Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 56

Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 56
54 VALSBLAÐIÐ Albert me'Ö höfuS og herSar yfir hina. um, þar sem það þykir mikið í mun að segja áhorfendum frá því að Guðmundsson leiki með. Ýmislegt annað kemur fram í blöðum þessum um aðrar hliðar á Albert, sem þeim þykir mikið til koma í fari hans og verður aðeins að því vikið síðar í þessari grein. Það má því eftir atvikum við það una að fá að birta nokkuð úr blöðum, um snilli Alberts, en bíða þá betri tíma ef hann síðar vildi segja frá, eins og hann fann til, og lifði þessa atburði. Því miður er ekki hægt að birta nema brot af öllu sem þar var, en reynt verður að fylgja svolítið tímaröðinni. Það þótti nokkur viðburður, þegar Albert Guðmundsson gerði samning við erlent atvinnumanna- lið, en frá því segir Sunday Mail 7. okt. 1945 á þessa leið: — Þetta er sagan um það, þegar Albert Guðmundsson, hinn snjalli íslenzki knattspyrnumaður, skrif- aði undir samninga hjá Rangers. Fyrir tveim árum kom Murdoch Mc Dougall, sem var þjálfari á ís- landi, en það er tvennt sem hann unni mest, en það var: Knatt- spyrna og Rangers. Þá lék Albert fyrir Val, og Murdoch sá strax að hann var fæddur knattspyrnu- maður. Hann var ákveðinn að Al- bert kæmist til Skotlands. Ég var staddur á St. Enoch-Hótelinu, þeg- ar Guðmundsson skrifaði undir sem áhugamaður, og Murdoch stóð við hlið hans. Hann kinkaði kolli, það þurfti ekki að segja hvernig honum var innanbrjósts! Ykkur er óhætt að trúa því, að þessi hái íþróttamannslegi, 22 ára gamli maður verður sannarlega- mikið umtalaður hér í borginni. Hann er stórkostlegur, verður hér a. m. k- í eitt ár á verzlunar- skóla. Sem nýliði fær Albert góða dóma þarna hjá Rangers og safnar þar dýrmætri reynslu um þetta starf sem hann dreymir um og innst inni vinnur markvisst að. Það talar sínu máli um frammi- stöðu Alberts meðan hann leikur með Rangers, að réttu ári síðar gerir hann áhugamannasamning við Arsenal í London. Arsenal var þá og er enn eitt virtasta atvinnu- mannalið Bretlandseyja, og þekkt um allan heim. Þangað komast færri en vilja, og nánast aðeins út- valdir. Um þessa ráðningu segir „The Evening News“: „Islendingur gerist leikmafkir hjá Arsenal“. Arsenal er alltaf í fréttunum. I dag urðu þeir fyrstir til þess, í sögu enskrar deildakeppni, að gera samning við íslenzkan knatt- spyrnumann. I dag var tilkynnt, að Albert Gudmundsson, miðherji íslenzka liðsins, sem nú keppir hér, hefði undirritað áhugamanna-samning hjá Arsenal. Þeir, sem sáu Guðmundsson leika sinn fyrsta leik með íslenzka liðinu móti Dulwich Hamlet, munu ekki undrast þessa ákvörðun Ar- senals- Þrátt fyrir það, að Hamlet-liðið væri mun betra, var Guðmundsson örugglega bezti leikmaður vallar- ins. Hár, beinvaxinn, með glæsi- lega knattmeðferð, alltaf á réttum stað á réttu augnabliki. 1 þessu sama blaði var einnig grein um Albert undir fyrirsögn- inni: Iþróttamaður vikunnar.(The Weeks Sports Personality). Þar segir m. a.: — Leikmaður með mikla möguleika, að áliti Tom Whittaker, framkvæmdastjóra Arsenal, sem hefur séð hann æfa á Highbury þessa viku og leika gegn Walthamstow. Hann mun vera einn af þeim fáu áhugamönn- um, er komast í fyrsta lið Arse- nal, en hinir eru þeir: Dr. Kervin O’Flanagan, írski landsliðsmaður- inn og Bernard Joy, enski lands- liðsmaðurinn. Guðmundsson hefur þegar klæðzt Arsenal „undra- kyrtli“.... Lundúnablað segir í nóv 1946 um leik: Sparta (Tékkóslóvakíu) Arse- nal (England) 2:2: .... Undragóður leikur Islend- ings gegn hinu fræga knattspyrnu- liði frá Tékkóslóvakíu, Sparta, bjargaði enska knattspyrnuheiðr- inum í jafnteflisleik sem lauk með 2:2- Albert Guðmundsson áhugamað- ur lék „stórleik“ í sínum fyrsta leik með Arsenal. Það var hans skot, sem endaði í marki andstæð- inganna, eftir að hafa komið í varnarleikmann, þegar „stærri stjömur brugðust . . . * . .Enskt blaS sama haust: Fyrirliði Arsenal, Joe Mercer, og fyrirliði landsliðsins enska sagði í blaðaviðtali um Albert Guðmundsson: „Albert getur bók- staflega gert allt með knöttinn, næstum fengið hann til að tala.“ Vafalaust hefði Albert ílenzt hjá Arsenal, ef ensk félög hefðu mátt taka útlendinga í atvinnu- manna lið sín, en því var ekki að heilsa, svo hann verður að yfir- gefa félagið, auðugri að vinsæld- um og reynslu. Og Albert veit hvað hann vill, og flytur sig yfir „Canalinn", því Frakkar höfðu engin bannfyrirmæli varðandi knattspymumenn. Það er Nancy í Frakklandi, sem tekst að ná samningum við Albert. Það virðist sem félaginu hafi ver- ið mikil nauðsyn að styrkja lið sitt, og um þetta segir eitt frönsku blaðanna: .... Nancy kynnir bezta knatt- spyrnumann Evrópu fyrir París- arbúum. Án „stjörnu" síðasta starfs- tímabils átti knattspyrnufélagið Nancy ekki marga unnendur. Um langt skeið leit helzt út fyrir, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.