Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 75

Valsblaðið - 24.12.1968, Blaðsíða 75
VALSBLAÐIÐ 73 Fyrsti kven-knattspyrnudómari Islands, Sigrún Ingólfsdóttir, ein máttar- stoSin i meistaraflokki Vals í handknattleik, og myndugur dómari. Sigrún Ingólfsdúttir knattspyrnudómari Það þótti nokkrum tíðindum sæta, þegar greint var frá þvi, að ung stúlka hafði tekið dómarapróf í knattspymu, og væri þegar farin að dæma knattspyrnuleiki. Stúlka þessi var hin kunna hand- knattleikskona Vals, Sigrún Ingólfs- dóttir úr Kópavogi. Okkur hjá Valsblaðinu þótti eðli legt að minnast þessa sérstæða atviks örlítið, og fá Sigrúnu til að segja frá tildrögum og hvernig henni félli þessi nýja staða innan íþróttahreyf- ingarinnar. Sigrún er sem kunnugt er íþróttakennari að mennt, og ligg— ur ekki á liði sínu að kenna unga fólkinu í Kópavogi og svo einnig í Val. Þegar hún var spurð hvort hún hefði nokkurn tima leikið knatt- spymu, svaraði Sigrún brosandi: „ÞáS var fisksali í Kópavogi, sem gaf mér hrogn og lifur svo ég yrZi sterk í handknattleik, sem eggjaÓi mig til aS taka knattspyrnudómara- Próf“. Ég fór einhvern tima á tvær æf- ingar lijá Old Boys í Val, og það er allt og sumt. Mér þótti þetta gam- an, en ekki var leikninni fyrir að fara, og þetta er ábyggilega skemmti- legur leikur. Hvenær datt þér í hug að taka knattspyrnudómarapróf ? Það er nú alllöng saga að segja frá þvi, heldur Sigrún áfram, en sá sem fyrst hvatti mig og eggjaði til að taka þetta próf var fisksali í Kópa- vogi, sem gaf mér oft hrogn og lifur til þess að ég yrði sterk i handknatt- leiknum! Hann sagði mér, að það ætti að halda knattspyrnudómaranámskeið í Kópavogi, og kvaðst endilega vilja að ég tæki þátt í því. Til að hyrja með brosti ég að fisksalanum, og tók hann ekkert alvarlega, en hann lét sig ekki, og tók að vinna að þessu áhugamáli sínu meðal strákanna. Um þetta leyti var ég með námskeið í leikjxnn, frjálsum íþróttum og handknattleik i Kópavogi, og fór svo að hugsa með mér, að það gerði ekk- ert til þó að ég lærði reglurnar, og tæki knattspyrnuna með, það yki að- eins á fjölbreytnina. Áróður fisksalans var farinn að bera árangur, því að í málið var kominn Guðmundur Þórðarson, góð- ur knattspymumaður og forystu- maður þar á staðnum. Það varð svo úr að ég fór á námskeiðið. Það gerði mér það líka léttara að Hannes Þ. Sigm-ðsson átti að vera forstöðumað- ur þess, ég þekkti hann og leizt vel á hann sem kennara. Kveiðst þú fyrir prófinu? Prófið var bóklegt, munnlegt og svo verklegt, að læra reglurnar var allt í lagi með, en þegar kom að því verklega, þá tóku taugarnar að ólát- ast og hjartað að ólmast, þetta var svona álíka slæmt og að fara í tví- sýnan landsleik. Það bætti nú ekki úr skák að Hannes sagðist koma með blaðamenn og Ijósmyndara! Þessu mótmælti ég kröftuglega, fyrr en þetta væri búið og gert. Það sem ég kveið mest fyrir, var að þurfa að taka ákvarðanir á stundinni, þar sem ég hafði enga reynslu í sjálfri knatt- spymunni. Nú svo kom þessi stund, að komin eru til leiks tvö lið, og ég með blístru í hendi, og við hliðarlínuraar próf- dómararnir. Ekki nóg með það, þar vom líka komnir blaðamenn og ljós- myndarar, og fleiri forvitnir menn. Við þetta bættist svo, að mér er liá- tíðlega afhentur blómavöndur! Allt þetta gerði sitt til þess að taugarnar færu í ólag, og ruglaði mig í ríminu. Nú varð ekki aftur snúið, annað hvort var að duga eða drepast, og byrja þegar. Eftir að þessi prófleikur var haf- inn, hætti ég að hugsa um þessar ytri aðstæður, og hugsaði aðeins um að standa mig, og ég var heppin, ekkert sérstakt kom fyrir, sem olli mér vandræðum, þó dæmdi ég víta- spyrnu fvrir greinilega hendi. Drengirnir voru prúðir og þótti þetta allt spennandi, með blaðamenn og ljósmyndara sem áhorfendur, þeir áttu því ekki að venjast!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.