Valsblaðið - 11.05.1961, Síða 110

Valsblaðið - 11.05.1961, Síða 110
108 VALSBLAÐIÐ Sigurhans Hjartarson Einn af þeim mönnum, sem gerir alltaf meira en búizt er við. Rólegur og ör- uggur að hverju sem hann gengur. Góð- ur leikmaður, góður leiðbeinandi í hand- knattleik. Ingi Eyvinds Komst í kynni við knattspyrnuna í Val á unga aldri. Hefur síðan verið áhuga- samur um málefni Vals, þó hann hafi ekki tekið þátt í kappleikjum. Átt sæti í Hlíðarendanefnd og ýmsum öðrum nefndum hjá félaginu. Hann er fulltrúi í Skiðaráði Reykjavíkur fyrir Val og unnið þar gott starf. Hermann GuSnason Einn þeirra ágætu manna, sem eru til taks, sem leiðbeinendur, þjálfarar o. fl. En hann hefur æft handknattleiksflokka af áhuga og skyldurrækni, en þó mest „hallað“ sér að stúlkunum. Aðdragandi. „Eftir að farið var að efna til reglulegra ferða í hinn nýbyggða skíða- skála félagsins — um hverja helgi —, varð þess ekki langt að bíða, að með í ferðir okkar fóru að koma nokkrar ungar stúlkur, sem þá gjarnan voru þarna, til að byrja með, í fylgd með feðrum sínum, „gömlum“ og góðum félögum Vals. Með tilkomu þessara ungu stúlkna, sem að vísu voru ekki margar fyrst í stað, mátti fljótlega greina það, að í skál- anum myndaðist allt annar andi, en þar hafði ríkt á meðan þar var karlkynið eitt ráðandi. Menn urðu tillitssamari hverjir við aðra, hjálp- samari og glaðværðin sönn og óþvinguð í nærveru hins kynsins. Já, ,,stemmningin“ varð öll önnur en verið hafði, á þessu litla — en oft mannmarga — fjallaheimili okkar. Ekki var liðinn langur tími frá því að kvenþjóðin fór að venja komur sínar í skálann, að okkur þótti það orðið svo sjálfsagt, að þær væru með í öllum okkar skálaferðum, að ég veit að við hefðum saknað þess mikils, ef þær hefðu ekki verið þar, — og jaínvel þótt ærið tómlegt í skálanum, án þeirra. í samtölum, sem ég átti við „Skála-stúlkurnar“, fóru þær ekki í nein- ar grafgötur með það, að allar, upp til hópa, langaði þær til að geta orðið enn virkari þátttakendur í félagslífi Vals, en þær raunverulega voru og um það voru þær einnig sammála, að handknattleikur fyrir þær væri það, sem vantaði. Að vísu var ekkert því til fyrirstöðu, að þær æfðu handknattleik, með öðrum félögum, sem þá íþróttagrein hefðu á stefnuskrá sinni, fyrir stúlkur jafnt sem pilta, en það átti að vera algjör óþarfi, að þurfa að ganga í önnur félög, til að fá að vera með í þeirri íþrótt, sem iðkuð var hjá þeirra eigin félagi, en bara fyrir piltana. Því ekki að stofna einnig flokk fyrir þær? Flokkurinn stofnaður. Það var svo fimmtudaginn 2. september 1948, að þolinmæði mín fyrir hönd stúlknanna var þrotin, því að næstu dagana þar á undan, höfðu allmargar þeirra komið að máli við mig, og haft á orði hvort ég væri ekki tilleiðanlegur til að rétta þeim hjálparhönd í baráttu þeirra fyrir því, að koma áhugamáli þeirra, að stofnaður yrði handknattleiks- flokkur fyrir þær, í heila höfn. þennan dag valdi ég til að ná tali af þáverandi formanni félagsins, Úlfari Þórðarsyni, lækni. Við töluðumst fyrst við í síma, þar sem ég skýrði honum frá málavöxtum í stuttum dráttum. Síðar um daginn mæltum við okkur svo mót, og ræddum þá málið mjög ýtarlega frá öllum hliðum. Niðurstaða samtals okkar varð sú, að ég lofaði honum því, að ég skyldi „taka kvenfólkið að mér“ fyrst í stað og boða, og sjá um æfingar þeirra. Fyrstu æfingarnar skyldu haldnar úti, en síðan áttum við að fá til æfinganna tvo tíma í viku í íþróttahúsi Háskólans. Fyrsta æfingin. í „félagslífi" dagblaðanna gat næstu daga að líta eftirfarandi aug- lýsingu: VALUR. Stúlkur! Handknattleiksæfing verður á Miðtúnsvell- ingum n. k. miðvikudagskvöld kl. 7.30 Fjölmennið. Þjálfari. Þær létu heldur ekki á sér standa að koma, stúlkumar, og það var sannarlega glaðvær hópur ungra stúlkna, sem þetta minnisstæða haust-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.