Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 29

Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 29
VALSBLAÐIÐ 27 Það var hrifning í röddum ungra manna, þegar þeir sungu marga af söngvum hans. „Þú æskuskari’ á íslands strönd, þú ert í flokki þeim, er sækir fram í sólarlönd með sigri að komast heim, rís upp með fjöri’ og’ stíg á stokk og streng þess heit að rjúfa ei flokk, unz sigri’ er náð og sagan skráð, er sýnir Guðs þíns ráð.“ Það var líka eftirvænting í hug- um unglinganna, sem hlustuðu á framhaldssögur hans á KFUM- fundunum, Sölva, Söguna af Her- mundi Jarlssyni, Drenginn frá Skern og knattspyrnusöguna Keppinautar, en hana samdi séra Friðrik fyrir drengina sína í Val. 1 ævisögu sinni segir séra Friðrik: „Nú hefst hér þáttur, sem er mér einna hugljúfastur af minn- ingum þessara ára; minningum, sem reyndust drjúgum þýðingar- miklar -fyrir mig seinna meir. Það eru minningarnar um það, hvernig ég komst í kynni við knattspyrnu- íþróttina- Nokkrir piltar komu til mín og spurðu, hvort þeir mættu ekki stofna knattspyrnuflokk á grundvelli KFUM. Ég gaf sam- þykki mitt til þess með því móti, að allt fari siðsamlega fram. Ég hafði aldrei haft aðra hugmynd um knattspyrnu en að það væru hlaup eftir knetti, sem sparkað væri í, svo að hann kæmist sem lengst, og hlypu menn svo hver í kapp við annan að ná knettinum. Ég þóttist sjá að þetta væri holl og góð hreyfing úti í vor- og sumar- loftinu“. Seinna þetta ár. 1911, sá séra Friðrik æfingu hjá Val, og þá varð eins og eldingu lysti niður beint fyrir framan hann og hann sá fyr- ir sér hið mikla uppeldisgildi, sem knattspyrnan hefur. Æ síðan sýndi séra Friðrik Val mikinn áhuga. Hann útvegaði Val æfingasvæði á melunum, þar sem nú er íþróttavöllurinn og vann að vallargerð þar með Valsmönnum og stýrði stundum æfingum. — Hann sá í knattspyrnunni tæki til aukins þroska og göfgi, tæki til þjálfunar í sjálfsaga og í því að vinna saman að settu marki. Hann ^s4maci hei IL ANDREAS BERGMANN H 'ÖÍÍl u °f t/nm ara Á þessu ári, eða nánar tiltekið 18. ágúst, átti Andreas Bergmann sjötíu og fimm ára afmæli. Þvi mundu raunar fæstir trúa, sem hafa horft á hann leika sér í badminton undan- fama vetur, eða fylgzt með áhuga hans og þátttöku í ýmsum félags- málum. Andreas er gott dæmi um þá menn sem koma inn í íþróttahreyf- inguna, fullir áhuga fyrir málefn- inu, og fullir vissunnar um það að iðkun iþrótta fyrír æsku þessa lands, ætti að vera líkamleg og andleg sálu- hjálp, ef rétt væri að farið. Það er rétt upp úr 1930 sem Berg- mann fer að fylgjast með Val og fá áhuga fyrir félaginu. Hann er trúr áhorfandi þegar Valur leikur, og smátt og smátt laðast hann að því. Hann fer að gleðjast yfir sigrum fé- lagsins og hryggjast þegar illa geng- ur, og ekki líður á löngu þar til hann fer að taka þátt í striti og starfi, og í stjórn Vals kom hann 1936. Það er því komið nokkuð á fjórða áratug- brýndi stöðugt fyrir ungum mönn- um að sýna góðan og göfugan leik, að taka fullt tillit til náungans mót- herjans síns og samherjans, í stuttu máli, að vinna sigur á sjálf- um sér. — Hann var leiðbeinand- inn, en á sama tíma vinurinn og félaginn. Hann var hið Ijúfa mikil- menni, sem með lífi sínu og for- dæmi sáði frækornunum í brjóst þúsundum ungra manna, frækorn- unum, sem hjá mörgum hafa borið ávöxt og sem hjá öðrum munu reynast lífseigari en þeir gera sér ljóst. Við Valsmenn erum af hjarta þakklátir fyrir, í hve ríkum mæli við nutum kærleika, áhuga og starfskrafta séra Friðriks. Þessi athöfn hér í dag, félagsblað Vals og margt annað, bendir til þess, Andreas Bergmann. inn síðan þessi „aðkomumaður“, sem missti af leiknum og því sem flestir venjulegir menn leita eftir i iþróttafélögum, gerðist félagi í Val. Þetta var góð sending, sem Valur fékk þann dag sem Andreas Berg- mann byrjaði að starfa fyrir félagið, og það má segja að síðan hafi hon- um aldrei sloppið verk úr hendi, fyr- ir Val, og þá komið víða við. Hann er líka einn af þeim mönnum sem alltaf er til viðtals um dagsins mál, og hefir þá oftast eitthvað jákvætt til málanna að leggja. Hann hefir sinar ákveðnu skoðanir á hlutunum og er ómyrkur að láta þær i ljós. F.nn er hann í fullu fjöri í störf- að áhrifa hans gæti enn í félaginu. Það er ósk mín til ykkar, ungu Valsmenn, að þessi áhrif af starfi séra Friðriks megi ríkja hér og dafna um alla framtíð- I kvæði sínu, „Sögu Islands", segir séra Friðrik: „Gæt þess nú þjóð mín, að glatir þú eigi Guði og dýrmætum boðorðum lians. Fallvölt er gæfan á velsældar vegi, veldu, hvað heyrir til friðar hvers manns. Veljir þú Drottin, ei verður að tjóni velsæld og hamingja, ef fellur í skaut. Island þá verður að „farsældar fróni“ fært um að standast í sæld og í þrautí __ H Séra Friðrik Friðriksson lézt hér í borg 9. marz 1961, virtur og dáð- ur af þjóðinni allri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.