta að í sambandi við keppni þessa, var fyrirkomulag þannig, að
þriðju flokkar félaganna og þeir eldri stóðu saman um að vinna bikar-
inn, og varð þetta einnig nokkurt aðhald fyrir 3. flokkana, þeir tóku
og þátt í ferðalögunum með þeim eldri, sem var ekki lítið ævintýri
á þeim aldri.
iéra JJrJriLá
JJrJriháíonar úr
Valur 35 ára.
í sambandi við 35 ára afmæli félagsins mun ekki hafa verið talin
ástæða til, að efna til stórra athafna, en eigi að síður gerði félagið sér
dagamun og segir um það í ársskýrslu 1946:
„11. maí sl. varð Valur 35 ára. I tilefni þess sá félagið um Tuliniusar-
mótið og hafði tekjur af því. þá efndi stjórnin, við þetta tækifæri, til
afmælishófs, er haldið var í samkomusal Mjólkurstöðvarinnar. Voru
þar samankomnir ungir og gamlir Valsmenn, ásamt helztu íþrótta-
frömuðum bæjarins. Fór hóf þetta í allastaði vel og virðulega fram,
voru margar ræður fluttar heillaóskir, félaginu til handa. Einnig
bárust blóm og gjafir. Formaður stjórnaði hófinu, en ræðumenn voru
m. a. þessir: Séra Bjarni Jónsson, Guðmundur Ásbjörnsson, Erl. Ó.
Pétursson, Jens Guðbjörnsson, Ben. G. Wáge, Ólafur Sigurðsson, Guð-
björn Guðbjörnsson, Frímann Helgason og Einar Björnsson, sem flutti
aðalræðuna fyrir minni félagsins.
Forseti ÍSÍ Ben. G. Waage sæmdi stjórn Vals merki ISl. Við þetta
tækifæri heiðraði félagið þá, Frímann Helgason og Hermann Hermanns-
son, fyrir það, að þeir hafa verið með í því að vinna Knattspyrnumót
íslands 10 sinnum.
Mun þetta vera einstætt afrek. Færði formaður þeim að gjöf f. h.
félagsins vönduð gullarmbandsúr áletruð, sem virðingarvott og þakk-
læti fyrir fyrrgreind afrek og unnin störf í þágu félagsins. Voi’u þeir
hylltir mjög og árnað allra heilla í framtíðinni. I ráði var að gefa út
vandað afmælisrit, en ýmsir erfiðleikar reyndust á því, sem ekki urðu
yfirstignir, svo ekkert varð úr blaðaútgáfunni.“
Fyrsti norræni „knattspyrnuvíkingurinn“.
I um það bil 10 árin síðustu eða allt frá árinu 1937 hafði ungur maður
vakið á sér athygli í knattspyrnu, fyrir snilli og skilning á leiknum.
Kom þetta fram, bæði í þriðja flokki og öðrum og hélt áfram í meistara-
flokki. Þessi ungi maður var Albert Guðmundsson. Þegar hér er komið
sögu hefur hann gert samning um það, að gerast atvinnumaður í
knattspymu. Fyrstur allra Norðurlandabúa leggst hann í „víking“ að
hætti forfeðranna, til að leita sér frægðar og frama. Ilonum tókst ekki
lakar en þeim, hann kom heim með hvorttveggja. Áður en hann fór
í þessa ,,víkingaför“ hafði hann reynt „vígfimi" sína, með ekki lakara
liði en Arsenal í Englandi, og reyndist hann þar sannarlega liðtækur
og gjaldgengur. Samninginn gerði hann við Nanci í Frakklandi, fór
síðar til Mílan í Italíu og aftur til Frakklands og lék þar með frönsk-
um liðum.
Albert náði því að verða snillingur í leik sínum, kunnur um alla
Blaðnefndinni þótti vel við eigandi
að birta í heild hið snjalla kvæði séra
Friðriks Friðrikssonar, sem getið er á
öðrum stað í riti þessu. Friðrik orti það
fyrst fyrir áhrif samvinnunnar við
frumherja Vals á æfingum á Melunum
á fyrstu árunum. Er þá einnig haft í
huga að kvæðið er í fárra manna hönd-
um, að það er fagur óður til æskunnar,
og þá ekki síður að hinn mikli unglinga-
leiðtogi er nýlátinn sem kunnugt er.
I. ÞÁTTUR
Vakið, standið stöðugir í trúnni,
verið karlmannlegir, verið styrkir;
allt hjá yður sé í kærleika gjört.
1. Kor., 16, 13.
1.
KveSa skal um fremd, svo felist
Félags-sögn í bragargögnum,
Ungir sveinar margt svo muna
Megi, er ksettar sálir bætti;
Ljó'ðin eiga, ef þau duga,
Yngis-sveinum veg aS beina,
Svo meí orku’ í orði 'og verki
ItSki dyggS og bræSra-tryggðir.
2.
Þegar sumarsólin kemur,
sveitar gróa tún og móar,
fjallahlíðar fagran skrúSa
færast í með blóma nýjum,
Burt þá úr ryki bæjar taka
brátt að fara stórir skarar;
dreifast út um sjó og sveitir,
sitt aS finna brauS meS vinnu.
3.
Fjöldi’ af ungum félagsdrengjum
fara’ í sveit og bjargar leita;
fækkar í bænum, falla aS vana
fundarhöld á virkum kvöldum.
FélagsIífiS fundi'S hefur
framrás því á vegum nýjum,
farveg breytt í flestum háttum,
félagsandinn sami að vanda.