Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 33

Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 33
VALSBLAÐIÐ 31 LiS Gagnfrœðaskólans á Akureyri 1925. TaliS frá markmanni lil vinstri uíherja: Einar Björnsson, Gunnlaugur Halldórsson, Páll Kristjánsson, Pétur Einarsson, Jón Sigurgeirsson, Baldur Stein- grimsson, Eiríkur Vilhjálmsson, Erlendur GuSmundsson, Hermann Stefánsson, Bragi Steingrímsson, ESvarð Sigurgeirsson. hlusta á Einar, ef honum hitnar svo- lítið í hamsi, og hann telur sig þurfa að leggja sig verulega fram. Það eru einmitt svona menn, sem eru hverju félagi nauðsynlegir, þeir verða nokkurs konar máttarstólpar, sem hera uppi svo og svo mikið af yfirbyggingu og þunga félaganna, þeir verða einskonar öryggi í félags- legu tilliti bæði inná við og útá við. Það er líka svo, að oft er kallað á Einar til funda, með hinum yngri til þess ýmist að stjórna samkom- um flokka og deilda, eða þá að ávarpa og hvetja til starfs og dáða, og er hann þá oft ekki myrkur í máli. Þrátt fyrir það nýtur Einar mikilla vinsælda meðal æskufólks- ins í Val, því það finnur að bak við hvassar eggjanir og hvatningar logar áhuginn fyrir velgengni fé- lagsins. Fáir skilja betur en hann, að það eru og æskumenn félagsins, piltar og stúlkur, sem þurfa og verða að axla byrðar félagsins og bera það fram til sigurs bæði á íþróttavellin- um og ekki síður í félagslegu tilliti. Sama er, þegar til þess tekur að koma fram útá við, þá er Einar ætíð reiðubúinn, enda sú list lagin að koma fram þannig, að Valur megi vel við una. Það er kannske engin tilviljun, að einmitt Einar hefir verið fulltrúi Vals í Knattspyrnuráði Reykjavíkur í þrettán ár, og nú sjö síðustu árin og þá alla tíð formaður þeirrar stofn- unar. Segir það nokkuð til um það traust sem hann nýtur meðal knatt- spyrnufélaganna í borginni, og það er að minnsta kosti ekki heiglum hent að halda þar vel í horfi. Þá hefir Einar átt sæti í fjölda nefnda, sem hafa fjallað um hin ólíkustu efni fyrir Val og íþrótta- hreyfinguna almennt. Einar hefir komið víðar við í fé- lagsmálum en í Val. Hann hefir m. a. frá unga aldri aðhyllzt bindindis- hreyfinguna og tekið þátt í störfum hennar, fyrst á Sey^ðisfirði, síðar í stúkxmni Sigurfánanum í Gagn- fræðaskólanum á Akureyri, og síð- ast en ekki sízt hér í Reykjavík eftir að hann fluttist hingað. Hefir hann komið þar mikið við sögu og gegnt fjölda ábyrgðarstarfa fyrir regluna á þessum árum. Hann var og er æðstitemplar í stúkunni Víkingi, ver- ið í framkvæmdanefnd Stórstúku Is- lands um margra ára skeið, einnig í framkvæmdanefnd Umdæmisstúk- unnar nr. 1, og í Þingstúku Reykja- víkur í 24 ár samfleytt. Það leikur þvi ekki á tveim tung- um. að Einar Björnsson hefir fórnað óvenju miklum tíma fyrir þessi á- hugamál sín, og enn virðist hann í fullu fjöri, og þó hefir hann unnið undanfarin mörg ár óvenju langan vinnudag. Ég vil hér flytja Einari þakkir fyr- ir ánægjidegt samstarf að málum Vals, nána kynningu sem félaga og vinar, um langan tíma, eða allt frá þvi að við æfðum saman knatt- spyrnu á Melavellinum. Ég þakka þér samstarfið í sam- bandi við Valsblaðið i þessi 11 ár, sem við höfum unnið að þvi. Þar hefir þú verið hvetjandi og örfandi og verið liin stóra hjálparhella, til að tryggja útkomu blaðsins, það geta félagar Vals líka þakkað við þessi tímamót. Á vináttu okkar hefir aldrei fallið skuggi, og vona ég að Valur eigi eftir að njóta starfsorku þinnar um margra ára skeið. Ég vil svo að lokum bera fram þá von og ósk, að yngri félagar Vals taki félagsmálaáhuga þinn sér til fyrirmyndar, og kyndi með honum þá elda sem bezt geta omað okkar kæra Val um alla framtíð. Það lætur að líkum að Einari hafi, á löngum starfsferli innan íþróttahreyfingarinnar, einkum þó á knattspyrnusviðinu, verið sýndur ýmiskonar sómi. Þannig hefir hann verið sæmdur gullmerki Vals og KRR, auk þess þjónustumerki ISf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.