Valsblaðið - 11.05.1961, Side 128

Valsblaðið - 11.05.1961, Side 128
126 VALSBLAÐIÐ Valgeir Arsælsson Tók fljótt ástfóstri við handknattleik og knattsuyrnu í Val. Keppandi um langt skeið í báðum, en þó virkari í handknattleik. Raunsær og glöggur í félagsmálum. Góður leiðbeinandi og kennari. Á sæti í stjórn Vals og Hand- knattleikssambands Islands. Geir Hjartarson Einn af beztu leikmönnum Vals í hand- knattleik, en verið of hlédrægur. Hefur leikið í úrvalsliðum. Kom Tékkum mjög á óvart er Valur „sló út“ bæði A og B-lið þeirra sl. haust. Jón Kristjánsson Ungur í starfi hjá Val, en hefur tekið hressilega skemmtilega á þeim málum, sem hann hefur látið sig varða, og með góðum árangri. Nýtur mikilla og sí- vaxandi vinsælda. fundinn fjölritaðar skýrslur stjómarinnar og afhenda þær hverjum þeim félaga, sem fundinn sótti. Hafa skýrslur stjórnarinnar síðan verið lagðar fjölritaðar fyrir aðalfundina. I skýrslu stjómarinnar þetta ár segir svo m. a.: Ýmsar skiplagsbreytingar í störfum félagsins voru gerðar á árinu. Svo sem stofnunar Unglingaráðs og Hlíðarendaráðs um leið og gamla Hlíðarendanefndin var lögð niður, en þrem nefndum falin störf hennar: Iþróttahússnefnd, Valla- og ræktunarnefnd og Félagsheimilisnefnd. Þá þakkaði formaður sérstaklega íþróttahússnefndinni, en formaður hennar hefir verið um árabil Úlfar Þórðarson, fyrir hin miklu og giftu- drjúgu störf hennar, við að koma upp íþróttahúsinu. Mætti til sanns vegar færa, sagði formaður „að aldrei hefðu svo fáir félagar gert svo mikið á eins stuttum tíma, fyrir jafn marga, og þessir nefndarmenn hefðu gert fyrir Val og Valsmenn." Þá gat formaður um fulltrúaráðið og hina nýju reglugerð, sem því var sett á árinu. Fulltrúaráðið er nú skipað um 30 eldri félögum. Á árinu varð verndari félagsins, séra Friðrik Friðriksson 90 ára (25. maí). Heiðraði félagið hann eftir föngum. Fór hópur Valsmanna fylktu liði heim til hans. Þar flutti formaður honum kveðju Vals, en séra Friðrik svaraði. Samþykkt var að reisa myndastyttu af séra Friðrik, á félagssvæðinu. Valsblaðið, sem út kom um líkt leyti, var að mestu helgað séra Friðrik. Valsblaðið, sem legið hafði niðri um alllangan tíma, hóf göngu sína að nýju á þessu ári, komu út af því 4 tölublöð, en jólablaðið er fyrir- hugað sem fimmta blað á árinu. Útgáfan gekk vel og varð ekki félaginu nein fjárhagsbyrði. Félagið tók þátt í öllum knattspyrnumótum ársins. Þá unnust nokkur mót í yngri flokkunum. Einnig tók félagið þátt í handknattleiksmótum, bæði stúlkur og piltar, með góðum árangri. Aðalþjálfarar voru þeir Einar Halldórsson í meistara- og 1. flokki en Árni Njálsson í II. og III. fl. auk þess, sem hann þjálfaði handknattleiksflokkana. Færeyjaför knattspyrnumanna. I júlímánuði fór flokkur Valsmanna í heimsókn til Færeyja. Aðalfararstjóri var Andreas Bergmann, sem ritar ítarlega grein um förina í Jólablað Valsblaðsins 1958. Lætur Andreas mjög vel af förinni og móttökum öllum í Færeyjum. Gestrisni og vinsemd óvið- jafnanleg. Um tildrög fararinnar segir hann m. a.: „Valsmenn léku fjóra leiki í förinni, unnu tvo þeirra, einn jafntefli, en töpuðu einum, á Þvereyri á sama velli og B-landslið Islands beið ósigur á sínum tíma. Þátttakendur í ferð þessari voru alls 23 og tók förin alls 13 daga. Ferðalag þetta bar næsta bráðlega að, enda ekki fyrirhugað í byrjun ársins. Vegna ófyrirsjáanlegra erfiðleika í sam- bandi við aðra för, sem ráðin hafði verið, en ekkert gat orðið úr, að sinni að minnsta kosti, má segja að þessi Færeyjaför væri einskonar „flótti“ frá þeim félagslega vanda, sem skapast hafði. „Flótti“, sem þó varð einstaklega skemmtilegur. Á starfsárinu kom hingað enskt lið Bury F. C. Samvinna Vals og KR um móttökur erlendra liða, svo sem verið hafði undan farin ár, tók til þessarar heimsóknar, en KR átti rétt til heimboðsins. Sameiginleg móttökunefnd félaganna sá um fyrirgreiðslu hins brezka flokks, sem var m. a. gestur Vals í félagsheimilinu að Hlíðarenda.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.