Valsblaðið - 11.05.1961, Page 135
VALSBLAÐIÐ
133
þáttur Helgu er þáttur hinnar góðu móður og húsmóður, sem leggur
mikla vinnu í að þvo af drengjunum sínum íþróttabúningana og hafa
þá stöðugt til taks. Eitt árið þvoði hún 1500 peysur og ekki hafa það
verið færri sokkar!
Suma dagana eru það 10 flokkar, sem verða að fara í keppni og ef
rignir og vellir eru blautir, þarf ekki að lýsa búningum. Það er því ekki
lítil vinna, sem liggur í því að hreinsa og þvo allt þetta.
Svo er hinn þátturinn, sem sérstaklega snýr að Helgu og það eru
veitingar þær, sem hún hefur staðið fyrir í sambandi við fundi í heim-
ilinu og alltaf við erfið skilyrði. Allt er velkomið, aldrei æðruorð, og
við það bætist að veitingar hennar eru hverju sinni veizlu líkari. Það
var því mikil heppni fyrir Val að leigja þessum ágætu hjónum og
síðar að fá notið krafta þeirra, sem reynst hafa félaginu á allan hátt
notalegir og heppilegir.
Þegar Helga var spurð að því, hvort henni leiddist ekki allar þessar
peysur, sagði hún: „Mér finnst bara gaman að fá allar þessar peysur
og ganga frá þeim. Drengirnir hafa líka vei'ið svo góðir og prúðir í
allri framkomu við mig. Aldrei árekstrar í öll þessi ár. Ég held að mér
mundi leiðast, ef ég hefði ekki alla þessa drengi í kringum mig og nú
eru mínir drengir farnir og hafa stofnað sín heimili, svo að nú eru
þetta eiginlega allt drengirnir okkar. Og nú held ég að ég mundi ekki
vilja þá ró og það næði, sem ég sóttist eftir, þegar ég kom hingað
fyrir 20 árum síðan“, sagði Helga', og Valdimar tók undir það og
bæði brostu, að því er virtist ánægð með „hópinn sinn“ og tilveruna.
inn á milli frfSra f jalla
flóinn gengur, kunnur mengi;
allt í kring á kjölfars-bungum
í krókum leika skipa-reykir.
59.
Sjá má fleira, sjón ég mæri!
Sjáum vestast jökul mestan,
nær oss skaga, víkur, voga,
velli, tún og melabrúnir;
vegir á láíSi líkt og æíar,
lestir þar sem margar fara,
hraunin, árnar, hálsar, tjarnir,
heitar laugar skemmta augum.
60.
Af Hamrahlíí má höfuístaíSinn
horskan sjá fyrir járnum gráan;
höfn og állinn eyja milli
ólgar um mergíSir skipa á’ feríSum.
I einu mynd af ættarlandi
er aíS sjá af f jalli háu;
horfa gæfir arf sinn yfir
ungir'menn — en hjörtun brenna.
Lokaorð.
Við samningu þessarar sögu Vals, hefur verið reynt að fylgja sem
mest tíma og röð viðburða, í von um að með því verði sagan samfelldust
og skemmtilegri aflestrar. Einnig hefur lítið verið getið í sögunni um
úrslit móta og leikja, nema það hafi sérstaka þýðingu. Hins vegar var
horfið að því, að gera sérstakar samanþjappaðar skýrslur um leiki
og frammistöðu leikmanna í hinum ýmsu mótum eftir því sem bezt
verður vitað. I þeirri skrá á að vera hægt að sjá hvernig hin íþróttalega
frammistaða hefur verið á hinum ýmsu árum og tímabilum í sögu
Vals og bæði að því er tekur til handknattleiksins og knattspym-
unnar. Með þessu var unnt að forðast upptalningar, sem eru yfirleitt
lítill skemmtilestur. Hins vegar er í þess stað reynt að di'aga fram
hin ýmsu atvik, sem mynda kjarna og uppbyggingu félagsins frá ári til
árs. Það sama var haft í huga varðandi stjórnir félagsins í þessi 50
ár, en frá þeim er aðeins skýrt ef eitthvað verulega sögulegt hefur skeð.
En til að láta þeirra getið, sem sjálfsagt var, hefur sérstök skrá verið
samin um stjórnarmenn, þar sem getið er ára og starfa hvers einstaks
í stjóminni, og sést þá einnig hvernig stjórnin var skipuð hverju sinni.
þessi saga er orðin nokkuð lengri en gert hafði verið ráð fyrir í
upphafi, því þegar farið var að rifja upp atvikin, var vandi að velja
og hafna. Það þótti líka sennilegt, að ef sagan yrði ekki rakin ræki-
lega við þetta tækifæri, mundi það dragast og þá ef til vill margt
gleymast og glatast. Þrátt fyrir það að sagan hefur tognað svona í
meðförunum, má gera ráð fyrir að ýmislegt hafi gleymst, og eins hitt
að í sumum tilfellum sé ekki rétt munað í frásögninni og væri þá gott
ef þeir sem betur myndu, létu þess getið við ritstjórn blaðsins til þess
síðar að láta það koma fram sem réttara reynist, á vantar og máli skiftir.
VII. ÞÁTTUR
Hjarta mitt er stöðugt, ó, guð,
ég vil syngja og leika, vakna þú
sál mín! Sálm. 108, 2.
Hér er vissulega guðs hús, hér
er hlið himinsins.
1. Mós. 28, 17.
61.
Mun af högum segir saga,
aS sátu’ ei lengi röskir drengir,
eftir hvíld og útsjón talda
upp metS kæti risu’ á fætur;
dreifðust út um laut og leyti,
lásu sumir blóm, en gumar
aðrir tóku til að leika,
tími’ og var í glímu’ atS fara.
, 62.
Sumir tvennir saman runnu,
sumir í nætSi gengu’ a?S rætSa;
sumir í stangar-stökki fengu
stokkitS hátt atS lofa mátti;
sumir lágu, horftSu og hlógu
atS hinna leik, en stundum keikir
stótSust ei raun og allt í einu
upp þeir spruttu, glímdu og duttu.